Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.09.2017, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.9. 2017
VETTVANGUR
S
tjórnmálamenn vinna fyrir
og í umboði þjóðarinnar.
Stjórnarslit og afleiðingar
þeirra verður að skoða í
því ljósi. Þótt stjórnarslit séu áfall
fyrir okkur sem störfum á vett-
vangi stjórnmálanna er tjónið
vegna þeirra borið af fólki og fyr-
irtækjum í landinu.
Í reynd hefur óstöðugt stjórn-
arfar ríkt í landinu með hléum frá
fjármálaáfallinu 2008. Óstöðugt
stjórnarfar elur af sér óstöðugleika
í viðskiptum, áætlanir raskast, fjár-
festingar tefjast eða eru slegnar út
af borðinu. Fyrir almenning í land-
inu er þetta oft ósýnilegur kostn-
aður. Fólk finnur hins vegar hratt á
eigin skinni gengisbreytingar, verð-
bólgu og vexti. Til lengri tíma dreg-
ur úr fjárfestingu í ríkjum sem búa
við óstöðugt stjórnarfar, aðgangur
að lánsfjármagni skerðist með til-
heyrandi áhrifum á hagvöxt og lífs-
kjör í landinu.
Það verður þess vegna að sýna
kjósendum tilhlýðilega virðingu
þegar stjórnmálamenn taka þátt í
ríkisstjórn. Þegar Björt framtíð
ákvað að slíta stjórnarsamstarfinu,
án samtals við þá sem sumir liðs-
menn hennar töldu að hefðu brotið
trúnað, og Viðreisn ályktaði í kjöl-
farið fram á nótt, höfðu formenn
beggja þessara flokka vitað af mál-
inu í nokkra daga án þess að hafa
gert um það athugasemdir við for-
sætisráðherra. Í kjölfar þessa gerði
Viðreisn ýmsar kröfur um marg-
víslegar rannsóknir á málinu sem
erfitt var að festa hendur á. Um-
boðsmaður Alþingis hefur síðan
komist að þeirri
niðurstöðu að
dómsmálaráð-
herra hafi ekki
brotið trúnað og
ekki sé ástæða til
að hefja frum-
kvæðisathugun á
málinu.
Auðvitað setj-
um við ekki verð-
miða á traust.
Upplifun Bjartrar
framtíðar um
trúnaðarbrest er
ekki léttvæg og
ég hef enga þörf
fyrir að gera lítið úr henni. Ég geri
hins vegar kröfu um hvernig fólk
vinnur úr slíkri upplifun þegar það
á sæti í ríkisstjórn; hvort það er
gert af yfirvegun eða í fáti. Það er
sjálfsögð krafa, og raunar skylda
sem hver og einn ætti að finna hjá
sjálfum sér, að afdrifaríkar ákvarð-
anir sem þessar séu eingöngu tekn-
ar af fullri yfirvegun, eftir vandlega
athugun og samtal við þá sem hlut
eiga að máli. Það var ekki gert.
Ríkisstjórn Íslands er ekki
áhugamannafélag og það er van-
virðing við fólkið í landinu að láta
eins og hún sé það. Til lengri tíma
grefur hegðun sem þessi ekki bara
undan þeim flokkum sem hana
stunda heldur öllu stjórnmálastarfi
í landinu. Sjálf varð ég fyrir von-
brigðum með samráðherra mína í
samstarfsflokkunum, þar sem ég
þekkti þá ekki að öðru en vönd-
uðum vinnubrögðum, sýn og rök-
festu.
Það hefur verið gagnrýnt að
stjórnmálamenn hugsi til skemmri
tíma. Langtímastefnumótun skorti.
Að vissu leyti má taka undir þessa
gagnrýni. Ljóst er að sífelld stjórn-
arslit og stutt kjörtímabil gera ekki
annað en að magna þennan fylgifisk
lýðræðislegra kosninga. Ráðuneyti
mitt hafði unnið að stórum verk-
efnum í ferðaþjónustu eins og lang-
tímastefnumótun, þolmarkarann-
sóknum, breytingum á skipan
ferðamála og eflingu markaðsstofa,
svo dæmi séu tekin. Verkefni á
borð við uppbyggingu þriggja fasa
rafmagns, flutningskerfi raforku,
úttekt á nýsköp-
unarumhverfinu og
fleiri munu nú í
besta falli tefjast.
