Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.09.2017, Blaðsíða 12
BETRUN
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.9. 2017
S
taða fólks sem situr inni fyrir afbrot er þannig að það
þarf oft mikla aðstoð við að vinna í því að verða betri
þjóðfélagsþegnar. Betrun þýðir þá að horfast í augu
við glæp sinn, taka ábyrgð á gjörðum sínum og
verða ólíklegri til að brjóta af sér aftur.
Betrun á sér þó ekki bara stað innan fangelsis heldur skiptir
máli hvernig samfélagið tekur á móti brotamönnum, að þeir
geti aðlagast samfélaginu en upplifi sig ekki sem ótínda glæpa-
menn sem eiga sér hvort sem er engrar viðreisnar von, og geti
því allt eins haldið áfram í glæpunum. Verulega skortir á stuðn-
ing til að brotamenn geti eignast líf víðsfjarri glæpum en eins
og staðan er núna er það sama fólkið sem er aftur og aftur að
brjóta á borgurunum. Um leið telja sérfræðingar að lang-
stærstur meirihluti brotamanna vilji vera staddur annars stað-
ar í lífinu. Þann vítahring virðist vera erfitt að stöðva.
Hindranir í vegi betrunar
Í íslenskum fangelsum afplána brotamenn mislanga dóma af mismunandi toga. Stærstur hluti þeirra á það þó sameiginlegt
að langa til að vera staddir annars staðar og mjög stór hluti er ekki viss um að annað bíði þeirra en frekari glæpir.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Fangavist þarf að hafa innihald og það erakkúrat það sem vantar í fangelsiskerfiðhjá okkur. Þar af leiðandi eru þetta meira
eins og geymslur en betrunarstofnanir,“ segir
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Af-
stöðu, félags fanga á Íslandi, en sjálfur afplánar
hann á Kvíabryggju.
„Hver og einn sem kemur í fangelsi er með
einhvers konar vandamál, raskanir, félagslegan
vanda og svo framvegis og það þarf að gera per-
sónulega vistunaráætlun fyrir hvern og einn.
Það er tilfinning manns að fleiri en færri fari í
gegnum fangavist án þess að hitta nokkurn tím-
ann sálfræðing, þrátt fyrir að hafa jafnvel beðið
um það. Það eru margir sem vilja aðstoð til að
vinna í sínum málum en fá hana ekki. Og einnig
margir sem þurfa aðstoð en vilja hana ekki en
þeir ættu samt að fá hana líka.“
Hvað telur þú mikilvæga þætti til að stuðla að
betrun fanga?
„Fjölskyldutengsl og styrkingu fjölskyldu-
banda, verknám og starfsþjálfun, meðferðir og
annað í þeim dúr. Námið finnst mér hvorki fugl
né fiskur. Það eru jú ákveðin grunnfög sem þú
getur farið í en þú kemst aldrei neitt áfram með
námið í gegnum fangelsi. Okkur vantar að fang-
elsin semji við vinnustaði og fræðslumiðstöðvar
um að hanna hvers konar minni og styttri nám-
skeið sem veita til dæmis fagréttindi. Hópurinn
sem er í fangelsi er kannski ekki beint hópurinn
sem er sterkur í bóklegu námi og það er það
eina sem kennt er í fangelsunum í dag. Þarna
eru rangar áherslur.“
Viðmót samfélagsins mismunandi
Guðmundur Ingi segir sveitarfélögin hafa
brugðist í þessum málum; að taka vel á móti
fólki að lokinni afplánun. Fangar séu geymdir á
stað þar sem ekkert er um að vera og það sé erf-
itt að koma út eftir þá dvöl. Þeir endi á fé-
lagslegri framfærslu til lengri tíma eða alla ævi
og stór hluti heldur áfram í glæpum, sem kosti
alla alveg ofboðslega peninga.
„Viðmót samfélagsins gagnvart föngum er
mismunandi og fer eftir anda samfélagsins
hverju sinni. Mér finnst það þó hafa verið að
lagast. Fólk er að átta sig á að það græða allir á
að unnið sé að betrun brotamanna. Nú hefur
mikið verið rætt um uppreist æru fyrrverandi
fanga og sú umræða fór úr góðri baráttu gegn
barnaníði í almennar nornaveiðar. Þetta hefur
mikil áhrif á alla andlega sem sitja af sér dóm.
Ég hef fengið mikið af símtölum og tölvupóstum
frá föngum, fyrrverandi föngum og aðstand-
endum þeirra. Fólk er hrætt um að missa það
góða sem það hefur byggt upp; í tengslum við
þetta horfir það upp á að geta ekki unnið við það
sem það hefur kannski lært og elskar.
Á sama tíma er ég alveg sammála að það þarf
að breyta þessu fyrirbæri, uppreist æru, þar
sem fólk skilar inn meðmælabréfum sem segja í
raun ekki neitt. En manni finnst skrýtið að fólk
einblíni á að brotamenn fái ekki uppreist æru en
sé sama þótt meðferðum fyrir kynferðisbrota-
menn sé svona ábótavant og menn komi út eins
eða jafnvel verri.“
Misskilningur hvað betrun er
Guðmundur Ingi upplifir það að raunverulegur
áhugi stjórnvalda á málaflokknum sé lítill. „Al-
vöru betrunarstefna fækkar endurkomum í
fangelsin, minnkar kostnað lögreglu, dómstóla,
heilbrigðiskerfisins og almannatrygginga auk
þess að fækka brotaþolum. Ef við komum heil út
getum við unnið og farið að borga skatta og allir
vinna. En það gætir hreinlega mikils misskiln-
ings um hvað betrun er. Stjórnvöld telja að opin
fangelsi, rafrænt ökklaband og samfélagsþjón-
usta séu betrun en það er misskilningur. Þrepa-
kerfið gerir ekkert gagn ef fangelsisvistin er
innihaldslaus og byggir einstaklinginn ekki upp,
svo við komum ekki út og verðum hornreka í
samfélaginu. Fangelsisyfirvöld þurfa líka að
upplýsa hvað er um að vera í fangelsunum og
fræða stjórnvöld um hvað best er að gera hverju
sinni. Við erum svo lítið land að það er hægt að
gera þetta betur. Við erum með umgjörðina fyr-
ir betrun en það vantar sérfræðiþekkinguna, of
fáir vita um hvað hún snýst. Ég sæi fyrir mér að
sú þekking gæti líka komið að utan því hún er
mun meiri erlendis og við getum ekki verið það
stolt að halda að við getum gert allt best sjálf.“
Meiri geymsla en betrun
Formaður félags fanga á Íslandi
telur íslenska fangelsisvist
innihaldslitla. Fanga skorti
tækifæri til að betrumbæta sig.
„Það eru margir sem vilja aðstoð til að vinna í
sínum málum en fá hana ekki,“ segir Guð-
mundur Ingi Þóroddsson.
’Nú hefur mikið verið rættum uppreist æru fyrrverandifanga og sú umræða fór úr góðribaráttu gegn barnaníði í al-
mennar nornaveiðar. Þetta hefur
mikil áhrif á alla andlega sem
sitja af sér dóm. Ég hef fengið
mikið af símtölum og tölvu-
póstum frá föngum, fyrrverandi
föngum og aðstandendum þeirra.