Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.09.2017, Blaðsíða 34
LESBÓK Ari Bragi Kárason, Snorri Sigurðarson, Kjartan Valdemarsson, Róbert Þórhallsson og Einar Scheving leika tónlist af glæstum ferli Miles Davis á
Tíbrár-tónleikum í Salnum í kvöld, laugardag, kl. 20. Sérstakur gestur
tónleikanna er bandaríski saxófónleikarinn Phil Doyle.
Heiðra Miles Davis í Salnum
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.9. 2017
Í ljóðabókinni Öskraðu gat á myrkrið, semkom út fyrir tveimur árum, fjallaði BubbiMorthens um myrkan tíma í lífi sínu, tíma
neyslu og óreglu, óreiðu og angistar. Í nýrri
ljóðabók, sem hann kallar Hreistur, yrkir
Bubbi Morthens um þann tíma er hann var far-
andverkamaður, fór á milli plássa eftir því sem
vinna gafst, vertíð fyrir vestan, síðan fyrir aust-
an, bjó í verbúðum í Eyjum, Bolungarvík, í
Neskaupstað og Höfn og víðar eftir sem vinna
gafst. Tímann þegar Bubbi varð til, eins og
hann orðar það í spjalli.
Ort í áratugi
Bubbi segir að það hafi verið átak að yrkja um
þennan tíma og þá aðallega vegna þess að hann
hefur í raun verið að yrkja um hann í áratugi og
syngja þau ljóð og þurfti því að finna nýjar hlið-
ar á sögunni. „Ég þurfti að skauta framhjá öllu
sungna efninu, finna nýjan flöt, fleiri myndir og
meiri dýpt, en um leið samt að tengja, samt að
geta sagt: Þessi mynd, hún er í rauninni mynd-
in af Hrognin eru að koma.
Þegar ég var að vinna að Öskraðu gat á
myrkrið voru þessi ljóð við hliðina ásamt öðrum
bálki sem ég hef verið að vinna sem tengist að
einhverju leyti trú og flóttafólki. Svo sá Silja
Aðalsteinsdóttir bút úr Hreistri og sagði: þetta
er málið, þetta skaltu klára. Ég tek mark á
fóstru, fór að skoða þetta og ákvað að taka alla
þessa staði sem ég var að yrkja um og steypa
þá í eitt.“
- Hreistur byrjar á fyrsta degi á nýjum stað:
„ég vakti fyrstu nóttina / muldrandi ofaní kodd-
ann.“
„Opnunin er bæði Austfirðir og Bolungarvík,
þessi stóru fjöll sem voru eins og stofuveggir og
eftir fjóra daga fór maður að verða hálf par-
anoid út af þessum fjöllum. Ég hugsaði: ef ég
byrja þar þá get ég unnið mig í gegnum þessi
lög. Svo sat ég við frá nóvember fram í júní og
vann að ljóðunum, stundum marga klukkutíma
á dag og stundum einn en ég var að vinna við
þau á hverjum degi.
Svo rifjuðust upp allskonar myndir eins og til
dæmis Ósvörin við Bolungarvík, ég yrki um
hana og tengi hana við verbúðina sem lekur og
svo er ég staddur í þessum tóftum sem voru
einu sinni verbúð þar sem menn voru að róa á
árarbátum í skinnklæðum. Þetta var helvíti
skemmtilegt ferðalag og ég rifjaði upp alls-
konar týpur inni í hausnum á mér.“
Hreisturhirðingjar
- Eins og þú nefnir þá hefur þú í raun verið að
yrkja þessa bók í áratugi og svo tengir þú ljóðin
saman við textana með því að skjóta inn setn-
ingum úr þeim hér og þar.
„Þetta eru lyklar sem ég set inn í ljóðin og
síðan geta menn séð að ég er líka að vitna í
uppáhaldsskáldin mín, Hannes Sigfússon, Sig-
fús Daðason, Jón úr Vör og Huldu.“
- Þú varst farandverkamaður, eða hreistur-
hirðingi eins og þú nefnir það í bókinni.
