Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.09.2017, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.09.2017, Blaðsíða 15
’ Það getur farið svo að ein-hver komi inn fyrir heim-ilisofbeldi eða annað ofbeldi ogfari í gegnum kerfið án þess að hitta sálfræðing og við höfum þá bara því miður ekki ráðrúm til þess að sinna því. endurhugsa hvernig nám fyrir þennan hóp á að líta út, ég vil ekki missa það nám sem við höfum en myndi vilja geta boðið upp á nám sem hentar þessum einstaklingum betur, þá til dæmis styttra nám. Ég vann lengi í fang- elsum erlendis og þar var föngum kennt að pípuleggja, leggja flísar, vinna jarðvinnu, eitthvað sem þeir gátu tekið með sér út í samfélagið að afplánun lokinni.“ Væri gott við værum 10-12 Getur fangelsisvist breytt fólki? „Ein og sér gerir hún það ekki. Með betr- un erum við að tala um að fólk haldi ekki áfram að brjóta af sér og það er samvinnu- verkefni. Það er engin sálfræðimeðferð sem ég þekki til sem læknar fólk ef það er ekki til að vinna með í þeirri meðferð. En það er náttúrlega vinnan okkar, að mótivera ein- staklinga og margir eru tilbúnir að taka ábyrgð á gjörðum sínum. En það sem reynist okkur sem samfélagi erfitt er að við fáum ekki alltaf að sjá það sem við viljum kalla til að mynda iðrun. Það er áhættusamt að opna sig fyrir almenningi þegar maður hefur brot- ið af sér, jafnvel þótt maður iðrist þar sem sumir hafa þá skoðun að ekki sé hægt að „bæta fyrir“ brotið. Það er erfitt að stíga fram og taka á ábyrgð á brotum sínum þar sem álit og viðhorf annarra er oft erfitt að takast á við. Iðrun er því ekkert endilega sýnileg uppi á borðum en það þýðir ekki að hún sé ekki stundum til staðar.“ Anna er einn þriggja sálfræðinga sem starfa innan Fangelsismálastofnunar en þeir sinna 600 manns í mismiklum mæli. Þar eru 200 fangar í afplánun en aðrir skjólstæðingar eru þeir sem hafa fengið reynslulausn, eru á áfangaheimilum og sinna samfélagsþjónustu. Þá eru tveir félagsráðgjafar innan stofnunar- innar. Sálfræðingarnir voru tveir þar til ný- lega. Til samanburðar er um einn fé- lagsráðgjafi á hverja 20 fanga í Danmörku. Má ekki leiða að því líkum að margir verði útundan í því að fá sálfræðiaðstoð í afplánun? „Þrátt fyrir að hafa fengið auka sál- fræðigildi náum við ekki að sinna fólki eins og við myndum vilja. Það hefur verið sett í forgang að þeim sem brjóta kynferðislega af sér, einkum og sér í lagi gegn börnum, sé boðin sálfræðimeðferð og eða eftirfylgni. Flestir eru tilbúnir að þiggja meðferð en hversu margir nýta sér það algjörlega til fulls er ekkert nákvæmlega það sama.“ Hvaða hópa þarf að setja í forgang? „Ég myndi auðvitað vilja segja alla. Við er- um kannski alltaf að reyna að ná til þeirra sem veitast að öryggi annarra. En við verð- um að forgangsraða. Það er ekkert leynd- armál og við veitum þá aðstoð sem við getum miðað við þær aðstæður sem við stöndum frammi fyrir. En við myndum náttúrlega vilja geta gert meira og gert betur, yfir lengri tíma. Þá bjóðast oft það fáir tímar þegar þetta eru mál sem er ekki hægt að leysa í nokkr- um viðtölum. Það þarf að mynda meðferð- arsamband sem tekur tíma, og svo að vina í þeim þáttum sem skipta máli og draga úr frekari skaða. Mér þætti mjög gott ef við værum 10-12 á meðferðarsviði til að byrja með, til að geta sinnt þeim þáttum sem ég held að öllum finnist skipta máli. Við vitum að 70-80 prósent fanga sem sitja inni hafa átt við alvarleg geðræn vandamál að stríða af einhverjum toga. Mikill kvíði og þunglyndi sem fylgir og svo þessi mikli vímuefnavandi og erfiðlaleika alveg frá æsku og áföll, sem hátt hlutfall okkar skjólstæðinga hefur sem þyrfti að vinna í.