Morgunblaðið - 30.09.2017, Side 41

Morgunblaðið - 30.09.2017, Side 41
2013, fyrst kvenna í Sjálfstæðis- flokknum til þess að leiða kjördæmi í tvö kjörtímabil, var þingflokks- formaður 2010-2012 og iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2013-17. Ragnheiður sat í nefnd um nýtt fæðingarorlof 1999, í samninganefnd ríkisins 1999-2005, var varamaður í jafnréttisráði 2000-2005, varamaður í bankaráði Norræna fjárfestingar- bankans 2002-2006, sat í viðræðu- nefnd um varnarmál 2005-2006, í stjórn Iceland Naturally 2005-2007 og í stjórn Iceland Naturally Europe 2006-2007, í fjölskyldunefnd ríkis- stjórnarinnar 2005-2007 og í Þing- vallanefnd 2009-2013. Ragnheiður starfar nú m.a. að und- irbúningi stofnunar Sjávarklasa í Seattle í Bandaríkjunum að fyrir- mynd Íslenska sjávarklasans. Hún er „Senior Fellow“ við orkudeild banda- rísku hugveitunnar Atlantic Council í Washington DC og situr í stjórn Landsvirkjunar. Ragnheiður segir áhugamálin býsna hefðbundin. Þau snúist fyrst og fremst um gæðastundir með fjöl- skyldu og vinum, lestur, ferðalög og útiveru af ýmsu tagi: „Ég hef hingað til sneitt hjá golfi og öðru slíku þar sem ég hef ekkert haft þörf fyrir tímafrek áhugamál.“ Hvað lestu helst? „Ég hef alltaf haft áhuga á póli- tískri sagnfræði, les mikið ævisögur stjórnmálamanna, íslenskra og er- lendra og þá ekki síst kvenskörunga á því sviði, s.s. um Hillary Clinton og Condoleezzu Rice. Ég hef alltaf verið pólitísk en ætlaði samt aldrei að verða stjórnmálamaður. Mig dreymdi alltaf um að verða sendi- herra og feta embættisveginn. En þegar Geir Haarde bauð mér starf aðstoðarmanns var maður kominn út í hringiðu stjórnmálanna og sá ferill varði í tæp 20 ár.“ Fjölskylda Eiginmaður Ragnheiðar Elínar er Guðjón Ingi Guðjónsson, f. 22.7. 1964, sölustjóri. Foreldrar hans eru Guðjón M. Guðmundsson, f. 13.4. 1942, fyrrv. tannsmiður, lengst af á Akureyri, og k.h., Sveinbjörg Laustsen, f. 27.10. 1946, sem vann við umönnunarstörf, lengst af á Akureyri. Þau eru nú búsett í Kópavogi. Synir Ragnheiðar og Guðjóns Inga eru Árni Þór Guðjónsson, f. 26.8. 2002, grunnskólanemi, og Helgi Matthías Guðjónsson, f. 25.9. 2008, grunnskólanemi. Stjúpdætur Ragnheiðar eru Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, f. 30.6. 1989, flugfreyja í Reykjanesbæ, en maður hennar er Ásgeir Elvar Garðarsson rekstrarstjóri, og Karítas Sveina Guðjónsdóttir, f. 11.5. 1994, nemi í Reykjavík en maður hennar er Alex Lee Rosado, nemi. Systkini Ragnheiðar eru Helga Árnadóttir, 7.12. 1953, ferðaráðgjafi hjá Icelandair, búsett á Seltjarnar- nesi; Þorgrímur St. Árnason, f. 27.2. 1957, öryggisstjóri hjá HS Veitum, búsettur í Reykjanesbæ; Eiríka Guð- rún Árnadóttir, f. 28.1. 1960, farþega- afgreiðslumaður hjá IGS, búsett í Reykjanesbæ Foreldrar Ragnheiðar: Hólmfríður Guðmundsdóttir, f. 22.6. 1928, d. 6.2. 2003, aðalbókari, og Árni Þór Þor- grímsson, f. 6.8. 1931, fyrrv. flug- umferðarstjóri. Þau bjuggu lengst af í Keflavík en Árni er nú búsettur í Reykjavík. Ragnheiður Elín Árnadóttir Elín Ólafsdóttir húsfr. og útvegsb. í Gerðakoti Árni Eiríksson útvegsb. í Gerðakoti Eiríka Guðrún Árnadóttir húsfreyja, Keflavík Þorgrímur St. Eyjólfsson framkv.stj. og kaupm. í Keflavík Árni Þ. Þorgrímsson fyrrv. flugumferðarstj., lengst af í Keflavík Þórdís Sigurðardóttir Vinnuk. á Borgum (fósturmóðir: Jóhanna Andrea Lúðvígsdóttir Knudsen, húsfr. í Keflavík) Eyjólfur Bjarnason vinnumaður á Borgum í Nesjum (fósturfaðir: Þorgrímur Þórðarson læknir og alþm. í Keflavík) Magnús G. Kristjánsson skrifstofustj. í Rvík Sigurður Þorkell Guðmundsson læknir Sverrir Kristjánsson sagn- fr., kennari og rithöfundur Tómasína Krist- ín Árnadóttir húsfr. í Rvík Kristín Ingólfs- dóttir fyrrv. háskóla- rektor Gerður G. Bjarklind fyrrv. þula og dagskrárgerðarm. við RÚV Guðrún Guðmunds- dóttir húsfr. í Rvík Páll Ásgrímsson lögfræðingur Sólveig Pálmadóttir fyrrv. skrifstofustj. í Rvík Ólafía Sigríður Árnadóttir húsfr. í EyjumHelga Möller söngkona Jón Hákon Magnússon framkvæmdastj. KOM Anna Þorgrímsdóttir fyrrv. sölufulltr. í Rvík Elín Pálmadóttir blaðam. og rithöfundur Elísabet Árna- dóttir Möller húsfr. í Rvík Þorbjörg Guðmundsdóttir húsfr. á Flateyri Kristján Ásgeirsson frá Skjaldfönn, kaupm. á Flateyri, bróðurdóttursonur sr. Sveins á Staðastað, föður Hallgríms biskups, og afa Sveins Björnssonar forseta Helga Kristjánsdóttir húsfr. í Rvík Guðmundur Sigurðsson fulltr. í Rvík Hólmfríður Guðmundsdóttir húsfr. í Keflavík og Rvík, bróðurdóttir Péturs bæjarfulltr., afa Áka Jakobssonar alþm., og afa Bergþórs, föður Páls fyrrv. veðurstofustj. Sigurður Þorkell Jónsson forstj. Duus verslunar og kaupm. í Keflavík og Rvík Úr frændgarði Ragnheiðar Elínar Árnadóttur Hólmfríður Guðmundsdóttir aðalbókari í Keflavík ÍSLENDINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017 Guðbrandur Jónsson fæddist íKaupmannahöfn 30.9. 1888,sonur Jóns Þorkelssonar þjóðskjalavarðar og f.k.h., Karólínu Jónsdóttur hárgreiðslukonu, frá Finnastöðum. Meðal systkina Jóns voru Guðrún Þorkelsdóttir, húsfreyja í Stykkis- hólmi, amma Óskars söngvara, Arn- ar hrl. og Hauks tannlæknis Clau- sen; Einar Þorkelsson, skrifstofu- stjóri Alþingis, faðir Þorkels Jóhannessonar læknaprófessors og langafi Berglindar Ásgeirsdóttur sendiherra og Vésteins Lúðvíks- sonar rithöfundar, og Guðbrandur Þorkelsson, verslunarmaður í Ólafs- vík, langafi Friðriks Guðbrandssonar læknis. Fyrri eiginkona Guðbrands var Elísabet Þórunn Vigfúsdóttir og voru dætur þeirra Kristín og Ragn- heiður. Seinni kona hans var Olga Elizabeth frá Suður-Jótlandi. Synir Guðbrands og Sigríðar Bjarnadóttur, saumakonu í Reykja- vík: Jón dýralæknir sem lést í fyrra; Bjarni pípulagningameistari, Logi hrl., og Ingi Steinar vélvirki. Guðbrandur stundaði nám við Lærða skólann og við ýmsar kaþ- ólskar menntastofnanir í Evrópu og háskóla þar og lagði einkum stund á forn kirkjuleg fræði. Hann var lög- giltur dómtúlkur í Norðurlanda- málum, frönsku og þýsku og var pró- fessor að nafnbót. Guðbrandur var aðstoðarmaður í Þjóðskjalasafninu í þrjú ár, meðritstjóri Sunnanfara um skeið, fékkst við afskriftir fornra skjala í Kaupmannahöfn fyrir Þjóð- skjala- og Landsbókasafnið, stundaði blaðamennsku hér á landi og erlend- is, sá um útvarpsþætti í Ríkisútvarp- inu og í erlendum útvarpsstöðvum, hélt fjölda fyrirlestra,víða í Evrópu, var starfsmaður þýska utanríkis- ráðuneytisins í 13 ár og bókavörður við Landsbókasafn Íslands frá 1946 og til æviloka, 1953. Guðbrandur hlaut verðlaun af Gjöf Jóns Sigurðssonar fyrir rit sitt um Hóladómkirkju. Guðbrandur lést 5.7. 