Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017 FERÐAMÁLAÞING 2017 - HALDIÐ Í HÖRPU, SILFURBERGI KL. 13:00–18:00, 4. OKTÓBER 13:00 Setning 13:05 Ávarp forseta Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson 13:15 Ávarp ráðherra ferðamála Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir 13:35 Ávarp aðalritara ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO) Dr. Taleb Rifai (Verður flutt á ensku) 14:05 Tourism and Climate Change: Rethinking Volume Growth Stefan Gössling, Professor Western Norway Research Institute (Verður flutt á ensku) 14:35 Undirritun alþjóðlegra siðareglna ferðaþjónustu (UNWTO) Helga Árnadóttir, fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, fyrir hönd Íslenska ferðaklasans 14:50 Kaffi/te og með því 15:10 Hraðvaxandi borgin Reykjavík – ferðamenn og samfélagið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 15:25 Vonarstjarna eða vandræðabarn? – efnahagsleg áhrif ferðaþjónustunnar Pálmar Þorsteinsson, sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands 15:40 Hversu sjálfbær er framtíð íslenskrar ferðamennsku? “The Ideal Iceland May Only Exist in Your Mind” Rannveig Ólafsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands 15:55 Hefur ferðaþjónustan gleypt Ísland? Hugleiðingar um ferðaþjónustu og samfélag Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála 16:10 Afhending umhverfisverðlauna Ferðamálastofu 16:25 Akstur á undarlegum vegi Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri 16:55 Til hvers ferðumst við? Bergur Ebbi, rithöfundur 17:10 – 18:00 Þinglok og léttar veitingar Geirsgata 9 | 101 Reykjavík | Sími 535 5500 Hafnarstræti 91 | 600 Akureyri | Sími 535 5500 PO RT hö nn un DAGSKRÁ: Þátttaka er án endurgjalds en nauðsynlegt er að skrá sig á www.ferdamalastofa.is Þingið verður einnig sent út á internetinu, hægt er að nálgast slóðina á www.ferdamalastofa.is SJÁLFBÆRNI – ÁSKORANIR Á ÖLD FERÐALANGSINS Fundarstjórar: Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Overcast Software hefur samið við SMFB Engine í Noregi um notkun á hugbúnaði fyrirtækisins við utanumhald auglýsinga- herferða. SMFB Engine er ein stærsta stafræna auglýsinga- stofan í Noregi og er hluti af SMFB, einni stærstu auglýs- ingastofu landsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Overcast Software. Í tilkynningunni segir að Over- cast Software hafi þróað lausnir fyrir íslenska auglýsingamark- aðinn síðustu fjögur ár með mjög góðum árangri. Stærstur hluti íslenskra auglýsingastofa og birt- ingahúsa auk markaðsdeilda stærri fyrirtækja noti daglega hugbúnað frá Overcast. Fyrir- tækið hefur á síðustu mánuðum verið að kynna lausnir sínar erlendis undir stjórn Bárðar Arn- ar Gunnarssonar markaðs- ráðgjafa, segir í tilkynningunni. Overcast selur til Noregs  Semur við leiðandi auglýsingastofu Overcast Software hefur verið að kynna lausnir sínar erlendis. Samkeppniseftirlitið hefur sam- þykkt kaup Alvogen á tilteknum samheitalyfjum Teva Pharma- ceuticals Europe B.V. á Íslandi undir þeim skilyrðum að Lyfis, dreifingaraðili Teva-lyfjanna á Ís- landi, er veittur lengri umþótt- unartími til þess að bregðast við missi Teva-lyfjanna. Þetta kemur fram í frétt á vef Samkeppnis- eftirlitsins. Upphaf málsins má rekja til samruna lyfjafyrirtækjanna Teva og Allergan Generics (Actavis), en framkvæmdastjórn ESB setti samruna þessara félaga skilyrði í ákvörðun stofnunarinnar frá því í mars á síðasta ári. Skilyrðin fólu meðal annars í sér að sameinuðu félagi var gert skylt að selja frá sér samheitalyf Teva á Íslandi til að tryggja samkeppni á íslenskum samheitalyfjamarkaði. Kaup Alvogen samþykkt  Lyfis fær lengri umþóttunartíma Lyf Alvogen fær að kaupa lyf frá Teva. Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon „Við höfum verið að undirbúa félagið undir skráningu allt þetta ár og fyrsti hentugleiki hefði verið síðasti fjórð- ungur þessa árs. Eftir að hafa lagst undir feld með okkar ráðgjöfum þá teljum við að þetta sé óhentugur tími og teljum að það muni vinna með okk- ur frekar en hitt að bíða í nokkrar vik- ur,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla, í samtali við Morgunblaðið. Leigufélagið Heimavellir hefur seinkað fyrirhugaðri skráningu félagsins í Kauphöll í ljósi aðstæðna á mörkuðum. Í tilkynningu frá Heima- völlum er vísað til þess að tímasetning útboðs, sem hefði orðið skömmu eftir boðaðar kosningar 28. október næst- komandi, sé óhentug. Skráning líkleg eftir áramót Spurður að því hvort skráning frestist fram yfir áramót, segir Guð- brandur að aðstæður verði metnar á hverjum tíma. Leiða má líkum að því að frestist skráningin fram yfir áramót verði hún ekki fyrr en ársuppgjör félagsins liggur fyrir í febrúar eða mars. Fari svo er ljóst að ekkert nýtt félag hefur bæst á Aðallista Kauphallar á þessu ári. tobj@mbl.is Heimavellir fresta skráningu  Tímasetning í kjölfar kosninga talin óhentug  Skráð við fyrsta hentugleika Morgunblaðið/Kristinn Kauphöllin Horfur eru á að ekkert nýtt félag verði skráð á Aðallista í ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.