Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.05.2018, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 10.05.2018, Qupperneq 28
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 Vinirnir hjóluðu um Vestfirði á sínum tíma og fengu oft gott veður. Hér eru þau við Þingeyri. Við komuna til Tarragona. Á þessum tímapunkti voru rúmlega 100 km eftir til Barcelona. allar okkar ferðir í útlöndum hafa verið á svæðum sem við höfum ekki ferðast um áður og því reynir á skipulagningu. Við höfum hjólað eftir Eurovelo-hjólaleiðum en einnig farið eigin leiðir. Val á áfangastöðum ræðst auðvitað af áhuga okkar en möguleikar á flugi hafa líka áhrif þar sem við hjólum yfirleitt frá A til B. Við tökum síðan alltaf eigin hjól með í ferðir,“ segir Björn. Netið býr yfir miklum fróðleik varðandi hjólaleiðir, tjaldsvæði og eftir smá æfingu er einfalt að finna upplýsingar að þeirra sögn. „Það er líka mikilvægt að geta lesið úr kortum og kunna á GPS-tækið sitt. Það er auðvelt að villast á nýjum slóðum og við höfum alveg villst. Auðvitað eru ákveðin ævintýri fólgin í því en gott að hafa slík ævintýri í hófi því vegalengdir geta lengst verulega fyrir vikið.“ Á fáförnum slóðum Ferðin til Spánar í vetur var öðru- vísi en fyrri ferðir. Áður höfðu þau gist á tjaldsvæðum án þess að bóka gistingu og látið ráðast hvað þau hjóluðu langt á hverjum degi og fundið tjaldsvæði í lok hvers dags. „Í nóvember er búið að loka flestum tjaldsvæðum á Spáni og því urðum við að panta gistingu á hótelum fyrir fram sem var nýtt fyrir okkur. Við skipulögðum leið- ina gróflega milli gististaða og voru dagleiðir frá 65 til 85 km á dag.“ Áherslan var lögð á að fylgja ströndinni eins og hægt var og hjóla sem minnst á þjóðvegum. „Það kom okkur á óvart hversu fljótt við vorum komin á svæði þar sem engir ferðamenn voru og fáir töluðu ensku. Við kunnum varla orð í spænsku svo það var nokkur áskorun fyrir okkur en á sama tíma góð upplifun. Okkur tókst merkilega vel að eiga í samskiptum en maturinn sem við fengum á diskinn kom stundum á óvart.“ Hjólavænt land Þau segja Spán mjög hjólavænt land þar sem tillitssemi við hjóla- fólk er mikil. „Reglulega má t.d. sjá skilti þar sem minnt er á að hafa 1,5 metra bil milli ökutækja og hjólreiðafólks. Flutningabíl- stjórarnir á þjóðvegunum hægðu margir ferðina, veifuðu og flautuðu og færðu okkur jafnvel ávexti.“ Þar sem þau voru á ferðinni í fyrri part nóvember var kaldara á morgnana og kvöldin en þau áttu von á. „Við hefðum viljað hafa fleiri ullarföt með því 10°C eru mun kaldari á Spáni en á Íslandi. Við hjóluðum rúmlega 600 km á níu hjóladögum og tókum hvíldardaga í helstu borgum á leiðinni, t.d. í Valencia, Tarragona, Sitges og auð- vitað í Barcelona. Þá daga hvíldum við hjólin og gengum um. Við náðum að rölta 80 km á tveimur jafnfljótum í ferðinni. Þessar borgir voru hver annarri fallegri og gaman að skoða þær en gamli borgarhlut- inn í Valencia stendur þó upp úr.“ Gott sumar í vændum Þessa daga njóta þau lífsins á Spáni þar sem þau dvelja í fríi með fjöl- skyldum sínum og að sjálfsögðu er verið að leggja lokadrög að hjólaplani sumarsins. „Við ætlum að byrja ferðasumarið á að hjóla í Þórsmörk með Hjólarækt Úti- vistar. Í byrjun júní ætlum við að bjóða upp á létta hjólaferð með farangur um Reykjanes á vegum Fjallahjólaklúbbsins. Sumarleyfinu verður að sjálfsögðu eytt í hjóla- ferð erlendis en við ætlum að fljúga til Billund í Danmörku og hjóla þaðan til Amsterdam í Hollandi. Við hlökkum mikið til og að sjálf- sögðu verður tjaldið með í för. Við munum að öðru leyti nýta hvert tækifæri í sumar til að vera úti og njóta lífsins og helst á hjólinu.“ Val á áfangastöðum ræðst auðvitað af áhuga okkar en mögu- leikar á flugi hafa líka áhrif þar sem við hjólum yfirleitt frá A til B. Björn Bjarnason Ertu í lEit að draumastarfinu? Finndu þitt starf á atvinna.frettabladid.is HJÓLREIÐADEILD BREIÐABLIKS HJÓLAÆFINGAR fyrir almenning í vor og sumar BYRJAR 8. 5. 2018 STAÐSETNING FRÁ KÓPAVOGSLAUG VERÐ 16.990 kr. ÆFINGATÍMAR ÞRIÐJUDAGA kl. 18:00 FIMMTUDAGA kl. 18:00 SUNNUDAGA kl. 09:30 Skráning á breidablik.felog.is Fyrirspurning á facebook.com/breidablikhjol 2 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . m A í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RÚT AÐ HjÓLA 1 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B D -7 3 A C 1 F B D -7 2 7 0 1 F B D -7 1 3 4 1 F B D -6 F F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.