Morgunblaðið - 30.09.2017, Side 27

Morgunblaðið - 30.09.2017, Side 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017 Halló heimur! Þessi kálfur með augun full af undrun yfir veröld sem hann fæddist inn í fyrir stuttu á bænum Flatey á Mýrum, heilsaði upp á ljósmyndara Morgunblaðsins í gær. Eggert Samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytið stóð fyrir Sam- gönguþingi sem hald- ið var í Hveragerði sl. fimmtudag. Þingið var fjölsótt og mörg fróð- leg erindi voru flutt sem fjölmiðlar gera væntanlega góð skil. Að vonum vakti til- laga starfshóps sem ég skipaði sl. vetur til að fjalla um möguleika á hraðari uppbyggingu stofnbrauta út frá Reykjavík mikla athygli. Eðlilega munu verða skiptar skoðanir á þeirri tillögu starfshópsins að fjármagna slíkar stórframkvæmdir með veg- gjöldum, en að sama skapi er ljóst að verði sú leið ekki farin mun sú uppbygging sem þar er lögð til taka allt að 30 ár að mati starfs- hópsins. Þá er miðað við að fjár- framlög til vegagerðar á umrædd- um leiðum verði svipuð í framtíðinni og verið hefur. Hröð uppbygging stofnbrauta út frá Reykjavík Sá valkostur sem starfshópurinn leggur til er að stofnbrautirnar til Keflavíkurflugvallar, upp í Borg- arnes með nýjum Hvalfjarðar- göngum og austur fyrir Selfoss með nýrri brú á Ölfusá, verði tvö- faldaðar að mestu og að fram- kvæmdum verði lokið á 6 til 8 ár- um. Kostnaður við þetta verkefni er gríðarlegur, áætl- unin hljóðar upp á 56 milljarða króna, en ábatinn verður að sama skapi mikill. Hann myndi birtast vegfarendum í styttri ferðatíma, minni eldsneytiseyðslu og ekki síst auknu um- ferðaröryggi. Auðvit- að verður ekki lagt neitt fjárhagslegt mat á mannlegan harm- leik, en tjón á eignum, löggæslu- og heilbrigðiskostnað, svo eitthvað sé nefnt, er hægt að leggja mat á. Á þessum þremur leiðum nam kostnaður af umferð- arslysum 3,1 milljarði króna á síð- asta ári sem er ekki fjarri þeirri fjárhæð sem áætlað er að rynni ár- lega til samgönguframkvæmda á þessum leiðum skv. tillögu starfs- hópsins. Við þekkjum öll Hvalfjarðar- göngin sem afhent verða ríkinu á næsta ári, en þau voru fjármögnuð af vegfarendum með veggjöldum. Í skýrslu starfshópsins kemur fram að þau veggjöld sem innheimt yrðu af fjölnotendum samgöngumann- virkjanna gætu orðið um 140 krón- ur í hvert skipti sem er um helm- ingur þeirrar fjárhæðar sem þeir vegfarendur greiða í Hvalfjarðar- göngum sem kaupa sér lykil með 100 ferðum. Auðvitað myndu margir finna fyrir slíkum kostnaði, en mögulega mætti útfæra slíka gjaldtöku á þann veg að kostnaður yrði umtalsvert lægri. Erlendir ferðamenn taki þátt í fjármögnun Nefna má að sú umferðarspá sem byggt er á er íhaldssöm og gera má ráð fyrir að umferð muni aukast meira á næstu árum en þar er gert ráð fyrir sem myndi vænt- anlega endurspeglast í lægri veg- gjöldum en hér er lagt upp með. Við höfum flest orðið vör við sí- fellt fleiri ferðamenn á þjóðveg- unum okkar. Þar er kominn til skjalanna stórnotandi vegakerfis- ins sem við getum fengið til að taka í árarnar með okkur við fjár- mögnun þessara framkvæmda. Víða erlendis eru veggjöld inn- heimt á stofnbrautum og útlend- ingar eru alvanir því að greiða slík gjöld og kippa