1953. Merkir Íslendingar Guðbrandur Jónsson Laugardagur 90 ára Guðberg E. Haraldsson María P.J. Poulsen Runólfur Þórðarson Valdimar Jóhannsson 85 ára Guðrún Guðmundsdóttir Páll Bergsson Sólborg Björnsdóttir 80 ára Guðni Marelsson Helga G. Friðsteinsdóttir Olga Kristín Jónsdóttir Ólafur Jóhannsson Vilberg Alexandersson 75 ára Gróa Berglind Pálmadóttir Guðni Guðmundsson Marcella Iniguez Ólafur Sigurðsson Reynir Rósantsson 70 ára Auður Egilsdóttir Árný Helgadóttir Björgvin E.V. Arngrímsson Einar Bergsson Gunnar Ingi Birgisson Haki G. Jóhannesson María Olgeirsdóttir Páll Jörgen Ammendrup Steindór Pétursson Trausti Rúnar Hallsteinsson Vilborg Karlsdóttir 60 ára Alexander G. Eðvardsson Fjóla Lárusdóttir Guðmundur Ó. Svavarsson Haraldur Eggertsson Hrönn Valentínusdóttir Jónas Rafn Lilliendahl Kristín Dóra Karlsdóttir Sigríður Halldórsdóttir Sigurður Reynisson Þorsteinn Pálmarsson Þórður Sveinsson 50 ára Anna M. Guðjónsdóttir Ásgerður Jóhannesdóttir Ásta Vigdís Jónsdóttir Dorota Krystyna Kasowska Edda Björk Sævarsdóttir Elín Kristín Hreggviðsdóttir Grazyna Bozena Ostalecka Guðný María Jónsdóttir Helgi Hansson Hermann T. Hreggviðsson Hrönn Huld Baldursdóttir Kristín E. Guðmundsdóttir Lilja Böðvarsdóttir Ragnar Antoniussen Sigrún Þorsteinsdóttir Súsanna Gunnarsdóttir 40 ára Andrés Þór Björnsson Arnar Gíslason Birkir Freyr Sigurjónsson Charlotta Oddsdóttir Elí Ingi Ingólfsson Erla Ósk Ásgeirsdóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir Jóna S. Guðmundsdóttir Kathryn E. Gunnarsson Linda H. Björgvinsdóttir Þórey V. Þorgeirsdóttir 30 ára Anna Rawluszko Ásta Júlía Elíasdóttir Guðbjartur F. Guðbjartsson Guðlaug Jökulsdóttir Halla Oddný Magnúsdóttir Helga Jóna Harðardóttir Hulda Sigurðardóttir Högni Kjartan Þorkelsson Karlotta L. Halldórsdóttir Magnús Ágústsson Marsibil Sara Pálmadóttir Reynir Páll Magnússon Svanfríður Hallmundsdóttir Sunnudagur 95 ára Valdimar Auðunsson 90 ára Jóna Traustadóttir Símonía Kristín Helgadóttir 85 ára Erla Karlsdóttir Ingibjörg Eggertsdóttir Selma M. Gunnarsdóttir Þóra Sigurjónsdóttir 80 ára Brynhildur Ögmundsdóttir Einar Róbert Árnason Jónas Guðmundsson Magnhildur Grímsdóttir Oddhildur Guðbjörnsdóttir 75 ára Bernhard Linn Jónína Sigurðardóttir Tómas Rögnvaldsson 70 ára Áslaug Sif Guðjónsdóttir Finnbjörn Gíslason Hilmar Sigvaldason Hrafnhildur K. Óladóttir María Guðmundsdóttir Ólafía Barðadóttir Pétur Björnsson Sigrún Jóhannesdóttir Sveinn Sigurjónsson Una Hlín Gunnarsdóttir Þorgerður Kristjánsdóttir 60 ára Ásthildur Eygló Jensdóttir Benedikt Bjarnason Elín Kristinsdóttir Gíslína I. Sigurjónsdóttir Guðmundur Guðmundsson Hilmar Högnason Ingibjörg Eyjólfsdóttir Ingibjörg Jóhannsdóttir Sigurður M. Þórðarson Sveinbjörg Hallgrímsdóttir 50 ára Árný Marteinsdóttir Guðfinna B. Steinarsdóttir Guðmar Hauksson Halldór B. Lúðvígsson Helgi Árnason Hólmfríður H. Þórsdóttir Hrannar Þór Arason Karl Rúnar Þórsson Kristinn Guðjónsson Krystyna Kaminska Margrét Ó.G. Sívertsen Ólafur Ingvi Ólafsson Sólveig J. Guðmundsdóttir Sveinbjörn Egilson Þröstur Geirsson 40 ára Benjamin Lee Penic Bergrún Brá Kormáksdóttir Guðrún Silja Steinarsdóttir Gunnar S. Sveinbjörnsson Íris Ósk Blöndal Jón Bjarmi Sigurðsson Klæmint H. Isaksen Kolbrún Sveinsdóttir Kristinn Agnar Stefánsson Kristín Inga Arnardóttir Orri Sveinn Jónsson 30 ára Arnheiður S. Gísladóttir Brynja Dröfn Þórarinsdóttir Guðný Jónsdóttir Hjálmar Guðmundsson Jóhanna Marsibil Pálsdóttir Sigurborg Rútsdóttir Símon Símonarson Stefán Jóhann Sigurðsson Valgerður Tryggvadóttir Örvar Hugason Til hamingju með daginn TUDOR rafgeymar TUDOR TUDOR Er fjórhjólið tilbúið fyrir fyrir fjallaferðina? Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu öruggt start með TUDOR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.