Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.10. 2017 Þ eim sem fá að skrifa um hugðarefni sín, til dæmis um stjórnmál á líð- andi stund, þykir þunnt efnið í sumartíð. Þeirra laxar ganga á haustin, og stundum óþarflega seint. Göngurnar eru misöflugar eins og þær sem sækja í árnar snemmsumars. Þá ráða straumar, fullt tungl eða hálft miklu um að- stæður. Þetta haustið kvarta þeir ekki sem fiska í grugg- ugum vötnum stjórnmálanna. Feitar fyrirsagnir Hvert sem litið er, yfir höf og lönd eða hingað heim titrar allt og tifar á stjórnmálahimninum. Trump kallar Kim Jong-un rakettumanninn, en kvikmynd um hann var sýnd í Austurbæjarbíói þegar bréfritari var þar sætavísari í fornöld. Sá rakettumaður bjargaði þeim sem bágt áttu úr höndum illmenna. En rakettumaðurinn, sem Trump skrifast á við á Tvitter, hótar nú að sprengja vetn- isbombu í háloftum yfir Kyrrahafinu. Rúm þrjátíu ár eru frá því að slíkt var gert í andrúmsloftinu. Forsætisráðherra Japan hefur boðað til skyndi- kosninga og vísar í ástandið sem einvaldurinn ungi í Pyongyang ber ábyrgð á. Segist ráðherrann þurfa nýtt umboð til að geta tekið Kim Jong-un föstum tökum. Kúrdar samþykktu sjálfstæði í þjóðaratkvæði og Írakar og Tyrkir hóta þeim öllu illu. Kosningar í Þýskalandi skapa hættu á að funda- hald þingsins í Berlín og notalegt yfirbragð þess, sem minnir á það sem ríkir í grónum rótaryklúbb- um, breytist. Úrslit þessara kosninga hafa þegar rofið stjórnarsamstarf stóru flokkanna og skotið ótal spurningarmerkjum inn í pólitíska setninga- skipun þýskrar umræðu. Og aðeins vestar hótar ríkisstjórn Spánar að láta handtaka tvö þúsund embættismenn í Katalóníu reyni þeir að annast framkvæmd kosninga um sjálf- stæði héraðsins. Það fer nú um ráðamenn í Brussel, Berlín og París því að orðið eitt, „sjálfstæði“, veld- ur meira uppnámi þar en nafn Sigmundar Davíðs á fréttastofu „RÚV“. Danskir hermenn, sem blönduðu sér ekki í það þegar Þjóðverjar hertóku landið í seinna stríði, eru nú skyndilega komnir út á göturnar á þessu ljúfa bræðralandi okkar og systra. Danmörk er hluti af Evrópusambandi stóra bróð- ur sunnan við það. Því sama sem gamansamasta nefnd í Osló veitti verðlaun fyrir það að hafa tryggt frið í Evrópu frá síðustu styrjöld. Skemmtilegheitin komu á óvart því að þeir sem eitthvað þekktu til töldu að varnarbandalagið Nató og hundrað þúsund aðsendir hermenn þess hefðu lengst af séð um þann þáttinn. Af hverju þessi viðbrögð? Það hlýtur að vekja nokkra undrun, að minnsta kosti á Íslandi, að það fari svona margir á líming- unum í Þýskalandi, þótt einn skrítinn flokkur skjót- ist upp í kosningum með 13% atkvæðanna. Á Ís- landi eru furðuflokkar fjölmennir og fjölgar sennilega enn í þessum kosningum. En vera má, að ástæðan fyrir vanstillingu í Þýskalandi yfir gengi AfD (Annar kostur fyrir Þýskaland) gæti litast af því, hvernig elítan og fréttastýrendur hér vestra höfðu stimplað flokkinn. Flokkurinn hefur aðeins einu sinni áður tekið þátt í kosningum á landsvísu. Þá hafði hann fyrirvara við afstöðu annarra flokka til sameiginlegu mynt- arinnar, evrunnar. Allir flokkar og fjölmiðlar sem ná máli í þessu ágæta landi hafa haft eina trú í því máli og minnsti vottur um efasemdir verið litinn hornauga. Á meðan þessi nýi flokkur var nánast eins máls flokkur, sem hvelfdist um efasemdir um evruna, var hann kallaður „hægri öfgaflokkur“. Á Íslandi var