Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.09.2017, Blaðsíða 30
V
ið lítum gjarnan um öxl og leitum
fordæma þegar stærri atburðir
verða. Gjósi fjall er nærri mönnum
að horfa á fyrri gos sömu eld-
stöðvar eða gos í fjöllum áþekkrar
gerðar. Slíkur samanburður er
hjálplegur og losar um bábiljur, ótta og ímyndanir.
Þetta á líka við þótt forspárgildi þess liðna sé minna
en menn vildu. Sum gos standa stutt þótt áður hafi
sama fjall gosið lengi. Stundum gerir það hlé og gýs
svo á ný og kannski úr öðrum gíg. En stundum verð-
ur hlé svo langt að fjallið telst hafa lagst í dvala og
spúi það síðar sé það sérstakt gos.
Pólitíkin
Tilburðir í stjórnmálum eru ekki ósvipaðir og líka þar
kemur fyrir að menn sjái ekki út úr augum fyrir því
sem spúist um allt. Og þar er líka litið til baka og
reynt að líkja eftir þekktum fordæmum eða hafa hlið-
sjón af þeim.
Leikmönnum þykja eldfjöll gjósa að tilefnislausu.
Og þeim þykir sprengjugos sérdeilis hættuleg. Til-
efnislaus sprengigos koma einnig fyrir í stjórnmálum
og ólíkt jarðfræðingum þá þurfa spekingar um
stjórnmál að finna skýringar á því. Núverandi stjórn
sprakk fáum dögum eftir stefnuræðu forsætisráð-
herra. Við það tækifæri sagði sérfræðingur „RÚV“
að stjórnin sigldi lygnan sjó. Hann hafði varla lokað
munninum er óvænt sprengjugos varð í litlum gíg. Í
öskuna var skrifað að ríkisstjórnin væri fallin.
Forsætisráðherrann og annar ríkisstjórnaroddvit-
inn, Bensi frændi, komu af fjöllum. Þeirra skjálfta-
mælar höfðu ekki gefið neitt til kynna. Hvorki
skjálfta eða þrýsting í iðrum Bjartrar framtíðar. Þar
hafði allt verið með kyrrum kjörum síðan Björt kom
sér aftur úr kjólnum.
Sláandi fordæmi
En hvert má leita til að finna fordæmi sem svipar til
þeirra atburða, sem urðu í síðustu viku?
Árið 1979 urðu hræringar í stjórnmálum sem um
margt minna á þá atburði sem nú urðu, þótt sumt sé
með öðrum brag. Þær urðu á svipuðum árstíma eða
hinn 5. október það ár. Þriggja flokka stjórn sat í land-
inu eins og nú og oddvitar hinna flokkanna voru teknir
í rúminu. Eins og nú. Flokkurinn sem gaus, Alþýðu-
flokkurinn, var að vísu gamall í hettu. En þingflokkur
hans var það ekki. Flokkurinn hafði bólgnað mjög út í
kosningunum 1978, ekki síst fyrir tilverknað Vilmund-
ar Gylfasonar sem komið hafði eins og eldflaug inn í
íslensk stjórnmál. Margir óreyndir þingmenn og upp-
reisnargjarnir sátu í þingflokknum. Þeir töldu sig eiga
stuðning í ritstjóra Alþýðublaðsins. Vilmundur hafði
ekki löngu áður sótt mjög hart að gömlum nágranna
sínum, Ólafi Jóhannessyni, þá dómsmálaráðherra, og
gengið mjög langt og æði persónulega.
