Fréttablaðið - 10.05.2018, Side 4

Fréttablaðið - 10.05.2018, Side 4
Dómsmál Þingsályktunartillögu um endurskoðun löggjafar um ærumeiðingar var vísað til ríkis- stjórnarinnar með atkvæðagreiðslu á Alþingi fyrr í vikunni. Mark- mið endurskoðunarinnar er að ná betur utan um tjáningarfrelsis- ákvæði Mannréttindasáttmála Evr- ópu eins og það hefur verið túlkað af Mannréttindadómstólnum. Á árunum 2012 til 2017 hefur íslenska ríkið verið dæmt sex sinn- um af Mannréttindadómstólnum fyrir brot gegn tjáningarfrelsi fjöl- miðlamanna sem hlotið höfðu dóma fyrir meiðyrði fyrir íslenskum dómstólum. Í öllum tilvikum reyndi á ákvæði hegningarlaga um aðdrótt- anir í garð nafngreindrar persónu. Í dómunum var í raun ekki sett út á lagaákvæðið sjálft heldur beitingu þess fyrir íslenskum dóm- stólum. Ekki verður hins vegar séð að dómarnir hafi haft áhrif á dóma- framkvæmd hér á landi sem veldur því að tjáningarfrelsi blaðamanna er reglulegt umræðuefni í samfélag- inu, ekki síst meðal blaðamanna og stjórnmálamanna sem vilja bæta úr. Þingmál hljóta brautargengi á Alþingi, vinnuhópar og nefndir eru skipaðar, frumvörp verða til. Lögun- um hefur þó enn ekki verið breytt og dómaframkvæmd íslenskra dómstóla er sú sama. „Ég er ekki alveg viss um að það séu allir sammála um hvort það sé einhver þörf á að breyta þessu,“ segir Sigríður Andersen dómsmála- ráðherra aðspurð um endurskoðun löggjafarinnar, sem er á hennar málefnasviði. Hún segist munu bíða niðurstöðu nefndar forsætis- ráðherra og sjá hvað hún leggur til. „Ef niðurstaðan er sú að menn telji Ráðherra óviss um nauðsyn breytinga á meiðyrðalöggjöf Tillögu um endurskoðun á ákvæðum um ærumeiðingar vísað til ríkisstjórnar í vikunni. Nefnd forsætisráð- herra um frelsi fjölmiðla er að störfum og frumvarp frá 2016 liggur fyrir en dómsmálaráðherra er óviss um þörf fyrir breytingar og telur umfjöllun um dóma frá Mannréttindadómstól Evrópu byggða á misskilningi. Sannleikurinn ekki bótaskyldur Í frumvarpinu frá 2016 er lagt til að ákvæði um ærumeiðingar verði færð úr refsirétti í einkarétt. Þá eru dómstólum settar þrengri skorður við túlkun með því að tiltaka lögmætar varnir fyrir tjáningu sem annars væri til dæmis um gildisdóma sem settir eru fram í góðri trú og sönnun á því að ummæli séu sannleikanum samkvæm. Frumvarpið hefur hvorki verið lagt fram á Alþingi né komið fram á þingmálaskrám þeirra ríkisstjórna sem setið hafa frá því frumvarpið var samið. að það þurfi að breyta einhverju þá gerum við það auðvitað,“ segir Sig- ríður en hyggst þó bíða álits refsi- réttarnefndar áður en til þess kæmi enda kunni ólík sjónarmið að vera uppi um nauðsyn breytinga. „Menn hafa stundum verið að misskilja dóma Mannréttindadóm- stólsins í þessu þannig að það þarf að skoða þetta vel,“ segir ráðherra. adalheidur@frettabladid.is ✿ Ærumeiðingar til skoðunar 2010 Alþingi samþykkti þingsályktun um að Ísland skapi sér afgerandi laga- lega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsinga- frelsis. 2012 Katrín Jakobsdóttir, þá mennta- málaráðherra, skipaði stýrihóp á grundvelli ályktunarinnar til að fara yfir lagaumhverfið og gera tillögur að úrbótum. 2012 Stýri- hópurinn aflaði álits refsiréttar- nefndar um breytingar á ærumeiðinga- löggjöfinni. 2016 Stýri- hópurinn skilar frumvarpi til nýrra laga um ærumeiðingar. 2018 Katrín Jakobsdóttir, nú forsætisráð- herra, skipar nefnd um endurbætur á löggjöf um tjáningar-, fjöl- miðla- og upp- lýsingafrelsi, meðal annars um ærumeið- ingar. 