“ Enginn greiða leið út í samfélagið Þú talar um að kynferðisbrotamenn séu í for- gangi með að njóta sálfræðiaðstoðar. Hvað um menn sem hafa hlotið dóm vegna heim- ilisofbeldis? Geta þeir sem koma inn fyrir of- beldisdóm farið í gegnum afplánun án þess að hitta nokkurn tímann sálfræðing? „Því miður hafa þeir ekki verið í forgangi hingað til. Það getur farið svo að einhver komi inn fyrir heimilisofbeldi eða annað of- beldi og fari í gegnum kerfið án þess að hitta sálfræðing og við höfum þá bara því miður ekki ráðrúm til þess að sinna því, við höfum þurft að draga línuna einhvers staðar og í augnablikinu er það fólk með langa ofbeld- isdóma, 4-5 ár eða meira, sem hefur verið í forgangi. Það hefur líka orðið vakning í heimilisofbeldismálum undanfarið, ekkert langt síðan að fangelsisdómar fóru að falla að einhverju ráði í þeim flokki svo við verðum kannski bara að herða okkur þar, ekki bara gagnvart heimilisofbeldi heldur hjá þeim sem beita almennt ofbeldi.“ Vill vera staddur annars staðar Anna segir að opinberar stofnanir og kerfið þurfi að vinna betur saman. „Þetta er ekki mjög stór hópur sem við þurfum að sinna og við ættum að geta sinnt honum betur en við sem samfélag erum að gera. Við getum gefið fólki þann möguleika að sýna fram á að það hafi breyst en það þýðir að einhvers staðar þarf það að fá að búa, einhvers staðar þarf það að fá að vinna og í einhverjum sam- félögum þarf það að búa. Það eru til nokkuð góðar og öruggar leiðir til að gera það. Í Kanada, Bretlandi, jafnvel Bandaríkjunum hafa verið settir upp hópar sem hafa það að markmiði að taka á móti einstaklingum úr fangelsi, gefa þeim tækifæri í eins öruggum aðstæðum og hægt er. Meirihluti fanga vill vera staddur annars staðar í lífinu en þar sem hann er, og þeir hafa sínar væntingar og þrár eins og við öll, að geta lifað góðu heil- brigðu lífi þótt það slæðist einn inn á milli sem er ekki staddur þar. Við sjáum það hins vegar skýrt í sumum málum að okkur reynist sem samfélag erfitt að finna einstaklingum sem hafa brotið gegn öðrum samastað í samfélaginu.“ Áttu þá við kynferðisbrotamenn? „Það er auðvitað erfiðasti flokkurinn og maður getur alveg skilið það tilfinningalega. En það er ekki einskorðað við kynferðisbrot, í raun eiga engir einstaklingar sem hafa farið inn í fangelsi mjög greiða leið aftur út í sam- félagið og það hefur klárlega áhrif á mögu- leika þeirra á betrun. Ég held þó að við sem samfélag viljum gera betur.“  Þættir sem vinna að betrun eru til dæmis nám, meðferð, þjálfun í fé- lagslegri færni og vímuefnameðferð og að geta tekist á við tilfinn- ingavanda.  Tækifæri til náms eru betri en á mörgum stöðum hérlendis en margir eiga erfitt með að nýta sér námið.  70-80% fanga hafa átt við erfið geðræn vandamál að stríða.  3 sálfræðigildi eru á um 600 skjól- stæðinga sem eru þá bæði fólk í af- plánun, á reynslulausn, áfangaheim- ilum eða að sinna samfélagsþjónustu.  Oft bjóðast föngum aðeins fáir tímar þegar málin eru þess eðlis að þau verða ekki leyst í nokkrum við- tölum.  Tveir félagsráðgjafar sinna sama fjölda en í Danmörku er einn fé- lagsfræðingur um hverja 20 fanga. Of fáir tímar fyrir erfið mál 24.9. