Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.10. 2017
LESBÓK
Kvikmyndir Frá árinu 2007 hafa LUX verðlaun Evrópu-
þingsins beint sjónum að myndum sem fjalla sérstaklega
um málefni almennings í Evrópu. RIFF sýnir þær þrjár
myndir sem keppa um LUX verðlaunin í ár. Eru þær 120
Battements par minute (120 slög á mínútu) frá Frakk-
landi, í leikstjórn Robin Campillo, Western (Vestri), frá
Þýskalandi í leikstjórn Valeska Grisebach og Sami
Blood (Sama blóð) frá Svíþjóð í leikstjórn Amanda Ker-
nell. Flokkurinn Upprennandi Meistarar veitir innsýn
inn í störf kvikmyndagerðarmanna sem farnir eru að
vekja athygli fyrir verk sín. Leikstjóri flokksins í ár er
Valeska Grisebach með mynd sína Be my Star. Myndin
vann m.a. till verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Toronto
og Torino.
RIFF sýnir LUX myndir
Valeska Grisebach er með tvær
myndir á RIFF í ár.
Kvikmyndir Því miður fyrir aðdáendur Sex
and the City verður mynd númer þrjú ekki
gerð. Aðalstjarna þáttanna og myndanna,
Sarah Jessica Parker, sagði í viðtali við Extra
sem birtist nú rétt fyrir helgi: „Þetta er bú-
ið“, og sagðist afar vonsvikin en frábært,
fyndið og hugljúft handrit hefði verið tilbúið
og átti að byrja að mynda næstu daga. Aðrir
miðlar greina frá því að þetta hafi strandað á
Kim Cattrall, sem leikur Samönthu. Cattrall
hafi tilkynnt Warner Bros að hún myndi ekki
leika í myndinni nema þeir sýndu öðrum
myndum hennar áhuga. Og ekki er hægt að
gera Sex and the City nema allar fjórar séu.
Mynd númer þrjú strandaði á Cattrall
Cattrall gerði kröfur sem Warner Bros hafnaði.
Tónlistarkonan Dísa Jakobs er flutt heimtil Íslands eftir áralanga búsetu í Kaup-mannahöfn. Hún gefur út lagið Wires í
næstu viku, smáskífuna Reflections í lok mán-
aðarins og mun halda útgáfutónleika í Frí-
kirkjunni 26. október nk.
„Þetta er eiginlega stór stuttskífa frekar en
breiðskífa,“ segir Dísa og skellir upp úr. „Yfir-
leitt eru stuttskífur með fjögur lög en þessi er
með sex og tveimur stuttum verkum sem eru
fléttuð inn á milli laga, en breiðskífa er með
átta eða níu lög. Þetta er svona stuttskífa
„grande“.
Námið eins og leikvöllur
„Ég er búin að vera úti í sjö ár. Það er alveg
heil eilífð. Ég var að vinna á fullu, ég eignaðist
börn, ég var á tónleikaferðalögum og var að
vinna að öðrum verkefnum fyrir útgáfufyrir-
tækið og svo byrjaði ég í náminu árið 2012,“
segir Dísa sem stundaði nám í tónsmíðum við
Rythmisk Musikkonservatorium í Kaup-
mannahöfn.
„Þannig að árin 2009-2012 var ég að gera til-
raunir með alls konar listamönnum og túra og
taka upp annarra manna tónlist. Eiginlega að
soga til mín reynslu annarra.
Í lagasmíðanáminu var ég svo á fullu að
semja. Námið var eins og leikvöllur, þar sem
maður gat leikið sér tónlistarlega. Ég kláraði
námið árið 2015 en tók líka nuddnám með,“
segir Dísa sem starfar í dag sem heilsunuddari
samhliða tónlistarsköpuninni. „Þegar ég var
komin með próf í tónsmíðum fékk ég smá
panikkast og spurði mig hvernig í ósköpunum
ég ætti að lifa af sem lagasmiður. Það er ekki í
mörgum atvinnuauglýsingum verið að óska
eftir þeim!“ Dísa skellihlær.
Góð verkefni mikið lottó
„Reflections er önnur smáskífan mín en árið
2015 gaf ég út plötuna Sculpture.“ Dísa er með
útgáfusamning hjá danska plötufyrirtækinu,
Tiger Spring, og höfundarsamning hjá Sony.
„Þeir hafa verið að standa sig mjög vel. Sony
redduðu því að ég söng lag í stiklu fyrir Tim
Burton kvikmynd,“ segir Dísa, sem var líka
með lag í auglýsingu fyrir nærfatarisann
Victoria’s Secret. „Tiger Spring útvegaði mér
það. Þeir eru að vinna vel saman, því þetta er
mikill skógur og algjört lottó að fá svona góð
verkefni.“
– Er nýja platan alveg unnin hér á landi?
