Fréttablaðið - 10.05.2018, Síða 48

Fréttablaðið - 10.05.2018, Síða 48
Hafnfirðingar komu, sáu og sigruðu á Selfossi Kunnuglegar slóðir FH-ingar komust í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla annað árið í röð í gærkvöld með 29-26 sigri á Selfossi í Vallaskóla í oddaleik en í úrslitunum mæta Hafnfirðingar ÍBV. Sigurinn var verðskuldaður og tókst FH loksins að vinna í Vallaskóla eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð þar. Fær FH því aðra tilraun til að vinna titilinn en þeir þurftu að horfa á eftir titlinum til Valsmanna eftir oddaleik í fyrra. Fréttablaðið/eyþór FH - ÍbV 1-3 0-1 Cloé Lacasse (2.), 0-2 Kristín Erna Sigur- lásdóttir (32.), 0-3 Guðný Árnadóttir (82., sjálfsmark), 1-3 Marjani Hing-Glover (84.).. þór/Ka - HK/Víkingur 3-0 1-0 Sandra Stephany Mayor Gutierrez (57.), 2-0 Sandra María Jessen (64.), 3-0 Sandra Gutierrez. breiðablik - Grindavík 4-0 1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (41.), 2-0 Selma Sól Magnúsdóttir (49.), 3-0 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (55.), 4-0 Agla María Albertsdóttir (72.). Valur - Stjarnan 1-3 0-1 María Eva Eyjólfsdóttir (19.), 0-2 Málfríður Erna Sigurðardóttir (39., sjálfs- mark), 0-3 Katrín Ásbjörnsdóttir (44.), 1-3 Crystal Thomas (47.). efri Breiðablik 6 Þór/KA 6 Valur 3 ÍBV 3 Stjarnan 3 Neðri HK/Víkingur 3 KR 0 FH 0 Selfoss 0 Grindavík 0 Nýjast Pepsi-deild kvenna Selfoss - FH 26-29 Selfoss: Einar Sverrisson 8, Elvar Örn Jóns- son6, Haukur Þrastarson 3, Guðni Ingvars- son 2, Richard Sæþór Sigurðsson 2, Teitur Örn Einarsson 2, Sverrir Pálsson 1, Atli Ævar Ingólfsson 1, Árni Steinn Steinþórsson 1. FH: Óðinn Þór Ríkharðsson 6, Arnar Freyr Ársælsson 6, Ásbjörn Friðriksson 6, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Einar Rafn Eiðsson 3, Jóhann Karl Reynisson 2, Ágúst Birgisson 2. FH vinnur einvígið 3-2 og mætir ÍBV í úrslita- einvígi Olís-deildar karla.. Olís-deild karla, undanúrslit Chelsea - Huddersf. 1-1 0-1 Laurent Depoitre (50.), 1-1 Marcus Alonso (62.). leicester - arsenal 3-1 1-0 Kelechi Iheanacho (14.), 1-1 Pierre- Emerick Aubameyang (53.), 2-1 Jamie Vardy (76.), 3-1 Riyad Mahrez (90.). Man. City - brighton 3-1 1-0 Danilo (16.), 1-1 Leonardo Ulloa (20.), 2-1 Bernando Silva (34.), 3-1 Fernandinho (72.).. tottenham - Newcastle 1-0 1-0 Harry Kane (50.) . enska úrvalsdeildin Fótbolti Svava Rós Guðmunds­ dóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur byrjað afar vel á sínu fyrsta tímabili hjá norska liðinu Røa. Hún gekk í raðir Røa í upphafi ársins og hefur skorað fjögur mörk í fyrstu fimm leikjum liðsins í norsku efstu deildinni á yfirstandandi leiktíð. Røa gekk reyndar ekki í takt við góða byrjun Svövu Rósar, en liðið beið ósigur í þremur fyrstu leikjum sínum í deildinni. Gæfan snerist síðan liðinu í hag og liðið hefur haft betur í síðustu tveimur deildarleikjum sínum, en Svava Rós hefur verið á skot­ skónum í báðum sigurleikjunum. Røa hífði sig þar af leiðandi frá fallsvæði deildarinnar og hún er í seilingarfjarlægð frá markahæstu leikmönnum deildarinnar. Svava Rós hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið, en hún lék sinn fyrsta leik fyrir liðið í undankeppni HM 2019 þegar liðið sigraði Færeyj­ ar nýverið í leik liðanna í Þórshöfn. Hún hóf leikinn á hægri kantinum og stóð sig með prýði í 5­0 sigri Hef bætt leik minn hér í Noregi Svava Rós Guðmundsdóttir er að endurnýja kynnin við framherjastöðuna hjá Røa. Svava Rós er á sínu fyrsta tímabili með liðinu og hefur látið til sín taka. Henn líður vel og segir sér hafa farið fram hjá liðinu. liðsins. Svava Rós lagði upp annað mark Íslands í leiknum þegar hún renndi boltanum á Rakel Hönnu­ dóttur sem skilaði boltanum í netið. Svava Rós hefur nú þegar skorað meira fyrir Røa á þessari leiktíð, en allt síðasta keppnistímabil í deild­ inni fyrir Breiðablik. Hún skoraði þrjú mörk fyrir Breiðablik, en lét