Morgunblaðið - 30.09.2017, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017
NICOTINELL LYFJATYGGIGÚMMÍ
Ertu að hætta að reykja?
Veistu hvaða bragðtegund hentar þér?
Nicotinell Classic/Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis
eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Leiðtogar Katalóníu sögðu í gær að
þeir myndu standa við þá ákvörðun
sína að efna til almennrar atkvæða-
greiðslu um sjálfstæði héraðsins á
morgun, sunnudag, þrátt fyrir að-
gerðir spænskra yfirvalda til að
hindra hana. Þau hafa meðal annars
sent þúsundir spænskra lögreglu-
manna til að aðstoða við að loka
kjörstöðum í héraðinu.
Stuðningsmenn aðskilnaðar frá
Spáni hafa verið í minnihluta í Kata-
lóníu en mikill meirihluti íbúanna er
hlynntur því að atkvæðagreiðsla fari
fram um sjálfstæði. Stjórnlagadóm-
stóll Spánar hefur hins vegar úr-
skurðað að atkvæðagreiðslan gangi í
berhögg við stjórnarskrá landsins
og yfirvöldin hafa því reynt að koma
í veg fyrir að hún verði haldin.
Í vikunni sem leið létu spænskir
saksóknarar handtaka nokkra menn
sem hafa gegnt mikilvægu hlutverki
í skipulagningu atkvæðagreiðslunn-
ar. Handtökurnar leiddu til götu-
mótmæla í Barcelona og víðar í
Katalóníu, jafnvel í Madríd. Yfir-
völdin hafa einnig lokað vefsíðum
sem tengjast atkvæðagreiðslunni.
Yfirvöldin í Madríd hafa einnig
fyrirskipað lögreglu Katalóníuhér-
aðs að leggja hald á öll kjörgögn í
tengslum við atkvæðagreiðsluna.
Lögreglan hefur lagt hald á kjör-
seðla og önnur gögn síðustu daga.
Spænskur dómstóll fyrirskipaði
einnig lögreglunni að hindra að
opinberar byggingar yrðu notaðar í
atkvæðagreiðslunni.
Aðgerðir yfirvaldanna urðu til
þess að nefnd sem skipuð var til að
fylgjast með atkvæðagreiðslunni
ákvað að hætta störfum til að kom-
ast hjá því að greiða háa sekt.
Ætla að verja kjörstaðina
Hópar slökkviliðsmanna og
bænda hafa heitið því að verja kjör-
staðina. Héraðslögregla Katalóníu,
Mossos d’Esquadra, hefur varað við
hættunni á því að átök blossi upp við
kjörstaði ef reynt verður að hindra
atkvæðagreiðsluna. Lögreglan er
skipuð alls 17.000 mönnum en talið
er að hún veigri sér við því að beita
þeim á kjörstöðum þar sem talið er
að þeir geti mætt mótspyrnu. Innan-
ríkisráðuneyti Spánar hefur sagt að
lögreglunni beri skylda til að hindra
atkvæðagreiðsluna og þúsundir lög-
reglumanna frá öðrum héruðum
Spánar hafa verið sendar til að að-
stoða hana.
Talsmaður Katalóníustjórnar
sagði að aðgerðir yfirvaldanna
myndu ekki duga til að hindra at-
kvæðagreiðsluna. Um 2.300 kjör-
staðir yrðu opnaðir og rúmlega
7.200 manns ættu að annast fram-
kvæmd atkvæðagreiðslunnar.
Flokkar, sem styðja sjálfstæði
Katalóníu, fengu 47,6% atkvæða og
nauman meirihluta á þingi héraðsins
í kosningum í fyrra. Kannanir benda
til þess að stuðningsmenn sjálfstæð-
is hafi alltaf verið í minnihluta í hér-
aðinu síðustu árin. Um 49% Kata-
lóna sögðust styðja aðskilnað frá
Spáni árið 2013 en stuðningurinn við
sjálfstæði minnkaði í 35% í könnun
sem gerð var í júní. Hugsanlegt er
þó að sjálfstæðissinnunum hafi fjölg-
að vegna aðgerða yfirvaldanna.