Viðreisn, annar af tveimur litlum stjórnarflokkum
nú, hafði í aðdraganda kosninga ráðist af mikilli heift
og óbilgirni á formann Sjálfstæðisflokksins, einkum á
netmiðli Hringbrautar, sem flokkseigandi Viðreisnar,
Helgi Magnússon, hefur tangarhald á. Áberandi er, í
þessari fallbaráttu ríkisstjórnarinnar, í hversu marga
hringi Benedikt hefur snúist í afstöðu sinni til hruns
hennar. Þegar hann frétti fyrst af brotthlaupi B.F.
kannaðist hann ekki við neinn trúnaðarbrest. Eftir
fundi með „ráðgjafaráði Viðreisnar“ kom allt annað
hljóð í strokkinn. En í gær þegar Benedikt var spurð-
ur um afstöðu Umboðsmanns Alþingis um fullkominn
skort á trúnaðarbresti af hálfu dómsmálaráðherra þá
vísaði hann öllum ásökunum á ný heim til Björtu og
vildi ekkert við þær kannast.
Það var einnig áberandi að Óttarr Proppé leiðtogi
B.F. (smáflokkurinn virðist líka hafa stjórnarfor-
mann!) var ekki glaðbeittur í umræðu um brott-
hlaupið. Hann hafði jú vitað um hinn meinta „trún-
aðarglæp“ í fjóra daga án þess að hósta honum upp.
Hliðsetning hans minnir einnig á atburðina 1979 þeg-
ar allar meginákvarðanir um hlaup úr ríkisstjórn voru
teknar þegar formaður Alþýðuflokksins, Benedikt
Gröndal, var erlendis.
Lýsing Valdatafls
Í bókinni Valdatafl í Valhöll, sem kom út árið 1980 eru
upphafsorðin þessi: „Sjónvarpið rauf dagskrá sína
föstudagskvöldið 5. október, og þulur tilkynnti að
þingflokkur Alþýðuflokksins hefði samþykkt á fundi
sínum þann sama dag að leggja fyrir flokksstjórn Al-
þýðuflokksins, að flokkurinn drægi ráðherra sína úr
ríkisstjórninni og legði til, að þing yrði rofið og efnt
til nýrra kosninga.“ Þarna er sami óvænti bragurinn
og nú. Það þarf að rjúfa dagskrá eins og gert er við
jarðskjálfta eða eldgos. B.F. hljóp út úr ríkisstjórn-
inni eftir miðnætti! Fréttablaðið, sem var komið vel
áleiðis með prentun blaðs síns, náði að henda forsíðu
af hluta upplags síns og prenta nýja. Var það
myndarlegt af blaðinu.
Á sömu síðu Valdataflsins segir að hugmynd að
stjórnarslitum hafi verið mikið rædd í þingflokknum
nokkuð áður, „en þar sem Benedikt Gröndal (for-
maður flokksins (innsk) var staddur á Allsherj-
arþingi Sameinuðu þjóðanna, var ákveðið að fresta
ákvörðun í málinu. Þegar Benedikt kom heim, var
honum gefinn kostur á því að bera fram tillögu þessa
efnis og það gerði hann síðan á þingflokksfundinum
5. október.“
Þetta minnir einnig á að þennan föstudag sem B.F.
lét til skarar skríða vissi forsætisráðherra ekki ann-
að en að hann mundi verða á leið á fund í Sameinuðu
þjóðunum!
Leikir Ólafs
Haustið 1979 var Ólafur Jóhannesson ekkert að flýta
sér að biðjast lausnar, en gerði það eftir fáeina daga.
Forseti Íslands veitti forsætisráðherra umbeðna
lausn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og óskaði þess
jafnframt að ráðuneytið sæti uns annað væri mynd-
að. Engin delluumræða fór þá fram um það atriði,
Ljósritunarvélin er
ekki endilega flinkur
fararstjóri
’Hvorugur smáflokkurinn hafði úr háum söðli að detta og um leið og kannanir sýndu að fjaraði undan smælkinu fóru menn á taugum. Það er
hin raunverulega ástæða brotthlaupsins.
Hvers vegna má fullyrða það? Vegna
þess að ástæðan sem gefin var upp stenst
ekki lágmarksskoðun. Það liggur nú fyrir.
Reykjavíkurbréf22.09.17
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.9. 2017