2018 Alþingi vísar tillögu um endurskoðun ærumeiðingar- kafla hegningar- laganna til ríkis- stjórnarinnar og mælist til þess að um- rædd endur- skoðun verði jafnframt verkefni hinnar nýskipuðu nefndar for- sætisráðherra. Í Havarti pipar er piparkornum bætt í ostinn og kallast piparinn og milda ostabragðið skemmtilega á. Havarti pipar passar vel á hamborgarann eða með grófu brauði og kexi og er jafnframt frábær viðbót við ostabakkann. HAVARTI PIPAR GLETTILEGA GÓÐUR www.odalsostar.is PIPAR sKATTAR Yfirskattanefnd (YSKN) hefur fellt úr gildi úrskurð Ríkis- skattstjóra (RSK) um synjun á ívilnun skatta ekkils vegna andláts konu hans. Nefndin taldi rökstuðn- ing Ríkisskattstjóra ófullnægjandi auk þess að niðurstaðan samræmd- ist ekki verklags- og vinnureglum embættisins. Í ágúst í fyrra óskaði ekkillinn eftir lækkun tekjuskattstofns síns um 900 þúsund krónur vegna kostnaðar við útför eiginkonu sinnar. Þá benti hann á að tekjur heimilisins hefðu skerst verulega við fráfall hennar. RSK hafnaði beiðninni þar sem kostnaður hefði fallið til árið 2017 og kæmi þá til frádráttar 2018. Maðurinn skaut niðurstöðunni til YSKN. Í úrskurði YSKN segir að rök- stuðningi RSK hafi verið ábótavant. Ekkert hafi verið vikið að því hvort hæfi mannsins til að afla tekna hafi skerst við fráfall konu hans heldur aðeins einblínt á útfararkostnað- inn. „Hvað snertir sérstaklega íviln- unartilvik af því tagi sem ríkis- skattstjóri veitti úrlausn í úrskurði sínum þykir nærtækt að leita fanga í fræðasjó embættisins,“ segir YSKN en þar var vísað í grein í Tíund, fréttablaði RSK. Þar segir að löng hefð sé fyrir ívilnun vegna manns- láts. Hún komi meðal annars til er andlátið valdi verulega skertu gjaldþoli hjá eftirlifandi maka. „Þá blasir við að forsendur og niðurstaða ríkisskattstjóra í máli kæranda […] eru ekki í samræmi við þær verklags- og vinnureglur embættisins,“ segir í úrskurði YSKN. – jóe Skattameðferð á útfararkostnaði ekkils ekki í samræmi við vinnureglur Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki viss um að allir séu sammála um nauðsyn þess að breyta löggjöf um meiðyrði þrátt fyrir fjölda dóma gegn Íslandi frá Mannréttindadómstólnum í Strassborg. FréttAblAðið/Ernir áRBORG Við talningu á undirskrift- um vegna íbúakosningar um nýtt skipulag í miðbæ Selfoss gleymdist að telja rafrænar undirskriftir. Hlut- fall kjósenda sem ritaði undir hækk- ar úr 29,4 prósentum í 32,4 prósent. Í yfirlýsingu aðstandenda undir- skriftasöfnunarinnar segir að endur- mat Þjóðskrár hafi leitt þetta í ljós. „Það gleymdist einfaldlega að gera ráð fyrir rafrænu undirskriftunum í fyrri talningunni,“ segir Aldís Sig- fúsdóttir, einn ábyrgðarmanna söfnunarinnar. Deilt er um það hvort gera skuli undirskriftalistana opinbera en ábyrgðarmenn telja það stríða gegn persónuverndarlögum. Sveitar- félagið vill að slíkt verði gert svo fólk geti staðfest að það hafi skrifað undir listann í raun. – jóe Yfirsást að telja rafrænu nöfnin tillagan umdeilda. MYnD/SiGtÚn ÞrÓUnArFélAG sAmfélAG Á laugardag ætla Tólfan og Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur, að freista þess að setja Íslandsmet í að perla armbönd á Laugardalsvelli. Áhugasamir eru hvattir til að taka þátt. Armböndin eru alfarið seld til stuðnings Krafti. Í janúar var sett Íslandsmet í perl- un er 3.972 armbönd voru perluð í Hörpu. „Við hjá Krafti erum virkilega þakklát Tólfunni fyrir að taka þátt í þessu verkefni með okkur,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmda- stjóri Krafts. – gþs Ætla sér að perla nýtt Íslandsmet Útför eiginkonu kostaði 900 þúsund krónur. FréttAblAðið/Anton brink 1 0 . m A í 2 0 1 8 f I m m T U D A G U R4 f R é T T I R ∙ f R é T T A B l A ð I ð 1 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B D -5 A F C 1 F B D -5 9 C 0 1 F B D -5 8 8 4 1 F B D -5 7 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.