Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Qupperneq 15
1.10. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Aldur: 17 ára. Skóli: Flensborg. Foreldrar: Sigrún Össurardóttir, vinnur á markaðsdeild Bláa lónsins, og Haraldur Ólafsson, forstöðumaður hjá Ergo. Systkinaröð: Elstur þriggja systkina. Áhugamál: Tónlist, leiklist og félagsmál. Leyndur hæfileiki: Kann að bítboxa. Er með mjög langa tungu. Gæludýr: Hefur átt þrjá hunda. Labra- dormæðgurnar Ása og Kolla dóu með árs millibili. Nú á fjölskyldan fjörugan labradorhvolp sem heitir Felix. Uppáhalds samfélagsmiðillinn: Instagram. Það sem er best við að vinna með JóaPé er … „að vinna með besta vini sínum og stjórna tíma sínum sjálfur. Þetta er rosalega gaman“. Aldur: 16 ára. Skóli: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ. Foreldrar: Patrekur Jóhannesson, hand- boltamaður og þjálfari, og Rakel Anna Guðnadóttir, grafískur hönnuður. Systkinaröð: Næstelstur. Á einn eldri bróður og yngri bróður og yngri systur. Áhugamál: Tónlist, myndlist, hönnun. Leyndur hæfileiki: Góður dansari, kann að dansa Michael Jackson-dansa. Lærði þá í 4. bekk og sýndi í Borgarleikhúsinu. Gæludýr: Átti hamsturinn Hnoðra Snæ Jóhannesson sem lifði í heil fimm ár. Svarti labradorinn Krummi dó í fyrra en fjölskyldan átti hann mjög lengi. Uppáhalds samfélagsmiðilinn: Instagram. Það sem er best við að vinna með Króla er … „vináttan, þetta er ekkert flókn- ara en það. Við erum vinir að gera tón- list“. tónlist. Vissulega var það erfitt en það var skemmtilegt. Ég hafði líka verið fyrir framan myndavélina áður,“ segir hann sem er góð æf- ing fyrir gerð tónlistarmyndbanda. Kristinn er á félagsfræðibraut í Flensborg og er sáttur við það val. Eins og áður segir tekur hann virkan þátt í félagsmálum í skól- anum en hann var í sigurliði skólans í Morfís í fyrra. „Ég er mikið orðanörd. Það og tónlist er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hef gam- an af því að skrifa; texta, ræður, rímur og ljóð.“ Handboltaþolið hjálpar En handboltinn, það er heilmikið álag og pressa í honum, hjálpar það þér eitthvað? Eða eitthvað annað úr handboltanum? „Það er voða lítið sem hjálpar mér nema kannski bara þolið, eins og miðað við Kidda,“ segir Jóhannes. „Ég er ekki í formi, svo það sé alveg á hreinu,“ segir Kristinn. „Ég verð svolítið mik- ið þreyttur eftir gigg. Gigg hjá mér þrisvar í viku er bara nóg hreyfing. Það voru fjórir dag- ar í síðustu viku þar sem við tókum þrjú gigg á dag. Ég var alveg dauður, þetta var aðeins of mikið, en þetta var bara gaman. Eftirspurnin er mikil og þá getur maður leyft fólki að heyra aðeins í sér.“ Þolið úr handboltanum bjargar hinsvegar Jóhannesi í þessum aðstæðum. Hvað eru þetta margar æfingar venjulega í handboltanum? „Það eru æfingar svona fjór- um til fimm sinnum í viku og síðan eru leikir yfirleitt um helgar. Ég þarf að blanda þessu saman við tónlistina. Það verður erfitt, en það verður bara nóg að gera.“ Jóhannes fæst við fleiri listgreinar en tón- list. „Ég fékk listagenin frá mömmu en ekki pabba, langt frá því,“ segir hann en móðir hans, Rakel Anna Guðnadóttir, er grafískur hönnuður. Hann er á myndlistarbraut í FG. „Ég er að mála, ég er að hanna föt og er með fatamerki. Ég er alltaf eitthvað að skapa,“ segir hann en fatamerkið heitir Twenty One og einbeitir sér að hettupeysum sem stendur en það er hægt að skoða þær á Instagram undir twentyone.wear. Tónleikar á laugardagskvöld Næst á dagskrá eru tónleikar, í dag laugar- dag. „Við erum að fara að halda tónleika í sam- starfi við Coca Cola og Mid Atlantic Enterta- inment í Gamla bíói. Þar verða góðir gestir sem ætla að hjálpa okkur. Við héldum útgáfu- tónleika á Prikinu en okkur fannst svo leiðin- legt að það voru eiginlega fleiri fyrir utan stað- inn sem komust ekki inn heldur en inni á staðnum. Við vildum halda eitthvað á stórum stað þar sem margir komast að og geta dansað og sungið,“ segir Kristinn en þeir vonast til þess að sem flestir komi og skemmti sér með þeim í kvöld. Platan GerviGlingur verður tekin í heild sinni ásamt eldra efni. Hvað finnst ykkur skemmtilegast við þetta? Að gera tónlistina, taka upp myndbönd eða koma fram? „Mér finnst skemmtilegast að gera tónlist- ina,“ segir Kristinn. „Mér líka,“ segir Jóhann- es en þeir segja að það sé líka mjög gaman á tónleikunum. „Það er svo gaman þegar fólk kann textana,“ segir Kristinn. Jóhannes, hvað finnst þér mikilvægast í tón- listinni, er eitthvað sem þig langar að koma á framfæri í henni, eitthvað sérstakt sem brenn- ur á þér? „Ekkert sérstakt málefni. Bara fer eftir því hvernig lagið er eða hvernig skapi ég er í. Það er bara mjög misjafnt, ekki eitthvað eitt mál- efni. Eins og í „B.O.B.A.“, vondar gellur, það er ekkert sem brennur á mér að tala um,“ seg- ir hann og vísar til þess að lagið fjallar um hvernig þeir fíli ekki góðar stelpur heldur bara vondar. Þetta hljómar eins og þið viljið ekki taka ykkur of hátíðlega? „Akkúrat, við erum bara að gera tónlist sem við fílum.“ Króli, Kristinn Óli Haraldsson, (t.v.) og JóiPé, Jóhannes Pat- reksson, hafa aðeins gert tón- list saman frá því í ársbyrjun. Morgunblaðið/Eggert Jóhannes Damian Patreksson Kristinn Óli Haraldsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.