Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Qupperneq 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Qupperneq 17
þetta. Ég var náttúrlega fyllibytta um tíma en samt ekki fyllibytta eins og fyllibytturnar sem ég þekkti. Ég var fyllibytta til þess að ná betri tök- um á raunveruleikanum. Notaði augnabliksheimsku til þess að taka skrefið fram veginn. Sama má segja um Leif heppna, hann tók skrefið til vesturs. Hann fór aldrei með ströndum, eins og sumir hafa sagt, heldur tók skrefið út í vísan dauð- ann; hafði ekki hugmynd um hvað var fyrir vestan Ísland. Hvernig hann náði sér í skipshöfn skil ég ekki. Það þarf einhver að athuga það. Þetta hafa verið fífldjarfir menn eða hreinlega aular. Kólumb- us var á hinn bóginn bara túristi; vissi upp á hár þegar hann sigldi af stað að hann myndi ná einhvers staðar landi.“ Nýr heimur, ný list Jóhanni hefur ekki alltaf gengið sem best að tala við sinn samtíma. „Ég hef alltaf verið útigangshestur en einhverjir, jafnvel heimsfræg nöfn, hafa samt fengið nasasjón af því sem ég er að gera. Það er allskonar fólk hérna í Ameríku sem heldur að ég sé umrenningur og búi á götunni. Ég hirði ekki um neinn klæðnað; kaupi bara mín föt í Goodwill og slíkum verslunum.“ Hann segir fáa hafa greint list sína betur en Einar Markan í stuttri blaðagrein í Vísi frá 1961. „Ég hafði einkasýningu í húsinu hans bróður míns, sem ég teiknaði, og af því til- efni skrifaði Einar um mig undir yf- irskriftinni: „Nýr heimur, ný list“. Hann fann þetta sérstaka í mínum verkum. Sjálfur kalla ég mig „game changer“ og vil vera þekktur sem slíkur. Lít svo á að mér hafi tekist að opna glugga, jafnvel á vísindalegum grundvelli. Heimildarmyndin, sem þið hafið núna á Íslandi, er líka bara gluggi inn í Eyfells. Hún hefur ekk- ert að gera með mín afköst. Þar birtist bara duglegur maður, kom- inn á efri ár. Kannski orðinn hund- gamall. Ég veit ekki hvernig best er að skilgreina það.“ Það sem breyst hefur hjá Jóhanni á allra seinustu árum er að hann er hættur að gera langtímaplön. Aldur- inn leyfir það hreinlega ekki. „Núna er ég að hnýta saman allskonar hnútum. Sumt af því sem ég er að gera núna gæti einhver annar klár- að. Það er svipað og með kirkjuna hans Gaudi í Barcelona. Hann drapst í bílslysi 1926 en menn eru ennþá, eftir tæp hundrað ár, að ljúka við verkið. Ég er alls ekki að bera mig saman við Gaudi, við erum ekki sambærilegir á nokkurn hátt, fyrir utan það að við erum báðir arkitektar. Gaudi hefur alltaf verið stórkostlegur „poster boy“ fyrir mig. Ég er bara íslenskur gæi!“ Sendur heim í krús Jóhann verður ekki viðstaddur frumsýningu myndarinnar í Reykja- vík en hálfur annar áratugur er síð- an hann kom heim síðast. „Ég verð á endanum sendur heim í einhverri krús, kannski kaffikrúsinni sem ég er að horfa á hérna í eldhúsinu. Það er ekki nema að peningamálin lagist aðeins, þá hafa menn kannski efni á því að senda skrokkinn heim.“ Kristín eiginkona hans er grafin á Íslandi og við hlið hennar mun Jó- hann hvíla. „Ég verð að hvíla í gröf- inni hennar Lillu minnar. Það var guðdómlegur hlutur að við hittumst. Ég er þakklátur fyrir það á hverju augnabliki að slíkur kvenmaður hafi samþykkt að verða samferðarkona mín. Það er mesti heiður sem ég hef orðið fyrir á ævinni.“ Ómögulegt er að sleppa Jóhanni Eyfells án þess að spyrja hann út í manninn sem allt snýst um í Banda- ríkjunum nú um stundir – Donald Trump. Hann hlær við þegar það nafn ber á góma. „Það skilur enginn neitt í þessu lengur og fólk er hætt að kannast við að hafa kosið hann. Vafagemsarnir eru út um allt. Ef Trump lendir ekki í heimsmæli- kvarðastríði gæti hann þó rumskað til. Ég er til dæmis alveg sammála honum með fánann og þjóðsönginn. Sjálfur tárast ég ennþá þegar ég sé íslenska fánann og hefði í gamla daga gengið í opinn dauðann fyrir hann. Það að sitja bara á rassgatinu og hlusta á þjóðsönginn er ekki nógu gott. Þegar ég var að kenna og strákarnir byrjuðu að kvarta og kveina spurði ég þá á móti hvers vegna þeir færu ekki bara til Aust- ur-Þýskalands. Einu sinni var ég tekinn í karphúsið út af þessu en það er annað mál. Það sem ég hef alltaf sagt um Bandaríkin er þetta: „Eit- her love it or leave it!“ [Elskaðu það eða farðu!] Sama á við um lífið sjálft.“ Haltu kjafti og hlýddu! Hann viðurkennir að hann sé að vissu leyti hálfsúr út í Ísland. „Þeir eru allt- of hægfara þarna heima og mér sýnist „haltu kjafti, hlýddu og vertu góður“- viðhorfið hafa síast inn í þjóðina. Það er allt í lagi að heiðra föður sinn og móður en „haltu kjafti, hlýddu og vertu góður“ hefur aldrei virkað á mig. Taka þarf þetta leiðinlega viðhorf úr umferð. Það eru uppeldisskilaboð mín til íslensku þjóðarinnar. “ Svo mörg voru þau orð. Samtalið er á enda og Jóhann kveður mig með þessum orðum:„Jæja, vinur, þú hlýt- ur að geta soðið eitthvað saman úr þessu? Og þakka þér fyrir að taka mig alvarlega.“ Jóhann Eyfells myndhöggvari á landareign sinni í Texas, þar vinnur hann að list sinni. ’Gaudi hefur alltafverið stórkostlegur„poster boy“ fyrir mig. Éger bara íslenskur gæi! Eitt verka Jóhanns í Texas. Hann hugsar stórt og framkvæmir stórt. 1.10. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Frá morgnifyrir allafjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Laugarnar í Reykjavík NÆRING FYRIR LÍKAMA OG SÁL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.