„Næstum því. Grunnarnir eru unnir heima í
stofu hjá pródúsentinum Mikkel Juul, sem er
skólabróðir minn. Svo kom Mikkel til landsins
og við kláruðum plötuna úti á Granda. Hann er
ótrúlega klár og þekkir mig svo vel. Ég á það
til að halda tónsmíðunum fyrir mig og það eru
mjög fáir sem hafa heyrt allt sem ég hef gert
eins og hann hefur. Ég geri mjög mikið en leyfi
fáum að heyra.“
Meira spiluð, meira lifandi
Titillag nýju plötunnar Reflections sat á topp-
lista Rásar 2 í sumar.
– Er platan í sama anda, svona rythmísk
elektróník?
„Wires sem kemur út í næstu viku er í sama
poppaða anda. Það var samið sömu helgi í
sama rými og það kemur út á morgun á næstu
smáskífu. Hin lögin eru svo örlítið meira ambi-
ent, draumkennd, sveimandi, lífræn. Já, þetta
er svona lífræn elektrónísk tónlist.“
– Ólíkt því sem þú hefur gert hingað til?
„Þetta er lífrænna finnst mér. Meira lifandi,
meira spilað, ekki eins prógrammerað og síð-
ustu tvær plötur. Þessi er meira spiluð, sveigj-
anlegri og einhvern veginn meira lifandi.“
– Ertu að fara meira inn á þá braut?
„Ég ætla bara að halda því opnu. Maður er á
einhverjum ákveðnum stað, í vissri orku þegar
maður er að semja fyrir hvert verkefni. Maður
spilar inn þá plötu og fer svo að sjúga til sín
meiri innblástur, eitthvað sem manni finnst
spennandi og sem maður hefur ekki prófað áð-
ur. Svo ég er bara opin og sjálf svolítið spennt
að sjá hvað kemur næst hjá mér.“
Raunveruleikinn var hvirfilvindur
– Þú talar um að platan sé andlegt hugar-
ferðalag. Hvað meinarðu?
„Já, ég myndi ekki segja að það hafi verið
þerapía að gera þessa plötu, en hún endur-
speglar það sem ég var að skoða á þessum
tíma. Ég var í mjög skringilegum aðstæðum
sem voru ofboðslega stressandi; mikið óör-
yggi, mikill kvíði, mikil sorg útaf skilnaði.
Þannig að þegar ég átti að setjast og semja þá
varð tónlistin að vera tengingin mín við eitt-
hvað stærra en mig sjálfa til þess að meika
þessar aðstæður. Ég var í námi, ein með tvö
börn og hafði ekki efni á því að vera hjá sál-
fræðingi. Í gegnum lagasmíðarnar bjó ég til
rými sem ég gat skriðið inn í úr raunveruleik-
anum. Fallegri og friðsamari heim heldur en
raunveruleikinn var, sem var bara hvilfil-
vindur. Þetta var herbergi sem ég átti út af
fyrir mig, sem ég var búin að skreyta með fal-
legum hljóðum. Þetta eru djúp hljóð, með góða
tíðni, sterk, kraftmikil og drífandi, og svo þessi
bjartsýni um að þetta yrði allt í lagi.“
– Heldurðu að áheyrendur geti fundið fyrir
þessu?
„Ég vona það. Það kannski blæðir í gegn
smá þungi, en það kannast allir við og það má
tengja við hann á góðan hátt.“
– Kannski smá þerapíudiskur fyrir aðra sem
eru í erfiðum aðstæðum?
„Það væri náttúrulega bara draumurinn.
Það er óskandi að þessi tónlist geti hjálpað ein-
hverjum öðrum. Það er númer 1, 2 og 3 á óska-
listanum mínum og tilgangurinn með þessu
öllu. Þannig að ef það heppnast þá er ég glöð,“
segir Dísa sem hlakkar til að sjá sem flesta á
útgáfutónleikunum.
Dísa semur mikið af tónlist en heldur
flestu fyrir sig. Á nýju plötunni Reflect-
ions eru sex lög sem við fáum að heyra.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tenging við eitthvað stærra en mig
Dísa Jakobs er að gefa út aðra
sólóplötuna sína, Reflections.
Þetta er lífræn elektrónísk
tónlist, þar sem sum lögin eru
ryþmísk, en önnur meira
draumkennd og svífandi.
Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is
’ Í gegnum lagasmíðarnar bjóég til rými sem ég gat skriðiðinn í úr raunveruleikanum. Fallegri og friðsamari heim.