Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Side 24
Mörgum finnst notalegt að láta hundinn sinn sofa uppi í hjá sér. Hundar bera bakteríur og sveppi á fótum og því væri gott ráð að þvo fæturna á þeim áður en þeir stökkva upp í rúm. Hundur í rúmiHEILSA 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.10. 2017 Einkirningasótt eða eitlasótt (mononucleosis infectiosa) er veirusýking af völdum Epstein- Barr-veirunnar. Hún er stundum kölluð kossasótt vegna þess að veiran finnst í munnvatni og getur því smitast milli einstaklinga með kossum. Veiran getur einnig borist með andrúmsloftinu í formi hósta eða hnerra. Einkenni koma fram 30-50 dögum eftir smit en sýking- in leggst einkum á börn og ungt fólk. Veruleg einkenni geta komið fram í einstaklingum á aldrinum 10-25 ára og verið sýnileg í allt að 1-3 mánuði. Einkenni eru í fyrstu venjuleg flensueinkenni en síðar geta komið bólgnir hálskirtlar þaktir hvítri þykkri skán, hiti, mik- il þreyta og slappleiki, verkir í vöðvum, höfuðverkur og svita- köst. Einnig geta komið fram magaverkir og bólgnir og aumir eitlar í hálsi, handarkrikum og í nára. Einkirningasótt stendur yfir- leitt yfir í 2-4 vikur og er hættu- laus. Engin lyf eru til sem lækna einkirningasótt, frekar en aðrar veirusýkingar. Best er að hvílast og fara vel með sig. EINKIRNINGASÓTT Veira sem berst með kossum Einkirningasótt getur varað í nokkra mánuði. Veiran smitast t.d. með kossum. Getty Images/Stockphoto Við könnumst öll við að fá ónot eða verki ímaga, jafnvel niðurgang eða uppköst.Oft köllum við það einfaldlega maga- pínu! Ef verkurinn kemur eftir máltíðir er mögulegt að hann tengist því sem við látum of- an í okkur. Ef til vill er viðkomandi með ofnæmi eða óþol fyrir vissum fæðutegundum sem valda verkjum eftir neyslu þeirra. Oft geta læknar komist að því hvað veldur og hvaða fæðu ber þá að forðast. Glútenóþol er sjaldgæft Sumir þjást af glútenóþoli og fá því magaverki ef þeir neyta glútens. Glútenóþol, öðru nafni selíak, er krónískur þarmasjúkdómur. Í Svíþjóð eru 3-4 af hverjum 1000 börnum talin hafa glú- tenóþol. Talið er að sjúkdómurinn sé sjaldgæf- ari hér á landi, samkvæmt grein eftir hjarta- lækninn Axel F. Sigurðsson sem birt er á vísindavefnum. Þegar einstaklingur þjáist af glútenóþoli, þol- ir slímhúð þarmanna ekki glútenið og þeir skað- ast og bólgna ef þeir komast í snertingu við glú- ten. Þetta er sjálfsofnæmissjúkdómur en þegar glútens er neytt ræðst ónæmiskerfið á slímhúð þarmaveggjanna. Við þetta koma fram ýmis einkenni, einkum frá meltingarvegi. Einkennin geta verið mismunandi milli einstaklinga en eru til dæmis næringarskortur, þyngdartap, kvið- verkir, niðurgangur, uppþemba, þreyta, þung- lyndi, höfuðverkur, sár í munni, exem og hár- missir. Glútenóþol getur valdið vaxtarstöðvun og vanlíðan hjá börnum. Einnig getur fólk verið með sjúkdóminn án mikilla einkenna. Glúten er prótín sem finnst í korntegundum, sérstaklega hveiti, byggi og rúgkorni og í öllu sem inniheldur þessar korntegundir. Margir líta á glúten sem eitthvað mjög slæmt og hafa tamið sér glútenlausan lífsstíl og er það vinsælt um þessar mundir. En ónauðsynlegt er að sleppa glúteni úr fæðu ef fólk er ekki með óþol, en slíkt er aðeins greint með blóðprufu og vefj- asýni. Á vefnum gluten.is má lesa sér nánar til um glútenóþol. Vantar ensím í smáþarma Laktósaóþol er algengara en glútenóþol en þó er ólíklegast að íbúar Norður-Evrópu þjáist af þessum kvilla. Tölur eru ögn á reiki en líklegt er að um 1-5% íbúa Norður-Evrópu gætu verið með laktósaóþol. Tíðnin er mjög ólík eftir heimshlutum og er talið að allt að 100% fullorðinna einstaklinga á sumum stöðum í Asíu, Afríku og Suður -Am- eríku hafi laktósaóþol. Fólk sem þolir mjólkurvörur er með ensím í smáþörmum sem sér um niðurbrotið en þessi ensím vantar í suma og enn aðrir hafa lítið af þeim. Afleiðingin er vindgangur, magaverkir og niðurgangur. Meðferð við laktósaofnæmi er fyrst og fremst að forðast mjólkurvörur eða vörur sem innihalda mjólkursykur. Misjafnt er hvort fólki þolir mjólkursykur í einhverjum mæli eða alls ekki. Þótt magaverkir geti verið óþægilegir þá er í raun fremur sjaldgæft að um eiginlegt óþol fyr- ir annað hvort glúteini eða laktósa sé að ræða. Allir upplifa kviðverki á lífsleiðinni og geta óteljandi ástæður legið að baki. Mögulegt er að fæðuofnæmi eða óþol sé fyrir hendi. Algengt er að fólk þjáist af laktósaofnæmi og enn aðrir eru með glútenóþol, þó það sé frekar sjaldgæft. Getty Images/Stockphoto Óþol-andi matur? Hvert einasta mannsbarn upplifir einhvern tímann á lífsleiðinni verki í maga, eða í meltingarfærunum. Stundum er ástæðan ofnæmi eða óþol fyrir vissum efnum í matnum. Þótt margir telji sig þola illa glúten þá er óþol fyrir því þó afar sjaldgæft. ´ Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is SKÚLI MOGENSEN FORSTJÓRI WOW AIR Hægt er að virkja hreina ímynd Íslands og íslenskrar orku án þess að ganga frekar á auðlindir landsins. Hefjum umræðuna á CHARGE.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.