Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.09.2017, Blaðsíða 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.9. 2017
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Þarf ég tilvísun?“ spurði móðirin ritara hjá sérfræðilækni þegar panta áttitíma fyrir barn í skoðun. „Nei, nei, þú þarft ekki að koma með tilvísun.Bara ef þú vilt fá tímann ókeypis, þá skaltu koma með tilvísun,“ var
svarið. Líkt og það væri sérstakt áhugamál móðurinnar að „fá eitthvað ókeyp-
is“ frekar en að það ætti að vera sjálfsagt.
Fjöldi foreldra hefur nú rekið sig á vankanta nýs tilvísanakerfis sem tekið
var í notkun í vor. Nú þarf að greiða fyrir öll möguleg læknisverk ef engin til-
vísun fylgir barninu, jafnvel þótt sá læknir sem gefur út tilvísun sé mun verr í
stakk búinn til þess að meta þörfina á aðstoð en sá sem vísað er til. Einhvern
veginn virðast flestir, hvort sem það eru foreldrar eða læknar, upplifa þetta á
sama veg: aukin skriffinnska og
óþarfa læknisheimsóknir … og meira
skutl og vesen sem þjónar ekki til-
gangi fyrir neinn, allra síst börnin.
Foreldri fór með barn sitt á bráða-
móttöku í Fossvogi eftir slæmt höf-
uðhögg og barnið var þar greint með
heilahristing. Nokkrum vikum síðar
komu heilahristingseinkenni aftur
fram og eftir símtal við hjúkr-
unarfræðing í Fossvogi var afráðið að
fara í þetta sinn með barnið á bráða-
móttöku barna á Barnaspítalanum
við Hringbraut. Þar á bæ vildi læknir
vera viss um að ekkert alvarlegt væri
að höfði barnsins og sendi það í sneið-
myndatöku af höfði. Allt leit vel út og barnið var útskrifað. Kom þá í ljós að
greiða þurfti fyrir myndatökuna. Myndatöku af barn sem læknir óskaði eft-
ir og framkvæmd var á spítalanum. Foreldrið spyr hvers vegna þurfi að greiða
fyrir. „Af því að þú ert ekki með tilvísun. Ef þú ert með tilvísun frá heilsugæsl-
unni þá færðu þetta ókeypis.“ Með öðrum orðum var ekki nóg að sérfræðilækn-
irinn sem starfar á Barnaspítalanum mæti stöðuna svo að ástæða væri til
myndatöku. Nei, það hefði þurft að fara fyrst á heilsugæslu (sem eins og flestir
vita er ekki neinn skreppitúr) og fá heimilislækni til að segja barnalækninum,
sérfræðingnum, að hann mætti hafa þá skoðun að þörf væri á myndatökunni.
Hvernig það ferli getur talist „ókeypis“ er óskiljanlegt.
Eitt af því sem við fáum að kjósa um eftir örfáar vikur er heilbrigðiskerfið.
Allir sem tala fyrir því að minnka vesen fyrir fjölskyldur og úthýsa óþarfa
skriffinnsku og kostnaði eiga atkvæði skilið. Og skilningur á orðinu ókeypis
mætti gjarnan fylgja í kaupbæti.
Börn eiga skilið bestu
heilbrigðisþjónustu
sem völ er á.
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Er skriffinnska og
vesen ókeypis?
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’Móðirin spyr hversvegna þurfi að greiðafyrir. „Af því að þú ertekki með tilvísun. Ef þú
ert með tilvísun frá
heilsugæslunni þá færðu
þetta ókeypis.“
Jón Árnason
Já, sama og síðast.
SPURNING
DAGSINS
Ertu búin/n
að ákveða
hvað þú
ætlar að
kjósa?
Claudia Schenk
Ég er ekki með kosningarétt á Ís-
landi en ég veit hvað ég myndi kjósa
ef ég mætti kjósa.
Jón Árni Sigurðsson
Nei, ég er ekki búinn að ákveða,
langt frá því.
Ingveldur Hermannsdóttir
Nei, ég er mjög óákveðin.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Hefur mikið verið um tónlist í sýningum
Leikfélags Akureyrar í gegnum tíðina?
Já, mjög mikið. Þegar litið er til baka finnst manni
þetta vera ótölulegir söngleikir, revíur og fleira sem
sett hefur verið upp. Þessir tónleikar eru því eins
konar hylling afmælisbarnsins á þeim stóru tíma-
mótum að ná 100 ára aldri.
Spannar dagskráin öll þessi 100 ár?
Það má segja að við náum nánast að bíta í bæði haus
og sporð. Ævintýri á gönguför var fyrst sýnt hjá
Leikfélagi Akureyrar 1919, og hefur verið sett að
minnsta kosti þrisvar á svið, en nýjustu lögin verða
úr því stórskemmtilega verki um músina Pílu pínu
sem sett var upp á síðasta ári. Ég er viss um að
margir áhorfenda muni vel eftir mörgum þeirra
laga sem flutt verða á sýningunni í Hofi. Hún
verður skemmtileg og mér finnst mjög gleðilegt
að snemma var uppselt.
Færð þú, Ljóti hálfvitinn og formaður
LA, að syngja eitthvað sjálfur?
Ég fékk reyndar óvænt að syngja eitt lag, en verð hins
vegar fyrst og fremst kynnir. Fæ að líta yfir farinn veg
og rifja upp eitt og annað. Með okkur verða til dæmis
þrír heiðursgestir, leikararnir Saga Jónsdóttir, Sunna
Borg og Gestur Einar Jónasson, sem ég mun spjalla við
á sviðinu áður en brestur á með næsta lagi. Þau eru öll
partur af sögu Leikfélagsins.
Mér sýnist óhætt að segja að einvalalið
verði þarna á sviðinu.
Já, hluti Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands leikur og
þarna verður mjög flott blanda af skemmtilegu listafólki,
bæði evróvisjónstjörnum og heimafólki. Söngvarar eru
Selma Björnsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Andrea Gylfa-
dóttir, Jónína Björt Gunnarsdóttir og Greta Salóme Stef-
ánsdóttir, sem er listrænn stjórnandi sýningarinnar.
Ertu mikill áhugamaður um leikhústónlist?
Já, svo sannarlega. My Fair Lady var fyrsti söngleikurinn sem ég sá og
raunar fyrsta leikhúspplifunin sem ég man eftir. Ég varð beinlínis ástfang-
inn af Ragnheiði Steindórsdóttur og leikritinu sjálfu þegar ég sá það hér í
Samkomuhúsinu. Síðasta setning verksins er greypt í huga mér; þegar Arn-
ar Jónsson dinglaði fótunum og sagði: Elísa, hvar eru inniskórnir mínir? Í
minningunni er þetta frábær sýning.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
ODDUR BJARNI
ÞORKELSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Hyllum af-
mælisbarnið
Forsíðumyndina tók
Kristinn Magnússon
LA Perlur eru revíuskotnir sinfóníutónleikar sem
verða í Hofi á Akureyri á laugardagskvöld. Flutt
verða lög úr verkum sem Leikfélag Akureyrar hefur
sýnt í 100 ára sögu félagsins. Oddur Bjarni Þorkels-
son er formaður LA, kynnir og einn söngvaranna.