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Háar tölur komu upp þegar skoðað var hvort hópurinn hefði verið greindur með einhvers konar persónulegan vanda. „Meira en helmingur fanganna sagðist hafa neytt fíkniefna daglega fyrir afplánunina og rúmur þriðjungur áfengis sem eru sláandi töl- ur. Við spurðum einnig hvort þeir hefðu fengið einhverja formlega greiningu og fram kom að um 70% þeirra höfðu fengið greiningu. Um 17% allra þeirra sem svöruðu höfðu verið greindir með lesblindu, 5% með skrifblindu, 20% með of- virkni og 28% með athyglisbrest og margir fleiri en eina greiningu. Þetta er stór hluti af þeirra vanda og hvers vegna þeir eru í fangelsi.“ Hvernig gengur þeim fyrir utan nám að ná betrun í vistinni? „Við spurðum fangana hvort þeir hefðu feng- ið meðferðar- eða vistunaráætlun í afplán- uninni. Um helmingur sagðist ekki hafa fengið slíka áætlun sem var áskilin í þáverandi lögum um fangelsi. Ríkisendurskoðun gagnrýndi þetta í ítarlegri skýrslu um fangelsismál árið 2010. Vistunaráætlun snýr m.a. að meðferð- aráætlun fanga, aðstoð við að aðlagast sam- félaginu og hvort viðkomandi þurfi á vímuefna- meðferð eða sálfræðiaðstoð að halda. Meðferð og áætlun þar að lútandi ætti að vera hluti af af- plánuninni en ekki hefur verið unnt að verða við því á fullnægjandi hátt, væntanlega vegna manneklu og fjárskorts. Við höfum hins vegar séð í heimsóknum okk- ar síðustu mánuði í fangelsin mikinn velvilja starfsfólks í garð fanga. Að afplánunin komi þeim sem best og breski afbrotafræðingurinn hafði einmitt orð á þessu. Reynt er að útvega mönnum eitthvað við að vera í fangelsunum þótt alltaf megi gera betur. Íslensku fangelsin einkennast af jákvæðum anda starfsfólks, vina- legu og persónulegu viðmóti við fanga, fram yfir mörg þeirra erlendu. Í litlum fangelsum skap- ast yfirleitt meiri möguleikar á að nálgast manneskjuna sjálfa.“ Erfitt að vinna úr stöðu sinni Mjög stór hluti fanga sagðist ekki vita hvaða húsnæði eða atvinna biði hans að lokinni af- plánun. „Að vera í slíkri óvissu hjálpar ekki. Margir óttast að í sjálfu sér bíði þeirra ekkert annað en gamla lífið fyrir afplánun, gömlu vinatengslin inn í glæpi eða hreinlega bara gatan. Og hvern- ig bjargarðu þér á götunni? Stór hluti taldi ekki ósennilegt að hann héldi áfram í afbrotum. Maður hefði haldið, í miðri afplánuninni sjálfri, að þeir ætluðu að sjálfsögðu ekki að brjóta af sér aftur. Aðeins helmingur svaraði eins og maður vonaðist eftir – að það væri ólíklegt – og það er alls ekki viðunandi. Enda kom í ljós að 40% fanganna sögðust áður hafa setið í fangelsi, þriðjungur í þriðja til sjötta sinn, sem sýnir hversu mikilvægt er að vinna að betrun. Sama fólkið er aftur og aftur að brjóta á okkur borg- urunum og sjálfum sér til miska, hvort sem er með ofbeldi eða einhvers konar auðg- unarbrotum.“ Stór hluti nefndi að verulega skorti á sálræna aðstoð, bæði í fangelsum og þegar út væri kom- ið. Einnig náms- og starfsráðgjöf. „Yfir helmingur fanga taldi sig ekki fá nægi- lega aðstoð varðandi andlega heilsu sína í fang- elsinu og nær 60% sögðust ekki hafa greiðan að- gang að geðlækni eða sálfræðingi í fangelsinu. Án slíkrar aðstoðar er erfitt að vinna úr stöðu sinni og horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna. Sérhæfð meðferðarþjónusta er dýr og þegar menn ljúka afplánun og þurfa að sækja sér slíka þjónustu er ekkert gefið að þeir fái hana í gegnum heilbrigðiskerfið heldur verða þeir að borga hana sjálfir. Ef þeir fá ekki aðstoð geta alls kyns villuhugmyndir gert vart við sig og það er mjög hættulegt. Æskilegt er þegar út er komið að búa til stuðningsnet sem heldur ut- an um brotamenn til dæmis alvarlega kynferð- isbrotamenn. Í Kanada og víðar er slíka stuðn- ingshópa að finna sem gefið hafa mjög góða raun. Í nokkur ár fylgir stuðningshópur þeim sem lýkur dómi. Öllu skiptir að þeir brjóti ekki af sér aftur og við höfum alla burði til að gera betur. Flestir vilja brjótast úr brotamynstrinu en svo bara reka þeir sig á veggi.