Fréttablaðið - 10.05.2018, Side 40

Fréttablaðið - 10.05.2018, Side 40
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Fatnaður í fallegum litum hefur reyndar verið mun meira áberandi hjá körlum undan- farin ár en áður þekktist. Það þykir ekkert tiltökumál fyrir karlmann að ganga í rauðum buxum sem hefði þótt ótækt fyrir tíu árum. Tískuhönnuðir vilja sjá enn fleiri og sterkari liti hjá karlkyninu næsta vetur. Gul jakkaföt eða límónugrænar úlpur verða í góðu lagi og sömuleiðis appelsínugular eða rauðar. Þegar sumarið kemur loks hér á landi og hlýindi taka vonandi við fer fólk að klæða sig öðruvísi. Léttari og litríkari fatnaður tekur við af dökkum úlpum. Það væri hins vegar býsna snjallt að taka upp fallega liti að vetri því þeir gefa útlitinu ferskan blæ. Helstu tískuhönnuðir eru á því máli og því mátti sjá sérstaklega litríka herrafatatísku á pöllunum þegar næsti vetur var kynntur. Þá hefur herratískan aldrei verið frjálslegri, hvorki í sniðum, litum né efnum. Formlegheitin eru á bak og burt. Eitt af því sem hönnuðir hvetja Strákar mega klæðast litum Karlmenn þurfa ekki að vera feimnir við liti þegar nær dregur sumri né heldur næsta vetur. Það er að minnsta kosti litríkur karlmannafatnaður sem er sýndur fyrir haust og vetur 2018-2019. Issey Miyake er gríðarlega vinsæll tískuhönnuður. Þegar hann sýndi haust- og vetrartísku herra fyrir 2018-2019 í París voru litirnir ekki sparaðir hjá honum. MyndIr/nOrdICPHOTOS/GETTy Paul Smith sýndi þennan einlita, fal- lega bláa herrafatnað á tískuvikunni í París fyrir haust og vetur 2018-2019. Þessar úlpur koma alltaf aftur og aftur. Þessi er úr herralínu Kenzo fyrir haust og vetur 2018-2019. Louis Vuitton er ekkert hræddur við liti. Þessi fallega peysa var sýnd á tísku- vikunni í París. Portúgalinn Mustra sýndi þessi flottu föt á tískuviku í Lissabon fyrir sum- arið 2018. röndóttur bolur við gult. til er að blanda saman ólíkum litum í fatastílnum. Pastellitur á jakka getur gengið með gallabux- um og jakkaföt þurfa ekki endilega að vera einlit, það er jakki og buxur í sama lit. Skærblár jakki og hvítar buxur eða jafnvel gular. Þannig má leika sér með liti. Hvernig svo sem litirnir raðast þá getum við að minnsta kosti farið að hlakka til sumarsins og síðan litríks hausts í herrafatatískunni. Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Smart sumarföt, fyrir smart konur Draumastarfið í draumalandinu Kannt þú erlend tungumál? Ef þér finnst gaman að ferðast um Ísland og umgangast erlenda ferðamenn þá gæti leiðsögunám verið fyrir þig. Leiðsögunám er fjölbreytt og skemmtilegt og getur opnað dyr að áhugaverðu og krefjandi starfi í vaxandi atvinnugrein. INNRITUN STENDUR YFIR TIL 30. MAÍ. Sjá nánar á mk.is Leiðsöguskólinn s. 594 4025 8 KynnInGArBLAÐ FÓLK 1 0 . M A í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 1 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B D -8 C 5 C 1 F B D -8 B 2 0 1 F B D -8 9 E 4 1 F B D -8 8 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.