Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Blaðsíða 12
Það gleður mig mjög að komatil Íslands og fá að deilareynslu minni og okkar á BBC af því hvernig við höfum unnið að því að jafna hlut til kvenna og karla í fjölmiðlum. Ég veit að þetta er líka málefni sem íslenskir fjöl- miðlar og samfélagið hafa áhuga á og vilja ræða,“ segir Mary Hocka- day, ritstjóri hjá BBC World Ser- vice. Hockaday er væntanleg hingað til lands og mun flytja erindi á fundi um konur og fjölmiðla sem Árvakur býður til 4. október næstkomandi en viðburðurinn er hluti af Fjölmiðla- verkefni FKA og Creditinfo. Hockaday hefur leitt þróun og uppbyggingu BBC World Service undanfarin ár en hún starfaði áður sem yfirmaður BBC Newsroom og hefur starfað hjá breska ríkisútvarp- inu í rúm 40 ár. „Ég er mjög spennt að eiga þetta samtal því á margan hátt höfum við horft til Íslands og fylgst með ýms- um breytingum sem konur hafa knú- ið fram í ykkar samfélagi,“ segir Hockaday sem hefur smástund til símaviðtals í miklum önnum ríkis- útvarpsins breska. Hvað hefur BBC verið að gera til að auka hlut kvenna í fréttaflutningi sínum og umræðuþáttum? „Við höfum unnið að því markvisst um langt skeið; að vera meðvituð um hverjir það eru sem áhorfendur okk- ar og hlustendur sjá og heyra. Það nær þá til þess hverjir vinna á frétta- stofunni og hverjir eru álitsgjafar. Hlutverk BBC sem ríkisfjölmiðils er að þjóna öllum breskum almenningi og því er afar mikilvægt að frétta- flutningur endurspegli samfélagið okkar og áhorfendur okkar, sem eru auðvitað bæði karlar og konur. Við höfum einkum gert tvennt til að jafna hlut kvenna til móts við karla. Annars vegar að vinna að því að jafna kynjahlutföll starfsfólks BBC og þar höfum við náð miklum árangri. Fjölmargar konur skipa mikilvægar stöður, í morgunþáttum í útvarpinu þar sem tveir starfs- menn sjá að jafnaði um þáttinn eru aldrei báðir karlmenn, alltaf karl og kona og við höfum miklu fleiri kven- kyns fréttamenn en við höfðum. Við erum ekki komin þangað að helm- ingur starfsfólks sé konur en þetta er allt á réttri leið.“ Ekki tala alltaf við þá sömu Hitt veigamikla atriðið í að jafna hlut kvenna en ekki síður mikilvægt er að vera meðvitaður um hvaða sér- fræðingum og álitsgjöfum er boðið í þætti BBC. „Þar höfum við unnið mikla vinnu með ritstjórum og hvatt þá til að endurskoða tengiliðaskrá sína, ekki fara bara alltaf í þá sömu sem þeir hafa talað við í tíu ár heldur teygja sig eftir nýju fólki. Einnig höfum við í tengslum við þetta boðið konum sem hafa margt fram að færa, hvort sem er að gefa álit á fréttum eða greina atburði og ástand, úr há- skólasamfélaginu og ýmsum sér- greinum, að vera með okkur dag á fréttastofunni og fá smá þjálfun í að koma fram í fjölmiðlum og fá innsýn inn í það hverju við erum að leita eft- ir þegar við bjóðum fólki á settið til að taka þátt í dagskrárgerðinni. Þetta hefur gefist afar vel og margir kvenkyns sérfræðingur bæst við í umræðuna. Það er fullt af konum sem hafa mikið fram að færa en það þarf oft að ná í þær.“ Hefur tekið langan tíma að breyta þessu? „Þetta er og verður stöðugt ferli en eitthvað sem BBC hefur rætt um og íhugað lengi. Síðustu árin held ég að fókusinn hafi orðið meiri á þessi mál og meiri vilji til að breyta þessu, með raunhæfum verkefnum og hug- myndum sem hafa breytt þessu. Þannig hefur til dæmis verið brugðist við því að konur vanti í yfirmanna- stöður með því að þjálfa konur úr okkar eigin starfsliði til að geta tekið að sér hærri stöður og bjóðum þeim upp á leiðtogaþjálfun, bæði almennt fyrir starfsfólk og einnig prógramm sem er sérstaklega ætlað konum. Okkur finnst mikilvægt að styðja við fólk sem hefur mismunandi bak- grunn, er af mismunandi uppruna og með mismunandi hæfileika.“ Mikill munur á 40 árum Hvað finnst þér mikilvægt að fjöl- miðlar hafi í huga, til að konur séu jafnsýnilegar og karlmenn á skján- um, í útvarpinu og blöðum? „Fyrst þarf fjölmiðlafólk að spyrja sig af hverju það vill hafa það þannig og vera með það á hreinu. Því ef þú veist ekki af hverju þú ætl- ar að hafa hlutfall kynja jafnt í fjöl- miðlum verður það aldrei gert vel. Fyrir mér snýst þetta um að koma samfélag- inu óbrengluðu til skila, spegla okkar áheyrendur og að sýna hina miklu breidd af röddum, hæfileikum og skoðunum sem er til staðar þar úti. Það þýðir að sjálfsögðu ekkert annað en að konur séu með í pakk- anum líka. Ganga þarf úr skugga um að yfir- menn og stjórnendur fjölmiðlanna séu með á nótunum og séu fókuser- aðir á þetta líka og séu tilbúnir til að sýna viljann í verkum. Meðfram því þarf jöfnuðurinn að sjást í launum, það séu sjáanleg merki um vilja til að breyta. Vilji til góðra verka er ekki nóg en án góðs vilja gerist þó ekkert.