Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Síða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.10.2017, Síða 37
1.10. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Kvikmyndir Guardian gefur kvikmyndinni Blade Runner 2049 skínandi fínan fimm stjörnu dóm. Mynd- in er framhald Blade Runner sem Ridley Scott leik- stýrði árið 1982 en sú mynd var byggð á bók eftir vís- indaskáldsögu Philips K. Dicks. Leikstjóri fram- haldsmyndarinnar er Denis Villeneuve og gagn- rýnandi Guardian segir að fólk verði hreinlega að sjá myndina á stærsta mögulega skjá, sem er að sjálf- sögðu bíóskjár. Harrison Ford lék aðalhlutverkið í Blade Runner fyrir 35 árum en Ryan Gosling leikur aðalhlutverkið í þessari. Þess má geta að handritshöf- undurinn sem sá um verkið 1982, Hampton Fancher, var líka með puttana í handritinu núna og telur gagn- rýnandi breska blaðsins að það skipti miklu máli. Fullt hús stiga Það verður spennandi að sjá Ryan Gosling í Blade Runner 2049. Sjónvarp Netflix ætlar að fjárfesta í kanadískri kvikmynda- og sjónvarps- þáttagerð fyrir að minnsta kosti fjóra milljarða íslenskra króna á næstu fimm árum að því er Variety greinir frá. Þetta þykir afar stórt skref fyrir Netflix en þetta er í fyrsta sinn sem efnisveitan ræðst í svo stóra varanlega framleiðslu ut- an Bandaríkjanna en framkvæmdin er hluti af samningi sem Netflix og kanadísk stjórnvöld gerðu með sér sem ætlað er að styðja við nýsköpun á stafræna sviðinu. Efnið verður bæði framleitt á ensku og frönsku. Stórt skref fyrir Netflix Kanadísk stjórnvöld gerðu samning við Netflix. AFP Þessi ljósmynd er vel þekkt en hún sýnir leikkonuna Melanie Griffith á heimili sínu þegar hún var táningur. Móðir hennar, leikkonan Tippi Hedren og stjúpfaðir, Noel Marshall, gerðu mynd um stór kattardýr. Bjó ljón- ið Neil heima hjá þeim um tíma í þeim tilgangi að þau skildu dýrið betur. Myndaþáttur frá heimilinu var birtur í LIFE Magazine árið 1971 og eru myndirnar býsna sláandi. Leikarinn og leikstjórinn George Clooney átti lengi samleið með gæludýrinu sínu, svíninu Max. Clooney átti hann í 18 ár og sváfu þeir meira að segja stundum í sama rúmi. Hann keypti Max upphaflega handa þáverandi kærustu sinni, Kelly Preston. Rapparinn Tyga átti tígrisdýrið Maverick, sem hann birti oft myndir af á samfélagsmiðlum. Ekki er löglegt að halda tígrisdýr sem gæludýr í 21 ríki Bandaríkjanna þannig að Tyga gaf dýrið til að forðast ákæru. Simpansinn Bubbles er einhver frægasti api í heimi enda var eigandi hans einhver frægasti tónlistarmaður í heimi, Michael Jackson. Bubbles kom víða fram með honum á Bad-tón- leikaferðalaginu. Hann svaf jafnan í vöggu í svefn- herbergi tónlistarmanns- ins. Poppkóngurinn er nú fallinn frá en Bubbles lifir góðu lífi í Flórída, 34 ára gamall. Jeff Koons gerði frægan skúlptúr af parinu. Gítarleikarinn Slash úr Guns N’ Roses er mikill dýravinur. Hann hefur í gegnum tíðina átt marga snáka, sem hafa til dæmis komið fram með honum í tónlistar- myndböndum og á ljósmyndum. Hann leggur sitt af mörkum til dýravelferðar og er bakhjarl dýragarðsins í Los Angeles og fleiri dýragarða víðs vegar um heiminn. Sérstök gæludýr stjarnanna Hollywood-stjörnur og heimsfrægt tónlistarfólk geta leyft sér margt sem er ekki á færi almennings, meðal annars að eiga sérkennileg gæludýr. Stjörn- urnar sem hér eru taldar upp hafa mismunandi ástæður þess að eiga þessi dýr en dýrin eiga það sameiginlegt að vera heldur óvenjuleg gæludýr. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Leikkonan Audrey Hepburn var mikill mannvinur og starfaði lengi með Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna UNICEF í mörgum af fátækustu ríkj- um heims. Hér er hún hinsvegar með hindarkálfinum Pippin, sem var í miklu uppáhaldi hjá leikkonunni. Þau kynntust við tökur á kvikmyndinni Green Mansions árið 1959 og fór hann víða með leikkonunni á þessu tímabili, í veislur og verslunarferðir. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Böðvar Bergsson Sími: 569 1126, bodvar@mbl.is Norðurslóðir The Arctic Circle Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 13. október SÉRBLAÐ Blaðið kemur út með bæði íslenskum og enskum texta. Umsjón: Ragnar Axelsson ljósmyndari og Orri Páll Ormarsson blaðamaður. The Arctic Circle ráðstefnan verður haldin á Íslandi 13 – 15. október.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.