svo enn frekar til sín taka þegar kom að því að leggja upp mörk fyrir sam­ herja sína. Svava Rós var stoðsend­ ingahæsti leikmaður deildarinnar síðasta sumar og raunar sumarið þar áður sömuleiðis. „Við fórum rólega af stað í deild­ inni, en við stóðum okkur hins vegar vel á móti Lilleström sem er með besta lið deildarinnar. Þetta er mjög jöfn deild og það hafa öll lið verið að kroppa stig af hvert öðru. Lilleström er hins vegar í sérflokki og ég held að þær verði meistarar. Við höfum bætt okkar spilamennsku undanfarið og náð að landa sigrum í tveimur síðustu leikjunum. Það er stutt í liðin fyrir ofan okkur og sigur gegn Avaldsnes gæti lyft okkur upp um nokkur sæti,“ segir Svava Rós. „Mér líður mjög vel hérna og allur aðbúnaður er mjög góður. Ég get einbeitt mér meira að fótboltanum hérna en heima og ég æfi alla jafna tvisvar á dag. Mér finnst ég hafa bætt mig eftir að ég kom hingað og ýmsir þættir sem voru ekki nógu góðir í mínum leik hafa batnað. Við erum með fínt lið sem getur haft betur í öllum leikjum sem við spilum og við stefnum að því að vera við topp deildarinnar,“ segir hún um það hvernig málin standa hjá liðinu. „Mér hefur gengið vel persónu­ lega, en aðalástæðan fyrir því að ég er að skora meira hér en hjá Breiða­ bliki er að ég er að spila frammi hérna. Ég hef klárað vel þau færi sem ég hef fengið og ég er aðgangs­ harðari fyrir framan markið en áður. Ég hef meira sjálfstraust til þess að klára færin upp á eigin spýtur og ég er orðin betri í að klára færin en ég var. Ég hef ekki sett mér nein mark­ mið um fjölda marka á tímabilinu, en set stefnuna á að skora fyrir hvern leik,“ segir Svava Rós. „Það er svolítið síðan ég spilaði síðast sem framherji. Ég og Elín Metta [Jensen] skiptum því á milli okkar að spila á kantinum og frammi þegar við vorum saman hjá Val. Það er mjög gaman að rifja upp gamla takta í framlínunni og fá að vera meira í baráttunni inni i víta­ teig andstæðinganna en áður. Ég get nýtt hraða minn og kraft í þess­ ari stöðu og markmiðið er að bæta skottæknina enn frekar. Það er vonandi að ég haldi áfram á skots­ kónum,“ segir hún enn frekar um spilamennsku sína. hjorvaro@frettabladid.is Og þú hitar bílinn með fjarstýringu – Webasto bílahitari -8° -6° -7° 0_StH_ANZ_Snow_99,3x99,5_Island.indd 1 27.10.17 14:2 21° Tilfinning BÍLASMIÐURINN HF BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI: 567-2330 www.bilasmidurinn.is • bilasmidurinn@bilasmidurinn.is Það er mjög gaman að rifja upp gamla takta í framlínunni og að fá að vera meira í baráttunni inni i vítateig andstæðing- anna en áður. Svava Rós Guðmundsdóttir Fótbolti Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í Levski Sofia þurftu að sætta sig við silfurverðlaunin eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum í Búlg­ aríu í gær eftir vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus í leikslok og þurfti því að grípa til framlengingar og síðar vítakeppni. Jordi Gomez, samherji Hólmars sem lék áður með Wigan á Englandi, misnotaði vítaspyrnu í venjulegum leiktíma en það var aðeins for­ smekkurinn fyrir Levski Sofia. Misnýttu þeir tvær vítaspyrnur af fjórum og dugði Slavia Sofia að skora úr fjórum vítaspyrnum til að innsigla sigurinn. Er þetta fyrsta leiktímabil Hólmars í Búlgaríu eftir félagsskipti frá Ísrael og var þetta möguleiki á fyrsti titli hans þar í landi en hann þarf að bíða eftir fyrsta titlinum. Er hann þriðji íslenski leikmað­ urinn sem leikur þar í landi á eftir Jósef Kristni Jósefssyni og Garðari Bergmanni Gunnlaugssyni. – kpt Hólmar Örn tók silfur í Búlgaríu 1 0 . m a í 2 0 1 8 F i m m t U D a G U R24 S p o R t ∙ F R É t t a b l a ð i ð sport 1 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K _ n ý.p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B D -4 C 2 C 1 F B D -4 A F 0 1 F B D -4 9 B 4 1 F B D -4 8 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.