“ Hvernig er að starfa í fjölmiðlum í Bretlandi sem kona? Hverjar eru helstu áskoranirnar? „Á margan hátt eru það sömu áskoranir og konur, vítt og breitt í samfélaginu þurfa að takast á við. Stundum gleymist að það eru bara 100 ár frá því að engin kona fékk að kjósa. Við höfum komist langt að mörgu leyti, og BBC er komið lengra að vissu leyti því við störfum í almannaþjónustu og erum því mjög meðvituð um ábyrgð okkar. En engu að síður, konur eru að berjast fyrir tilveru sinni á flestum vinnustöðum, að fá að blómstra inn- an um karlkyns vinnufélaga. Og það er enn vinna sem þarf að vinna.“ Hver er helsti munurinn á starfs- umhverfi þínu frá því að þú byrjaðir, 1986, og árið 2017? „Þegar ég byrjaði má segja að hlutirnir hafi verið aðeins farnir að rúlla af stað. Ég byrjaði sem lær- lingur hjá BBC og þegar ég sótti um tóku þeir þrjá nema inn í þá deild sem ég vildi komast í og allt konur, í fyrsta skipti frá upphafi. Dyrnar voru aðeins að opnast en í mörg ár, hins vegar, þegar ég fór að starfa sem yfirmaður, var ég oftast eina konan eða önnur af tveimur, á fund- um með körlum. Mesta breytingin sem ég sé nú er fjöldi kvenna í yfir- mannastöðum. Nú fer ég á fundi og þótt konur séu oft í minnihluta eru þær miklu fleiri og jafnvel í æðstu stöðum af þeim sem eru þar að funda. BBC vinnur að því að starfsfólk þess sé helmingur konur og helm- ingur karlar og í kringum árið 2020 verðum við hér um bil komin þang- að.“ BBC hefur verið leiðandi í ýmsum herferðum í tengslum við að fjölga konum í fjölmiðlum, einnig í öðrum löndum, svo sem með Turn up the Volume prógramminu. Hvað með aðra fjölmiðla – er verið vinna svona vinnu annars staðar? „Stærstu fjölmiðlarnir eru orðnir mjög meðvitaðir. Mörg félagasam- tök hafa gert mjög góða hluti, það má ekki gleyma þeim sem safna gögnum og hafa hátt, margir eru að gera gagn.“ Stutt við sveigjanlegri vinnutíma Er eitthvað sem stoppar konur í því að skapa sér starfsvettvang í fjöl- miðlum? Og er eitthvað sem stoppar konur almennt í því að taka þátt í umræðunni opinberlega og koma fram í fjölmiðlum? „Margar konur byrja kannski á að starfa í fjölmiðlum en eiga í erfið- leikum með að þróa starfsferil sinn meðfram fjölskyldulífi og margar hætta. Við verðum að reyna að koma til móts við konur sem vilja fara í hluta- starf um tíma. Ég legg mikla áherslu á að koma því til skila að þótt konur vilji eða þurfi að minnka við sig vinnu um tíma þýði það ekki að heili þeirra hafi minnkað. Og þótt fólk vilji breyta vinnumynstrinu þýðir það ekki að viðkomandi sé minna metnaðargjarn, hafi minna fram að færa eða sé minna einbeittur í að koma góðri vinnu til skila. Þótt karlar séu líka í þessari stöðu er það staðreynd að konur taka oft á sig meiri ábyrgð en karlar varðandi fjölskyldulífið og að styðja konur til að koma á jafnvægi milli einkalífs og starfs skiptir miklu máli, hvort sem það er vegna barna, aldraðra for- eldra eða annars. Hvað varðar viðmælendur þá hefur stundum verið í umræðunni að konur séu með minna sjálfstraust og séu lak- ari við að trana sér fram því þeir vilji ekki gefa álit nema þær þekki mál- efnið hundrað prósent, níutíu prósent sé ekki nóg. Ég er ekki svo viss, ég held þetta sé bara mismunandi eins og hjá karlmönnum, sumar eru með sjálfstraust, aðrar þurfa stuðning.“ Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér, verðum við alltaf að vera með- vituð í hverju skrefi um jöfn kynja- hlutföll í fjölmiðlum? „Við verðum að halda einbeiting- unni, hafa viljann og ímyndunaraflið til að þetta haldi allt áfram í rétta átt, með stuðningi ritstjóra, sam- taka, framleiðenda og kvennanna sjálfra á sumum stöðum.“ Konur verða æ sýnilegri á BBC Mary Hockaday, einn af æðstu yfirmönnum á BBC segir að markvisst eigi að þjálfa konur upp í yfirmannsstöður. Fréttafólk sjálft þarf svo að teygja sig út í samfélagið eftir konum sem hafa mikið fram að færa. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Þótt konur vilji eða þurfi að minnka við sig vinnu um tíma þýðir það ekki að heili þeirra hafi minnkað,“ ’ Vilji til góðraverka er ekkinóg en án góðs viljagerist þó ekkert. „BBC vinnur að því að starfsfólk þess sé helmingur konur og helmingur karlar. Í kringum árið 2020 verðum við hér um bil komin þangað,“ segir Mary Hockaday. FJÖLMIÐLAR 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.10. 2017

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.