Ef marka má könnun sem gerð
var fyrr í mánuðinum er stuðningur-
inn við sjálfstæði nær 70% meðal
þeirra sem ætla að greiða atkvæði.
Þar sem flokkar, sem eru andvígir
sjálfstæði, hafa sagt að atkvæða-
greiðslan sé ólögleg er líklegt að
margir andstæðingar sjálfstæðis
sniðgangi atkvæðagreiðsluna.
Handtökurnar urðu til þess að
hún styður nú sjálfstæði
Embættismenn héraðsins hafa
ekki sett nein skilyrði um lágmarks-
kjörsókn. Carles Puigdemont, for-
seti Katalóníu, hefur lofað að lýsa yf-
ir sjálfstæði héraðsins ef meirihluti
þeirra sem greiða atkvæði styður
það. Ekki er þó víst að það gerist því
að félagar í flokki Puigdemonts hafa
neitað því að lýst verði yfir sjálf-
stæði tafarlaust. Það gæti orðið til
þess að stjórnvöld í Madríd leystu
stjórn Katalóníu upp en sjálfstæðis-
sinnar vona að spænsk og katalónsk
stjórnvöld geti leyst deiluna með
samningaviðræðum. Sjálfstæðis-
sinnar ætla að halda fjölmenn
götumómæli eftir atkvæðagreiðsl-
una og hugsanlegt er að þeir efni til
verkfalla í því skyni að knýja
spænsk stjórnvöld til viðræðna um
sjálfstæði héraðsins.
Aðgerðir yfirvalda í Madríd hafa
valdið mikilli óánægju meðal íbúa
Katalóníu. „Þeir hafa ekki reynt að
sannfæra fólk um að þeir vilji að við
verðum áfram hluti af landinu,“ seg-
ir katalónska konan Eva de las Her-
as um spænsku ráðamennina. Hún
segist hafa verið andvíg sjálfstæði
Katalóníu en handtökurnar í vikunni
sem leið hafi orðið til þess að hún sé
nú hlynnt því. „Fólkið er sárt, þetta
snýst um stolt og tilfinningar,“ hefur
fréttaveitan AFP eftir henni.
Óttast átök á kjörstöðum
Yfirvöld á Spáni hafa sent þúsundir lögreglumanna til að hindra atkvæðagreiðslu um sjálfstæði
Katalóníu Handtökur og fleiri aðgerðir yfirvalda hafa valdið mikilli óánægju meðal íbúa héraðsins
AFP
Lýðræðisást Katalónskir slökkviliðsmenn setja upp stóran borða með áletruninni „elskum lýðræði“ fyrir framan
Sögusafn Katalóníu í Barcelona. Hópar slökkviliðsmanna ætla að verja kjörstaði í atkvæðagreiðslunni á morgun.
Íbúafjöldi Flatarmál
Verg landsframleiðsla Tekjur af iðnaðarframleiðslu
Katalónía og Spánn
Heimildir: INE, Institut d’Estadistica de Catalunya
Landsframleiðsla
á mann
í þúsundum evra
(2016)
Atvinnuleysi
% af vinnuaflinu
(júní 2017)
í þúsundum km2í milljónum
(jan.-mars sl.) í milljörðum evra
Önnur svæði
í milljörðum evra (2014)
10
15
20
25
Navarra
Baskaland
Madrídarsvæðið
Katalónía
Spánn
(meðaltal)
Andalúsía
Extremadura
17,2
24
28,6
13,2
15
20
25
30
35
Extremadura
Andalúsía
Spánn
(meðaltal)
Katalónía
Navarra
Baskaland
Madrídarsvæðið
Spánn
Katalónía
46,5
7,5
505,9
32,1
285,3
56,8
584,8
130,8
Stjórn Spánar gagnrýnd
» Framganga ríkisstjórnar
Marianos Rajoy, forsætisráð-
herra Spánar, í deilunni um at-
kvæðagreiðsluna hefur verið
gagnrýnd.
» Stjórnin hefur m.a. verið
sökuð um einræðistilburði,
pólitískar handtökur, ritskoðun
á netinu og atlögu að lýðræð-
inu.
» Hún hefur hins vegar bent á
að það voru saksóknarar og
dómstólar sem fyrirskipuðu
aðgerðirnar.