Morgunblaðið - 30.09.2017, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 30.09.2017, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017 Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n Velkomin í okkar hóp! Skráning í síma 581 3730 eða jsb@jsb.is Komdu þú getur þetta líka! Næstu námskeið hefjast 8. október Frábær árangur á yfirstandandi TT námskeiðum Tölurnar tala skýrumáli! TT-1 námskeiðin okkar fyrir konur fela í sér leiðbeiningar um mataræði, líkamsrækt, sjálfsstyrkingu, fundi, vigtun og mælingar. Þessi sívinsælu námskeið hafa margsannað ágæti sitt og reynst konum afburðavel til að ná markmiðum sínum. Við bjóðum hvorki skyndilausnir né sveltikúra, heldur raunhæfar leiðir til að lifa góðu lífi. TT-3 námskeiðin okkar eru fyrir 16-25 ára stelpur. Þetta eru sérsniðin lífsstílsnámskeið fyrir þær sem vilja taka mataræðið í gegn og komast í gott form. Við byggjum námskeiðin á áralangri reynslu af því að kenna ungmennum líkamsburð og listdans ásamt þekkingunni sem við höfum byggt upp af því að veita konum sambærilega þjónustu í gegnum tíðina. Mótun BM Áhersla lögð á styrk, liðleika og góðan líkamsburð. Mótandi æfingar fyrir kvið, rass- og lærvöðva. Fit Form 60 og 75 ára+ Alhliða líkamsrækt sem stuðlar að auknu þreki, þoli, liðleika og frábærri líðan. Opna kerfið 1-2-3 Bjóðum röð af 30 mínútna krefjandi tímum í opna kerfinu. Einkaþjálfun Þjálfarar JSB eru fagmenn og vita nákvæmlega hvað þarf til að ná settummarkmiðum og aðstoða við aðhald ef þess er óskað Kynntu þér fjölbreytt úrval af námskeiðumog opnum tímumá jsb.is Krafturinn, gleðin og ánægjan ekki síður Skipsbjallan af varðskipinu Óðni er aftur komin á sinn stað. Tom Goulder (t.h.) frá Sjóminjasafninu í Hull kom með bjölluna í fyrradag og afhenti hana Birgi Vigfússyni (t.v.), skipaverði Óðins. Bjallan var lánuð til Hull í febrúar 2017. Um leið var Tom afhent skips- bjallan af togaranum Arctic Corsa- ir, en togarinn er hluti af sýningu Sjóminjasafnsins í Hull. Bjallan af Arctic Corsair var lánuð í skiptum fyrir bjölluna af Óðni og var til sýnis í varðskipinu. gudni@mbl.is Bjöllu Óðins skilað Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson Skipsbjallan Búið er að koma henni á sinn rétta stað í Óðni. Skákfélagið Hrókurinn stendur fyrir opnu húsi í Pakkhúsinu, Geirsgötu 11, við Reykjavíkurhöfn þar sem m.a. sirkuslistamennirnir Axel Diego og Bjarni Árnason, leika listir sínar. Þeir munu ásamt Hróksfólki halda til Uummannaq á Grænlandi í næstu viku með hátíð í farangrinum. Þar búa nú m.a. 170 flóttamenn, þar af 70 börn, sem áð- ur bjuggu í tveimur þorpum sem urðu illa úti í hamförum sem gengu yfir þau fyrr í haust. Á leiðinni til Uummannaq verður komið við í höfuðborginni Nuuk og slegið upp skemmtun í verslunarmiðstöð borg- arinnar, athvarf fyrir heimilislausa heimsótt og fleiri fastir viðkomu- staðir Hróksins í Nuuk. Hrafn Jökulsson, forseti Hróks- ins, segir mikla tilhlökkun í hópn- um. Ætlunin sé að virkja íbúa Uum- mannaq á öllum aldri á hátíð gleði og vináttu. Efna til hátíðar á hamfarasvæðum á Grænlandi Grænland Hrafn Jökulsson, skipulagði m.a. söfnunina Vinátta í verki. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrrverandi lögreglufulltrúa í fíkni- efnadeild lögreglunnar á höfuð- brogarsvæðinu 2,2 milljónir króna, en honum var vikið frá störfum tímabundið í janúar 2016 með ólög- mætum hætti. Maðurinn krafðist þess að ríkið dæmdi honum fjög- urra milljóna króna miskabætur og rúmlega eina milljón króna í skaða- bætur vegna fjártjóns. Byggt á orðrómi einum Í dóminum kemur fram að mað- urinn hafi greint frá því að orðróm- ur hefði farið af stað um að hann ætti í óeðlilegu sambandi við upp- lýsingagjafa deildarinnar. Orðróm- urinn hefði komist á flug síðla árs 2010 eða í byrjun árs 2011. Síðar bárust upplýsingar frá öðr- um upplýsingagjafa lögreglu þar sem sagði að maðurinn þægi greiðslur frá sínum upplýsinga- gjafa gegn því að veita honum upp- lýsingar um störf lögreglu. Yfir- maður fíkniefnadeildar ritaði í kjölfarið minnisblað þar sem fram kom að ekkert benti til þess að lög- reglumaðurinn hefði þegið greiðslur eða lekið upplýsingum. Dómurinn sagði ásakanirnar ein- ungis byggjast á orðrómi. Yfir- stjórn lögreglunnar hefði öll borið traust til fulltrúans, að undan- skildum lögreglustjóranum. Einnig sagði að ákvörðunin um að víkja fulltrúanum frá störfum hefði í senn verið óþörf og ólögmæt. Lögreglufulltrúi fær 2,2 milljónir í bætur Septembermánuður hefur verið hlýr en jafnframt mjög úrkomusamur, að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings. Í Reykjavík er mánuðurinn sá hlýj- asti síðan 2010 en sá hlýjasti frá 1996 á Akureyri. Að tiltölu hefur verið nokkru hlýrra um landið austanvert heldur en suðvestanlands. Úrkoma í Reykjavík og á Akureyri hefur verið í ríflegu með- allagi, um 20 prósent umfram það, en hefur oft verið meiri í september, síðast 2014 í Reykjavík og í fyrra á Akureyri. Um landið suðaustanvert hefur úr- koma hins vegar verið óvenjumikil, meiri en áður í september á Höfn í Hornafirði og á Gilsá í Breiðdal, að sögn Trausta. Á Stafafelli í Lóni vantar ekki mikið upp á septembermet. Á Gilsá og Höfn hefur úrkoma áður mælst meiri í öðrum almanaksmán- uðum. Einnig hefur mikið rignt um miðbik Ausfjarða, en þó ekki jafnmikið og á suðurfjörðunum og í Austur- Skaftafellssýslu. Mikil hlýindi fylgdu rigningunum og jöklabráðnun því væntanlega mikil og fannir í háfjöllum hafa trúlega látið á sjá, segir Trausti. Tvær hitabylgjur gerði í mánuð- inum. Aldrei hefur mælst meiri hiti í september á Íslandi heldur en á Egils- staðaflugvelli þann 1. þegar hámarks- hiti þar fór í 26,4 stig. Aðra hitabylgju gerði rétt eftir miðjan mánuð og komst hiti þá í 24,5 stig á Egilsstaðaflugvelli - það hæsta nokkru sinni á landinu eftir miðjan september. sisi@mbl.is September hlýr en rakur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.