„Því meira sem ég vann úr þessu fann ég bet-
ur að ég var í raun af seinustu kynslóðinni af
aldagamalli hefð sem er horfin. Hún hvarf nán-
ast daginn sem kvótinn var settur á.“
- Hvernig var sá Bubbi sem birtist þér þegar
þú leist til baka?
„Ein hliðin er sakleysi, algjört sakleysi, önn-
ur hliðin er gríðarlegur ótti og vanlíðan, en
þriðja hliðin er glerharður töffari sem muldi
óttann og sakleysið undir sig, það var lamið nið-
ur.
Ég var sextán ára þegar ég kom til Bolung-
arvíkur og strax kominn inn í söguheim, það
voru allir að segja sögur: þessi bátur fór niður í
Halaveðrinu og þessir bátar fóru niður í öðru
veðri og margir drukknuðu á þessari vertíð –
þetta var eins og að vera kominn á vígvöll, eins
og að fara í styrjöld.
Týpurnar sem maður mætti, þessir hálf-
þursar, þessir jötnar, maður sá þá sem jötna.
Þeir voru með framhandleggi eins og Popeye
og lúkur sem voru hálfkrepptar, fingur sem
voru sverari en nokkuð sem maður hafði séð og
rosalegan kjaft og klám. Þetta voru menn þar
sem skrifað var á ennið: ekkert undanhald,
ekkert undanhald gagnvart karlmennskunni.
Maður lærði strax að það var bara já og amen,
að hlusta og horfa, því það þýddi lítið að koma
og ætla að segja mér líður ekki vel eða eitthvað
svona, það gekk ekki.“
Börn á verbúðum
„Þegar ég horfi til baka er ég mest hissa á að
þjóðfélagið skuli hafa samþykkt þetta, að börn
skuli hafa verið sett á verbúðir. Ég man þegar
maður kom á verbúð fyrst og fór að spekúlera í
þeim sem þar voru: Menntamenn sem höfðu
lesið yfir sig, menn sem maður þekkti áður og
eftir og síðan einstaklingar sem maður skynjaði
einhvern ægilegan harm hjá, einn hafði búið á
verbúðinni í átta ár, og síðan allir þessi krakkar
sem voru að koma úr einhverjum hryllingi að
heiman. Síðan var náttúrlega líka alheilbrigt
fólk sem var að koma til að ná sér í peninga.
Þetta samfélag var með ólíkindum. Þetta
rifjaðist allt upp fyrir mér meðan ég var að
yrkja og ég spurði sjálfan mig: hver myndi trúa
þessu?“
Vitnisburður um veröld sem var
„Aðalpælingin hjá mér var að búa þessa bók til
sem vitnisburð um þessa veröld sem er horfin,
um þetta samfélag sem er horfið og kemur ekki
aftur. Það sem er svo merkilegt við það, ef við
hugsum aðeins til baka, að það var samfélag
sem í rauninni hafði lifað í þeirri mynd frá því á
sextándu eða sautjándu öld.
Ég var að vinna með öldruðum manni fyrir
vestan, miklum jaxli, og foreldrar hans voru í
vistarböndum, en vistarbönd var fínt orð yfir að
vera þræll. Pabbi hans þurfti að róa á vertíðum
og hluturinn hans fór til bóndans.
Þessi bók er saga líka, en fyrir 30, 40 eða 50
árum hefði hún ekkert verið merkileg, bara
verið hluti af daglegu lífi. Í dag stingur hún í
stúf við það sem er að gerast í þessum ljóða-
heimi, þetta er vitnisburður um heim sem er
horfinn.“
Bubbi Morthens
horfir til baka í
nýrri ljóðabók.
Morgunblaðið/Eggert
Veröld sem var
Í ljóðabókinni Hreistri yrkir Bubbi Morthens um þann tíma er hann var farandverkamaður, hreisturhirðingi. Hann segist
hafa tilheyrt seinustu kynslóðinni af aldagamalli hefð sem sé horfin; hann hafi tilheyrt samfélagi sem komi ekki aftur.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
’ Þetta samfélag var með ólík-indum. Þetta rifjaðist allt uppfyrir mér meðan ég var að yrkjaog ég spurði sjálfan mig: hver
myndi trúa þessu?