Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.09.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.09.2017, Blaðsíða 14
Í mínum huga er betrun eitthvað sem þarfað eiga sér stað yfir lengri tíma og ermál fleiri en þeirra sem sitja í fangelsi og vinna í fangelsi. Það verður enginn betri maður meðan hann er inni í fangelsi því það er erfitt að sýna fram á það meðan maður er innilokaður og í takmörkuðum tengsum við aðra. Hann getur ekki sýnt fram á það fyrr en hann er kominn út úr fangelsinu, og þá þarf samfélagið að vera tilbúið til þess að taka á móti honum, það er svo allt önnur spurning. Hvort og þá hvernig almenningur er tilbúin að líta á það,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismála- stofnun. „Þættir sem geta unnið að betrun fanga innan fangelsisins eru til dæmis í gegnum nám, meðferð á brotatengdum þáttum svo sem andfélagsleg viðhorfum og þjálfun í fé- lagslegri færni og við þurfum klárlega að vinna betur í því að fangar geti tekist á við undirliggjandi vímuefnavanda og tilfinn- Anna Kristín Newton segir að margfalda þyrfti stöðugildi sálfræðinga innan Félags- málastofnunar. Erfitt sé að sinna öllum, líka þeim sem þurfa þess með. Anna Kristín Newton segir raunverulega betr- un að miklu leyti verða utan fangelsisins. Ofbeldismenn ekki alltaf með sálfræðiaðstoð ingavanda sem við vitum að er oft grunn- urinn að því að fólk leiðist út í afbrot. Þótt tækifæri til náms hér á landi séu betri en á mörgum öðrum stöðum, er það svo að margir þeirra eiga erfitt með nám, hafa flosnað upp úr skóla og þurfa mikinn stuðn- ing. Margir eiga líka erfitt með að nýta sér námið því önnin byrjar í september og henni lýkur ekki fyrr en í janúar og kannski er önnin hafin þegar fólk hefur afplánun og þá er erfitt að koma inn í það. Við þurfum að Thinkstockphoto BETRUN 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.9. 2017 Það sem er sláandi er hve þetta er illa sett-ur hópur á heildina litið. Sama hvar bor-ið er niður; þetta er hópur sem er á botni íslensks samfélags þótt vissulega séu und- antekningar. Og það er til marks um stöðu þeirra að meira að segja í afplánuninni telur allt að 40% fanganna ekki ólíklegt að þeir fremji aftur afbrot þegar út er komið,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og af- brotafræði við Háskóla Íslands, sem komið hef- ur að rannsóknum á stöðu fanga með ýmsum hætti síðustu ár og áratugi. „Að undanförnu hef ég heimsótt fangelsin með breskum afbrotafræðingi í tengslum við rannsókn sem við erum að vinna að. Hann þekkir til fangelsa víða erlendis og við skoðum íslensku fangelsin í samanburði við önnur lönd. Nemendur mínir hafa einnig gert rannsóknir í fangelsunum og fyrir tveim árum skrifaði Hild- ur Hlöðversdóttir meistararitgerð í félagsfræði sem kom beint inn á aðlögun fanga að samfélag- inu að lokinni afplánun sem og félagslegan bak- grunn þeirra. Þær niðurstöður hafa lítið verið kynntar opinberlega en margt áhugavert kom fram, ekki síst í ljósi þess að við náðum til 75% fanga sem sátu inni á þeim tíma.“ Menntunarstaðan slæm Spurningarnar lutu að föngunum sjálfum, stöðu þeirra, hvernig þeir litu á afplánunina og að snúa til baka út í samfélagið. „Í ljós kom að 80% fanganna höfðu einungis grunnskólapróf og margir þeirra ekki einu sinni lokið grunnskólanum. Menntunarstaða okkar fanga er lakari en hjá hinum norrænu þjóð- unum, það leiddi samnorræn könnun í ljós fyrir 10 árum, og það virðist ekki hafa breyst mikið miðað við þessa nýju mælingu. Það sem er hins vegar ánægjulegt er að mun fleiri fangar stunda nám en áður. 20 prósent fanga stunduðu nám 2006 en um helmingur fanganna sagðist stunda nám í fangelsi. Þeir sögðu að námið hjálpaði sér ekki bara að fá vinnu heldur einnig að byggja upp sjálfstraust. Námið er meira og minna allt bóklegt á fram- haldsskólastigi en við sáum mikinn áhuga með- al fanga að komast í verknám, sem hentar mörgum þeirra kannski betur.“ Telja líklegt þeir brjóti aftur af sér Stór hluti fanga, um 40%, telur líklegt að hann brjóti aftur af sér. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir þetta allt of hátt hlutfall. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur hefur að undanförnu heimsótt íslensku fangelsin. Helgi Gunnlaugsson og Anna Kristín Newton segja bæði að vefsíður eins og Stöndum saman, sem birta myndir af dæmdum níðingum og nafngreina, skili ekki þeim árangri sem verið sé að leita eftir, hvorki gagnvart brotamönnum né gagnvart því að takast á við vandann. Helgi segir hættu á að slíkt leiði til aukinnar brennimerkingar og útskúf- unar brotamanna úr samfélaginu sem geri þá um leið hættulegri fyrir vikið. „Það er hætta á að þetta leiði til auk- innar brennimerkingar og útskúfunar úr samfélaginu og þessir einstaklingar verði hættulegri fyrir vikið,“ segir Helgi. „Maður skilur allar þessar tilfinningar fólks en ef menn eru virkilega að hugsa þetta til að draga úr brotum eða fæla brotamenn frá er sú hætta alltaf fyrir hendi að menn verða bitrir og reiðir og haldi brotum sínum áfram og það er eitthvað sem við viljum ekki sjá. Í Bandaríkjunum, þar sem er kynferð- isbrotamenn eru nafngreindir af ríkinu (Megan’s Law), hefur þetta ekki skilað þeim árangri sem menn eru að leita eftir og ekki fækkað brotum.“ Anna segir að þetta geti haft áhrif á möguleika brotamanna á betrun. „Fólk hefur sínar ástæður fyrir því að vilja halda þessum síðum úti en ég dreg verulega í efa að það sé að skila nokkru jákvæðu. Kynferðisbrotamenn upplifa sig enn meira á jaðri og í einhverjum tilfellum tel ég að þetta geti orðið til þess að þeir fremji frekar aftur brot. Maður tekur það til baka ef maður brýtur gegn einhverjum, þú losnar aldrei alveg undan því en fólk þarf að geta bætt við sig öðrum merkimiðum, sýnt fram á að það sé traustur vinur, góður starfskraftur, eitthvað annað en bara þessi eini stóri stimpill.“ Ekki forvarnargildi í nafnbirtingum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.