Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Blaðsíða 28
Margir skreppa í borgar-ferðir á veturna í þeim til-gangi að hlaða batteríin. Fólk er ekki alltaf sammála um hvað eigi að gera í slíkum ferðum en sum- ir vilja versla á meðan aðrir vilja heldur setjast niður með mat og drykk. Bestu ferðirnar innihalda yfirleitt sitt lítið af hverju; mat, drykk, verslun, gönguferðir og síð- ast en ekki síst safnaferðir. Það er kjörið í borgarferðum á haustin að sækja söfn heim og hafa tískusýn- ingar sitt aðdráttarafl. Í þetta skipt- ið er ekki átt við tískusýningar á sýningarpöllum á tískuvikum heldur í safnahúsum. Þrjár borgir eru meira áberandi en aðrar hvað slíkar sögulegar yfirlitssýningar varðar en það eru London, París og New York. Meistari hátískunnar V&A safnið í London á stærsta safn fatnaðar í heiminum, þar á meðal sjaldgæfa kjóla frá 17. og 18. öld, kvöldfatnað frá fjórða áratug síðustu aldar og fleira. Þar stendur nú yfir sýningin „Balenciaga: Shaping Fas- hion“ sem fjallar um hinn áhrifa- mikla spænska fatahönnuð Cristóbal Balenciaga, sem oft hefur verið kall- aður meistari hátískunnar. Þar eru til sýnis meira en 100 flíkur eftir hönnuðinn, skjólstæðinga hans og yngri hönnuði sem vinna í sömu hefð. Meðal annars er þarna til sýnis fatnaður eftir Alexander McQueen, Hussein Chalayan, Viktor & Rolf og Molly Goddard. Sýningin stendur yfir til 18. febr- úar 2018. 70 ára afmæli Dior Í París er 70 ára afmæli tískuhúss Christians Dior fagnað með stórri yfirlitssýningu „Christian Dior, co- uturier du rêve“, í Musée des Arts Décoratif. Á sýningunni eru fleiri en 300 hátískukjólar sem varpa ljósi á hönnun Diors sjálfs auk þeirra hönn- uða sem hafa starfað hjá tískuhúsinu eftir lát hans árið 1957. Þeirra á meðal eru Yves Saint Laurent, John Galliano og Raf Simons. Þarna eru AFP Ferðalög í tískuheim London, París og New York eru sérstaklega góðar borgir heim að sækja fyrir áhugafólk um tískuheiminn og sögu hans. Í vetur standa yfir óvenjulega margar góðar sýningar sem ættu að veita ferðalöngum ánægju. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Í New York verð- ur opnuð sýning á 111 tískumunum í MoMa um helgina. FERÐALÖG Þegar stórborgir eru heimsóttar er gott að skoða vel hvaðasöfn eru í boði. Í London er margt að finna; safn tileinkaðskurðaðgerðum á 19. öld, tannlæknasafn, auglýsingasafn, leikfangasafn og margt fleira. Óvenjuleg söfn í stórborgum 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.10. 2017 Eirvík flytur heimilistæki inn eftir þínum séróskum Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.