Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.09.2017, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.09.2017, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2017 ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 LAUGARDAG, SUNNUDAG &MÁNUDAG 25% AF ÖLLUM VÖRUM GOCRAZY GILDIR EKKI UM VÖRUR Á ÁÐUR NIÐURSETTU VERÐI Til að Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík gangi sem skyldi starfa um 70 sjálfboðaliðar við undirbún- ing og framkvæmd hennar. Í ár var farin sú leið að hafa samband við Félag eldri borgara sem auglýsti eftir sjálfboðaliðum gegnum vef sinn. Viðbrögðin voru góð og fimm sjálfboðaliðar koma úr hópi ís- lenskra eldri borgara, en annars eru sjálfboðaliðarnir mikið til ungt fólk sem jafnvel kemur erlendis frá til að starfa við hátíðina. Verkefni sjálfboðaliðanna eru af ýmsum toga, allt frá prófarkalestri yfir í miðasölu og símsvörun. Þeir eru nokkurs konar allsherjar redd- arar og því vel við hæfi að fá fólk með reynslu af lífinu til starfa. Júlíana Pálsdóttir starfaði til margra ára við innritun farþega og uppgjör hjá Flugfélagi Íslands og Flugleiðum en er nú hætt að vinna. „Ég varð sjötug í sumar og langaði að gera eitthvað. Það vakti áhuga minn að fylgjast með hvernig svona hátíð færi fram. Svo kynnist maður mörgu fólki. Þetta er eins og að vera komin til útlanda því hér tala allir ensku. En það er bara fínt, maður er þá ekki heima að rolast á meðan,“ segir Júlíana. Guðbjörg Betsy Petersen er lærður gullsmiður og auk þess upp- eldis- og menntunarfræðingur en hætt störfum. „Þetta er nú bara forvitni fyrst og fremst,“ segir hún spurð að því hvað rak hana til að gerast sjálfboðaliði hjá RIFF. „Maður þarf alltaf að halda hausn- um á sér í lagi. Þá fer maður ann- aðhvort á námskeið eða gerir eitt- hvað svona sem maður hefur ekki gert áður. Þetta er svo gaman, margir ungir krakkar að vinna við hátíðina sem er gaman að kynnast,“ segir Guðbjörg en hvorug þeirra segist vera sérstaklega mikið fyrir bíó. Sjálfboðaliðastarfið snúist meira um að prófa eitthvað nýtt og hafa nóg fyrir stafni. RIFF stendur frá 28. september til 8. október og má nálgast dagskrá og kaupa miða á www.riff.is. Eldri borgarar bjarga RIFF Auglýst var eftir sjálfboðaliðum til starfa fyrir RIFF á vef Félags eldri borgara. Guðbjörg og Júlíana vilja báðar hafa nóg að gera og voru fljótar að bjóða sig fram þegar kallað var eftir eldri borgurum til starfa við RIFF. Kadri Vaas skipuleggur starf sjálfboðaliðanna á RIFF. Hér er hún með sjálfboðaliðunum Margréti Sigurðardóttur, Guðbjörgu Betsy Petersen og Júlíönu Pálsdóttur. Morgunblaðið/Golli Fréttaritari Morgunblaðsins í Neskaupstað skrifaði frétt af flóttakind í nóvember 1970. Fréttin byrjar á þeim orðum að rollur séu í sjálfu sér ekki stór- merkilegar skepnur en því bætt við að rollan sem fjallað sé um í fréttinni sé sannarlega stór- merkileg. „Hún tapaðist árið 1964 og kom ekki fram í göng- um fyrr en árið 1968. Þá náðist hún og var í fjórum reifum. Eigandinn, Ragnar Ágústsson, sagðist hafa tekið af kindinni 10 kg af ull. Sama ár um haustið slapp hún úr girðingu, og náðist ekki fyrr en nú í haust, og var þá með þessa myndarlegu gimbur. Hefur ær þessi allan þennan tíma gengið í Norðfjarðarhorni. Í fyrra sáust þar um 19 kindur, en aðeins þessi eina kom nú fram. Voru hún og lambið afar stygg og erfitt að komast að þeim, sem þó tókst. Ekki vildi eigandinn setja þessa frægu á aftur á í haust og var henni lógað ásamt lambinu. Vó skrokkur ærinnar um 40 kg og lambið 26 kg og er það óvenjumikill fallþungi.“ GAMLA FRÉTTIN Merkileg flóttakind Áfangagilsrétt á Landmannaafrétti. Flóttakindin er ekki á myndinni. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ÞRÍFARAR VIKUNNAR Gaspard Ulliel leikari Alain Delon leikari Gísli Örn Garðarsson leikari og leikstjóri

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.