“ Fangar vilja bæta sig Öllu máli skiptir hvernig tekið er á móti fólki úti í samfélaginu sem lokið hefur afplánun. „Við erum að plægja jarðveginn fyrir frekari afbrot ef við mætum þeim eingöngu með andúð og fordómum. Íslendingar eru hugsanlega með fyrirvara gagnvart tilteknum brotategundum en ekki föngum almennt. Á Íslandi eru kynferð- isbrotamenn, sérstaklega þeir sem hafa brotið gegn börnum, í mjög erfiðri stöðu. Umræðan eins og hún hefur verið síðustu vikur gagnvart kynferðisbrotamönnum birtist þannig að þetta er hópur sem enginn vill koma nálægt, nánast eins og holdsveikir einstaklingar. Brotin geta verið skelfileg en við megum ekki gleyma manneskjunni sjálfri þótt það geti verið erfitt. Ef menn finna að þeir eru hvergi velkomnir er- um við að grafa okkar eigin gröf og jafnvel ýta undir frekari afbrot. Við fáum það bara í bakið á okkur síðar með einum eða öðrum hætti. Þessir einstaklingar upplifa sig þá sem jaðarhóp og eru líklegri til að halda brotum áfram. Sú hætta er ætíð fyrir hendi hjá þeim sem lokið hafa langri afplánun í fangelsi að enda sem öryrkjar. Þeir ná ekki að aðlagast samfélaginu og enda á framfæri skattborgaranna. Við viljum sjá þessa einstaklinga verða virka og nýta borg- ara. Það er skiljanlegt að sum brot eru for- dæmd en við verðum samt að hugsa málið til enda. Fangar losna út fyrr eða síðar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Markviss endurhæf- ing og betrun dregur verulega úr hættunni á nýjum brotum. Umræða síðustu vikna um brotaþola kynferðisbrota og þöggun er sann- arlega þörf en má ekki verða til þess að ger- endur brota eigi sér hvergi viðreisnar von, loki sig af, og verði hugsanlega hættulegri í fram- haldinu.“ Er hægt að segja að ef menn vilji brjótast úr þessu mynstri sé það það sama og iðrun? „Það er alla vega fyrsta skrefið. Mikill vilji er hjá flestum föngum að bæta sig, það er bara spurning hversu raunhæft það er. Ábyrgðin er mikil hjá okkur sem samfélagi að gera þeim kleift að bæta sig, þeir eru jú í fangelsi á okkar ábyrgð. Kerfið er vanfjármagnað, sérstaklega hvað varðar sérhæfða fagþjónustu, sem kemur niður á betruninni.“ En er hægt að vinna með menn sem vilja alls ekki horfast í augu við brot sín? „Það er erfitt og felur í sér mikla vinnu en við megum ekki gefast upp. Það er ábyrgðarleysi að gera ekkert.“ ’Umræða síðustu vikna umbrotaþola kynferðisbrota ogþöggun er sannarlega þörf en máekki verða til þess að gerendur brota eigi sér hvergi viðreisnar von, loki sig af, og verði hugsan- lega hættulegri.  40% fanga í afplánun telja ekki ólík- legt að þeir fremji aftur afbrot þegar út er komið  70% fanga hafa fengið formlega greiningu, svo sem á lesblindu, skrif- blindu, ofvirkni og athyglisbresti. Marg- ir eru með fleiri en eina greiningu.  Yfir helmingur fanga taldi sig ekki fá nægilega aðstoð varðandi andlega heilsu sína í fangelsinu.  Nær 60% sögðust ekki hafa greiðan aðgang að geðlækni eða sálfræðingi í fangelsinu.  40% höfðu áður setið í fangelsi.  Um helmingur stundar nám en árið 2006 voru aðeins 20% í námi. Úr rannsókninni

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.