Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.09.2017, Blaðsíða 8
Í PRÓFÍL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.9. 2017
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70
hitataekni@hitataekni.is
hitataekni.is
ótorlokar
ir allar stærðir kerfa.
tum einnig boðið mótorloka
llar algengustu gerðir loka
frá öðrum framleiðendum.
Gæðamótorlokar
frá Sviss
M
fyr
Ge
á a
SAMFÉLAGSMIÐLAR Jamie
er mjög virkur á samfélagsmiðlunum
Facebook og Instagram þar sem
hann er með yfir sex milljón fylgj-
endur. Hann er líka vinsæll á
YouTube þar sem hann er bæði
með matarrásina Food Tube
og drykkjarrásina Drinks
Tube.
Allra nýjasta viðbótin
hans er að eiga sam-
skipti við aðdáendur
sína í gegnum Face-
book Messenger. Þeir
senda honum bara
tjákn eða „emoji“ af
innihaldsefni sem þeir hafa
hug á að elda úr og fá umsvifalaust
senda uppskrift til baka. Sniðug leið
til að ná til fólks og ætti einnig að
höfða til yngra fólks. Allt liður í stöð-
ugri herferð Jamie til að fá fleira fólk
til að elda mat frá grunni.
Uppskrift
í skilaboðum
JAMIE OLIVER er fæddur og uppalinn í þorpinu Clavering í Essex í Englandi.
Foreldrar hans ráku pöbb og veitingastað sem bar nafnið The Cricketers. Þar
fékk hann tækifæri til að æfa sig í eldhúsinu ungur að aldri. Hann sagði í viðtali
við Guardian að hann hefði ungur unnið á pöbbnum fyrir vasapeningum og
fengið eitt pund á klukkutímann. Foreldrar hans hefðu alla tíð lagt hart að sér í
vinnu og hann hafi erft vinnusiðferðið frá þeim.
Fyrsta starf hans sem kokkur var sem eftirréttakokkur á veitingastað Ant-
onio Carluccio á Neal Street. Þar fékk hann fyrst reynslu í því að elda ítalskan
mat og kynntist mentor sínum, Gennaro Contaldo, en þeir starfa náið saman
enn. Eftir það fór hann til River Café í Fulham sem aðstoðarkokkur. Þar tók
BBC eftir honum eftir að hann kom fram í heimildarmynd um veitingastaðinn
sem kallaðist Jól í River Café. Árið 1999, tveimur árum síðar, var frumsýndur
sjónvarpsþátturinn The Naked Chef, Nakti kokkurinn, á BBC, og mat-
reiðslubók með sama nafni varð metsölubók og fór á toppinn í Bretlandi. Hann
gerði tvær þáttaraðir af Nakta kokknum til viðbótar en færði sig síðan yfir til
Channel 4.
Fyrsti þátturinn hans þar hét Jamie’s Kitchen en í
þeim fylgdust áhorfendur með Jamie opna fyrsta veit-
ingastaðinn sinn. Veitingahúsið Fifteen í London er
ekki gróðafyrirtæki heldur góðgerðarstarfsemi en í
þáttunum tók Jamie að sér að kenna fimmtán atvinnu-
lausum ungmennum að verða færir atvinnukokkar.
Síðar voru opnaðir fleiri veitingastaðir með þessu nafni
og síðan hefur margt ungt fólk gengið í gegnum þessa
þjálfun.
Árið 2008 opnaði Jamie fyrsta veitingastað sinn undir nafninu Ja-
mie’s Italian. Nú er þetta keðja á fjórða tug veitingastaða og var einn
slíkur staður opnaður hér í sumar á Hótel Borg.
Jamie hefur gert fjölmarga sjónvarpsþætti frá því Nakti kokkurinn
sást fyrst. Sá nýjasti er gerður samhliða nýútkominni bók hans, 5 in-
gredients: Quick & Easy Food. Hann átti að gefa út bók um Ítalíu á
undan þessari en sú stóð eitthvað í honum og hann skrifaði þessa á að-
eins fjórum mánuðum. „Þessi bók vildi vera skrifuð. Hún var eins og
snjóflóð og orkan sem ég fékk frá samstarfsfólki mínu var geggjuð.