sér ekki upp við það. Með mikilli fjölgun erlendra ferðamanna hefur álag á vegakerf- ið aukist að miklum mun og að mínu mati er sjálfsagt og eðlilegt að þeir beri kostnað af hraðari uppbyggingu þess með okkur. Nú verða tillögur starfshópsins teknar til ítarlegrar skoðunar í samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytinu og afstaða tekin til þeirra í framhaldinu. Augljóst er að hér er um að ræða áhugaverðan valkost í vegagerð sem ég vænti að fái ítar- lega og sanngjarna umfjöllun á næstunni. Óhappaverk að næturþeli Það er að verða æ fleirum ljóst hvílík óhappaverk unnið var að næturþeli aðfaranótt 15. septem- ber síðastliðinn þegar Björt fram- tíð ákvað á óskiljanlegan hátt að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Þetta var gert án þess að svo mik- ið sem að reyna að ræða við sam- starfsmenn sína í ríkisstjórn um þau mál sem brunnu á þessu fólki. Það skorti algerlega að grunn- forsendan fyrir eðlilegum sam- skiptum væri uppfyllt, að ræða saman, sýna yfirvegun og ábyrgð og komast að niðurstöðu að ígrunduðu máli. Því hefur verið haldið fram að þarna hafi reynsluleysi fólks í Bjartri framtíð ráðið för og er það eflaust ein skýringin, en því verður líka að halda til haga að forystu- leysi í þeim stjórnmálaflokki hafi einnig átt hér mikla sök. Afleiðingarnar af þessu frum- hlaupi létu ekki á sér standa. Í einu vetfangi hvarf 32ja milljarða sparnaður landsmanna með lækk- un á hlutabréfamarkaði, ótti um verðbólgu óx og líkur eru á að það leiði til hækkunar vaxta. Þetta óheillaskref hefur því bein áhrif á afkomu heimilanna. Það er með miklum ólíkindum að þetta skuli gerast þegar þannig háttar til hér á landi að allar ytri aðstæður okkar eru mjög hag- felldar. Ástandið í efnahags- og at- vinnumálum er til að mynda með miklum ágætum núna. Hér er ekk- ert atvinnuleysi, ríkissjóður er rekinn með afgangi og hagvöxtur er með því mesta sem þekkist á byggðu bóli. Segja má að hér drjúpi smjör af hverju strái. Kaup- máttur almennings er einnig meiri en nokkru sinni fyrr. Þessar hag- felldu aðstæður skapa okkur tæki- færi til að sækja fram og gera enn betur en gert gefur verið. Við sjálfstæðismenn erum tals- menn stöðugleika í stjórnarfari og efnahagslífi. Kosningar til Alþingis nú, aðeins ári eftir síðustu kosn- ingar, eru ekki gott innlegg í það. Óstöðugleiki í stjórnarfari fælir frá bæði innlenda og erlenda fjárfesta sem draga mun úr hagvexti sem og að hætta er á að atvinnutæki- færi tapast. Eðlilega er fólk áhyggjufullt yfir stöðunni í íslenskum stjórnmálum í dag. Við sjálfstæðismenn vonumst til þess að í kjölfar komandi kosn- inga komist á festa á nýjan leik. Það ástand sem skapast hefur í íslenskum stjórnmálum er í boði Bjartrar framtíðar. Ég vænti þess að kjósendur hafi það í huga í næstu Alþingiskosningum. Eftir Jón Gunnarsson » Segja má að hér drjúpi smjör af hverju strái. Kaupmáttur almennings er einnig meiri en nokkru sinni fyrr. Þessar hagfelldu að- stæður skapa okkur tækifæri til að sækja fram og gera enn betur en gert gefur verið. Jón Gunnarsson Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Áhugaverður valkostur í vegagerð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.