Af þeirri ástæðu sé
ég eftir því að geta
mögulega ekki
fylgt þessum verk-
efnum eftir og
tryggt framgang
þeirra og annarra
brýnna úrlausna,
framfara og úrbóta
til handa almenn-
ingi í landinu.
Við sjálfstæð-
ismenn horfumst
hins vegar óhikað í augu við þá
stöðu sem nú er uppi og verkefnið
framundan. Við göngum bjartsýn
til kosninga, þar sem við fáum von-
andi umboð til að vera áfram kjöl-
festan í íslenskum stjórnmálum og
halda áfram með verkefnin, sam-
félaginu til heilla. Ég er klár í þá
baráttu og það samtal.
Fát á kostnað fólksins
’ Það er sjálfsögðkrafa, og raunarskylda sem hver ogeinn ætti að finna hjá
sjálfum sér, að af-
drifaríkar ákvarðanir
sem þessar séu ein-
göngu teknar af fullri
yfirvegun, eftir vand-
lega athugun og samtal
við þá sem hlut eiga að
máli. Það var ekki gert.
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadóttir
thordiskolbrun@anr.is
Morgunblaðið/Eggert
Svanhildur Hólm Valsdóttir,
lögfræðingur og aðstoðarmaður
fjármálaráð-
herra, skrifaði á
Facebook á
mánudags-
morgni: „Það er
allavega ágætt að
geta gengið að
því að sumt breytist ekki neitt.
Ég uppgötvaði sem sagt í dag,
þegar ég var alveg brjáluð að leita
að bílnum mínum í götunni, að ég
hafði gleymt honum niðri í bæ. Á
föstudagsmorguninn.
Til hamingju ég.
(Af tvennu illu er samt eiginlega
skárra að týna bílnum en lykl-
unum.)“
Þórdís Gísladóttir, rithöf-
undur og skáld, tísti: „Gæti alveg
trúað að smá-
börn sem eru í
beinni á sam-
skiptamiðlum
núna, í allskonar
ástöndum, hóp-
málsæki for-
ráðamenn sína eftir nokkur ár.“
Nanna Rögnvaldardóttir
matargúrú með meiru rifjar upp
gamla tíma á Facebook: „Var af
einhverri undarlegri ástæðu að
reyna að rifja upp í gærkvöldi tvö
spil sem ég spilaði oft hér áður
fyrr og komst að því að ég var að
rugla þeim eitthvað saman í koll-
inum á mér. Held reyndar að ég
sé búin að rifja upp hvernig Al-
þýðubandalagsspilið er (spurning
hvort ég gæti samt spilað það því
ég á engan eldspýtustokk) en
hvernig maður spilaði Gömlu
jómfrú er gjörsamlega stolið úr
mér, nema ég man hvað maður
gerði þegar maður lagði niður
síðasta spilið. Kann einhver
Gömlu jómfrú?“
Katrín Jakobsdóttir, formað-
ur Vinstri-grænna, tísti í vikunni:
„Verkefni: Að synir mínir verði
ekki karlar sem finnst þeir þess
umkomnir að vera alltaf að segja
konum hvað þær eiga að segja.“
Og Brynjar Níelsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, hafði
þetta að segja á Facebook og tók
fram að ekki
væri allt slæmt
sem kæmi frá Pí-
rötum: „Ung Pí-
ratakona var
með skemmti-
legar leiðbein-
ingar til flokksfélaga um hvernig
eigi að ná til „úti á landi fólksins“
sem ekki á tölvur og skilur ekki
„mím“ eða hvað felst í því að end-
urræsa Ísland. Svo sakar þetta fólk
mig um hroka og yfirlæti! Trúir
því virkilega einhver að þetta
ágæta fólk, sem þrífst í upplausn-
arástandi, geti rifið sig eitt augna-
blik frá tölvunni og gert landi og
þjóð gagn?“
Andri Ólafsson, samskipta-
stjóri VÍS, tísti um vinsælt íslenskt
majónessalat:
„Geggjaðasta
branding move
of all time?
Þegar hræra af
Gunnars majó-
nesi, Ora græn-
um og SS hangikjöti var skírð
„Ítalskt salat“.“
AF NETINU
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Ný kynslóð
málningarefna
Eru rakavandamál?
u Almatta síloxan útimálningin hleypir rakanum út en ekki inn.
u Fæst einnig teygjanleg á netsprungna fleti
u Einstök lausn á steypta veggi og
múrklæðningar sem eru
einangraðar utanfrá
SÍLOXAN