Við erum með matarstílista sem prófa allt en svo fara uppskriftirnar
til einhverra í fyrirtækinu, sem elda ekki svo mikið. Næst fara þær til
ókunnugra, bæði kokka og ekki kokka. Það að eitthvað geti mistekist í
eldamennsku er mér alltaf ofarlega í huga. Þegar fólk spyr mig: af
hverju selurðu svona margar bækur? Þá svara ég: gaur, við prófum
uppskriftirnar fimm sinnum í fyrirtækinu og tvisvar með ókunnugum.
Hver einasta uppskrift sem ég skrifa kostar mig 1.800 pund,“ sagði hann
í nýlegu viðtali við Sunday Times en á gengi dagsins í dag eru þetta ríf-
lega 250.000 krónur. Þetta er væntanlega ein ástæða þess að fólk
treystir uppskriftunum hans svona vel. ingarun@mbl.is
Nakti hugsjóna-
kokkurinn
Jamie Oliver
Gennaro
Contaldo
er mentor
Jamies Oliver.
’Við prófum uppskriftirnarfimm sinnum í fyrirtækinuog tvisvar með ókunnugum.Hver einasta uppskrift sem ég
skrifa kostar mig 1.800 pund
Ferillinn hófst með
þessari bók en bækurnar
eru nú orðnar 20 talsins.
ÁSTIN Jamie kvæntist Juliette Norton í júlí árið
2000. Eins og aðdáendur hans vita gengur hún aldrei
undir öðru nafni en Jools. Þau kynntust árið 1993 þeg-
ar þau voru bæði 18 ára. Þau eiga fimm börn saman
en þau heita Poppy Honey Rosie (15 ára), Daisy Boo
Pamela (14 ára), Petal Blossom Rainbow (átta ára),
Buddy Bear Maurice (sex ára) og River Rocket Blue
Dallas sem er nýorðinn eins árs.
Þau búa í stórborginni London en eiga hús nærri
þorpinu sem Jamie ólst upp í og fjölskyldan fer þang-
að þegar tækifæri gefst um helgar og í fríum. Hann
sagði í viðtali við Guardian að hann vildi að börnin sín
upplifðu að eiga frjálslega æsku í sveitinni. Þau kynn-
ast náttúrunni, planta grænmeti og hlaupa um. Hann
segir að börnin séu allt önnur þegar þau dvelji í Essex.
Þó þau eigi næga peninga hefur Jools sagt að öll
börnin hafi notað sömu barnafötin og hún gæti ekki
hugsað sér að kaupa Dior-barnasokka.
Hún hefur í nokkur ár hannað fatalínu fyrir börn
yngri en fimm ára fyrir Mothercare og setti þau skil-
yrði að ekkert mætti kosta meira en 15 pund, eða um
2.100 krónur. Jools og Jamie byrjuðu saman átján ára gömul.
AFP
Eiga fimm börn
Betri skólamat
Jamie vill að börn borði hollan mat.
HEILBRIGÐI Maturinn sem
Jamie Oliver eldar er oftar en ekki
hollur og er hann þekktur fyrir að
elda allt frá grunni. Hann hefur verið
ötull baráttumaður fyrir betri mat í
skólum og var fylgst með þessari veg-
ferð hans í þáttunum Jamie’s School
Dinners (2005). Hann skoraði drasl-
fæðið á hólm og sýndi að hægt væri
að bjóða upp á hagstæðar og hollar
máltíðir í skólum sem börn hefðu
ánægju af því að borða. Allar götur
síðan hefur Jamie barist fyrir því að
draga úr offitu barna og ungmenna.
Hann vill jafnframt að börn fái ókeyp-
is máltíðir í skólum. Hann samdi ít-
arlega aðgerðaáætlun gegn offitu
barna í samvinnu við David Cameron,
en hún komst ekki til framkvæmda að
fullu þegar Teresa May tók við.