Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.09.2017, Blaðsíða 23
24.9. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Fyrir 4-6
700-800 g kaldur soðinn lax
4 harðsoðin egg skorin í
báta
½ agúrka í sneiðum
1 sítróna í sneiðum
Ein askja tómatar
1 bolli sveskjur
SÓSA
2 dl majónes
2 dl þeyttur rjómi
1 msk. sítrónusafi
2 tsk. sætt sinnep
sykur á hnífsoddi
bragðbætt með salti og pip-
ar eftir smekk, betra minna
en meira
Laxinn er soðinn eða
bakaður í ofni og látinn
kólna. Öllu blandað sam-
an sem á að fara í sósuna.
Helmingnum af sósunni
er blandað saman við nið-
urskorinn laxinn, eggin og
hluta af grænmetinu og
sveskjunum. Afgangurinn
af grænmetinu er notaður
til að skreyta réttinn með,
ásamt sítrónusneiðunum
og sveskjunum. Sósan
sem eftir verður er borin
fram með laxinum.
Fallegt er að bera rétt-
inn fram á blaðsalati.
Hann er líka afar góður
með kældu hvítvíni. Rétt-
urinn getur staðið einn og
sér sem forréttur eða
sem aðalréttur og þá er
gott að bera fram hrís-
grjón með honum.
Kaldur laxaréttur
Fyrir 4
600 g lambakjöt í bitum (súpukjöt)
3 meðalstórar rófur
6 meðalstórar gulrætur
1 stór dós grænar baunir
hveiti eftir þörfum
3-4 tsk. sykur
salt og pipar eftir smekk
Kjötið er soðið 10 mínútur og þá er rófunum og gul-
rótunum bætt út í pottinn í passlega stórum bitum. Allt
soðið saman í 20-30 mínútur í viðbót. Síðan er búin til
sósa. Þá er hveiti blandað saman við löginn af grænu
baununum og álíka miklu af kjötsoðinu og búinn til
hveitijafningur. Honum er síðan bætt út í pottinn ásamt
blandaða grænmetinu. Öllu hrært vel saman og látið
malla í nokkrar mínútur. Smakkað til með salti og pipar.
Danskt frikkasé
Fyrir 6
1 lítri mjólk,
100 g spínat (1 poki )
80 g sykur
2 dl rjómi
½ dl sítrónusafi
Mjólkin er soðin með sykrinum
við vægan hita þar til hún fer að
þykkna vel eða í u.þ.b. 40 mínútur.
Þá er spínatið sett saman við og
látið malla áfram í 5-10 mínútur í
viðbót. Rjómanum og sítrónusaf-
anum því næst hrært saman við
blönduna og látið sjóða áfram í
2-3 mínútur, síðan er potturinn
tekinn af hitanum.
Best er að setja spínatmjólkina
beint í skálarnar sem bera á hana
fram í og kæla hana í 1-2 klukku-
tíma í ísskáp.
Spínatmjólk
ég myndi nú draga franskar vöfflur þá myndi ég
falla á prófinu því ég var veik þegar þær voru
kenndar. En það var einmitt það sem ég dró.
Ekki leist mér nú á blikuna en mundi þá allt í
einu að ég hafði séð þetta gert einu sinni. Það
bjargaði mér alveg en eitthvað hefur for-
stöðukonan aumkað sig yfir mig því hún sendi
vinkonu mína með gaffal til mín sem sagði mér að
pikka kökurnar til þess að fá þær réttar áður en
þar færu í ofninn, annars myndu þær eyðileggj-
ast. Þarna var ég heppin og þetta bjargaðist nú
allt saman og ég fékk góða einkunn á prófinu,“
segir Ingibjörg. Spurð um hvort hún hafi svo
bakað franskar vöfflur eftir þetta segist hún hafa
gert það fyrstu árin en svo ekki meira. En hún
nýtti sér vel flestar þær uppskriftir og lærdóm
sem hún fékk frá húsmæðraskólanum og eru
uppskriftabækurnar hennar enn notaðar í fjöl-
skyldunni.
Samstíga systur
Uppáhaldsmatur systranna Jóhönnu Guðríðar
Linnet og Ragnheiðar Linnet, dætra Ingibjarg-
ar, þegar þær voru að alast upp var danski frik-
kasé-rétturinn frá langömmu þeirra og kaldur
laxaréttur sem mamma þeirra gerði mikið.
Báða réttina elda þær fyrir sínar fjölskyldur.
Jóhanna og Ragnheiður hafa mjög svipaðar
minningar um matinn sem þær fengu í barn-
æsku enda stutt á milli þeirra og svo hafa þær
svipaðan matarsmekk. „Mamma bjó til mjög
góðan mat og passaði upp á að hafa hráefnið
gott. Hún var með matjurtagarð og þótti okkur
systrunum gaman á sumrin að ná í kryddjurtir
og salat til að hafa með matnum. Við höfum báð-
ar verið með matjurtir í okkar görðum og finnst
ljúft að geta trítlað út í garð fyrir mat og náð í
eitthvað ferskt og gott,“ segir Ragnheiður.
Þegar þær eru spurðar út í fleiri matarhefðir í
fjölskyldunni nefna þær báðar ris à la mande, eft-
irrétt sem tengist góðum minningum og samveru
stórfjölskyldunnar í gegnum tíðina. „Þessi eft-
irréttur kom frá Ingibjörgu langömmu í móður-
ættinni og er enn í miklu uppáhaldi í allri fjöl-
skyldunni. Við höfum ekki séð þessa útgáfu
annars staðar. Hann var alltaf hafður á gamlárs-
kvöld, þá kom stórfjölskyldan saman og lagði
saman í heljarinnar veisluborð,“ segir Ragnheið-
ur. Það sem gerir eftirréttinn frábrugðinn hinum
upprunalega að sögn Ragnheiðar er að í honum
eru portvínslegnar sveskjur. Soðin hrísgrjón eru
blönduð léttþeyttum rjóma með vanilludropum
og möndluflögum. Þeyttur rjómi settur yfir í lokin
og svo sveskjurnar ásamt leginum hafðar með.
Spurðar út í sunnudagsmatinn segjast þær
oft hafa lambalærið hennar mömmu og þær
leggja báðar töluvert upp úr því að leggja fal-
lega á borð. „Við notum stundum silfurborðbún-
aðinn, höfum kertaljós og afskorin blóm. Þetta
er hefð sem við tökum frá mömmu en hún náði
alltaf að skapa mikinn hátíðleik, t.d. um jólin og
á sunnudögum og hún sagði að mamma sín
hefði gert það sama,“ segir Jóhanna Guðríður.
Greinin er unnin sem hluti af skóla-
verkefni höfundar í blaða- og frétta-
mennsku við Háskóla Íslands.
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“