flokkur sem hafði þróast í það að hafa aðeins eitt mál í sínu farteski, aðild að ESB. En engum hugkvæmdist að kalla Samfylkingu vinstri öfgaflokk, með hliðsjón af þessari staðreynd. Eftir að Merkel kanslara varð það á í fljótfærni, sem hún er ekki þekkt fyrir, í bland við snert af góðmennskukasti, að bjóða milljón innflytjendur velkomna til Þýskalands, án þess að nefna málið við þjóðina áður, þá bætti AfD því máli við stefnuskrá sína. Fjölgaði þá málefnum flokksins um helming. Og þar með varð rasistastimplinum bætt ofan á hægriöfgastimpilinn. Merkel hafði ekki boðið neinn sérstakan rasa vel- kominn til Þýskalands, heldur þá útlendinga héðan og þaðan sem vildu fá að njóta þeirrar velferðar sem vestræn ríki hafa náð að byggja upp síðustu áratugina. Það bendir óneitanlega til að málstaður sé ekki sterkur finnist ekki önnur leið til að verja hann en að brennimerkja hvern þann á ennið sem biður um rök. Sjálfsagt vita ekki margir hvernig nafnið á AfD er tilkomið. Það tengist spurningunni um það, hvort gagnsemi sameiginlegrar myntar fyrir ólík lönd Evrópu sé örugglega hafin yfir allan vafa. Frú Merkel hamraði á því að málið gæti ekki ein- faldara verið. Það væri enginn annar kostur til fyrir Þýskaland. Fólkið, sem var að hugleiða flokksstofnun um hugðarefnið, greip þetta á lofti og kallaði flokkinn „Annan kost fyrir Þýskaland“. Merkel á sem sagt höfundarréttinn, þótt henni hafi kannski láðst að láta þinglýsa honum. Enn lengra gengið Þegar AfD hafði óvænt fengið sína 94 alríkis- þingmenn, þá tóku fjölmiðlamenn um alla Evrópu og einnig hér að nota næstu síðu í handbókinni. Hún var óneitanlega sérstök. Þeir gáfu hvorki frá sér fullyrðinguna um hægri öfgaflokk né rasista- stimpilinn. En nú stóð skyndilega upp úr ótrúlega mörgum í senn sú viðbótarskýring að „þjóðernis- flokkur“ hefði náð takmarki sínu um að fá menn á þingið í Berlín í „fyrsta sinn síðan 1945“. Þótt það væri ekki sagt beint fólst einföld fullyrðing í þessu: Hinn nýi þingflokkur var beint framhald af nas- istaflokki Hitlers. Þarna var auðvitað stórkarlalega talað til hins nýja flokks og furðulegt að „frétta- menn“ sem þykjast hafa grundvallarlögmál í heiðri tækju þátt í slíku. En látum það þó vera að svekktir ákafamenn láti þetta eftir sér í pirringi sínum. En hitt er jafnvel enn alvarlegra að með tengingunni er eins og verið sé að gera tilraun til að slétta úr nasistaflokknum. Hann boðaði illt frá fyrsta degi Þegar flokkur Hitlers komst inn á þingið í Berlín með kosningum þustu hinir nýkjörnu þangað í einkennisbúningum. Flokkurinn sá hafði þegar (eins og reyndar kommúnistar) komið sér upp vopnuðum sveitum í einkennisbúningum sem ögr- uðu kjósendum um allt Þýskaland. Þegar þetta gerðist hafði „foringinn“ fyrir all- löngu gefið út rit sitt, sem síðar breyttist í eins Tebollar fjúka í logninu, sagan missir af samhenginu og enginn verður nokkru nær. Það er eins og gerst hafi í gær ’ Nú segja þeir í Viðreisn að á daginn hafi komið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ætlað sér að sprengja ríkisstjórn- ina sjálfur með því að fella fjárlaga- frumvarpið. Ekki er fótur fyrir því. Reynt er að snúa út úr því, að ýmsir þingmenn lýstu yfir andstöðu við til- tekna þætti fjárlagafrumvarpsins og sögðust vilja knýja fram breytingar á þeim. Það var fagnaðarefni. Reykjavíkurbréf29.09.17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.