Feykir


Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 4

Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 4
2 01 44 En þegar dagatölin eru búin til heima skapast ákveðið vandamál- Heimatilbúnu dagatali fylgir ekki innihald! Þá reynir enn frekar á hugmyndaflugið, en Frökenin er með það á hreinu að það er alveg jafn gaman að fá einhver skilaboð eða verkefni sem þarf að inna af hendi yfir daginn eins og að fá súkkulaðibita, svo ekki sé nú talað um ef bæði moli og verkefni bíða eiganda dagatalsins! En eftir Pinterest yfirlegu fann Frökenin nokkur dagatöl sem henni fannst falleg og þess virði að deila með lesendum. Ekki nóg með það, heldur bætti hún um betur og útbjó lista með atriðum/ verkefnum sem litlum hjörtum þætti ekki leiðinlegt að finna í dagatalinu sínu! [sjá hér á næstu síðu] Dundað í dagatalagerð UMSJÓN Hrafnhildur Viðarsdóttir Fröken Fabjúlöss föndrar fyrir jólin Flestir sem nokkurntímann hafa heyrt af Fröken Fabjúlöss vita að desember er hennar uppáhaldsmánuður! Ljósin, skrautið, glimmerið, hefðirnar og smákökurnar! Það er eins og samfélagið sameinist í að gera allt kósí í einn mánuð á ári! En tíminn frá 1. des og fram að jólum getur verið ansi langur og strangur fyrir yngstu hjörtun, og smellti Frökenin því fyrir sig betri jólafætinum inn á pinterest.com til að athuga hvort hún fyndi einhver jóladagatöl sem auðvelt og ódýrt (já og erfitt og dýrt, stundum verður það að fá að fljóta með) væri að föndra. Menningarhúsið Miðgarður í Varmahlíð föstudaginn 5. desember kl. 20:30 Stórsöngvararnir Jóhanna Guðrún og Óskar Pétursson flytja jólalögin ásamt frábærum hópi skagfirskra listamanna FRAM KOMA: Jóhanna Guðrún, Óskar Pétursson, Íris Olga Lúðvíksdóttir, Sigvaldi Helgi Gunnarsson, Kolbrún Grétarsdóttir, Bergrún Sóla og Malen Áskelsdætur, Gunnar Rögnvaldsson, Jón Hallur Ingólfsson að ógleymdum sameinuðum Barnakór Árskóla og Varmahlíðarskóla sem setja punktinn yfir tónleikana, þar sem jólaandinn mun svífa yfir vötnum ásamt hæfilegu magni af gríni og glensi. HLJÓMSVEIT KVÖLDSINS SKIPA: Berglind Stefánsdóttir, Einar Þorvaldsson, Gróa Valdimarsdóttir, Kristján Reynir Kristjánsson, Kristín Halla Bergsdóttir, Margeir Friðriksson, Sigurgeir Agnarsson, Stefán R. Gíslason og Sveinn Sigurbjörnsson. STJÓRNENDUR BARNAKÓRS: Íris Baldvinsdóttir og Friðrik Jónsson. KYNNAR: Óskar Pétursson og Jón Hallur Ingólfsson HLJÓÐ: Fúsi Ben N Ý PR EN T eh f MIÐASALA er á Miði.is MIÐAVERÐ KR. 3.900 Ef það er eitthvað sem nýbakaðar mæður kannast við, þá eru það haugarnir af krukkum undan barnamat sem hrannast upp. Ef þær eru eitthvað svipaðar og Fröken Fabjúlöss, þá sárfinna þær til við tilhugsunina um að henda þeim. Hér er lausnin komin: Föndra jóladagatöl úr þeim handa fjölskyldumeðlimum. Þetta býður upp á þúsund lita-munsturs og útfærslumöguleika! Hérna er önnur leið til að gefa klósettrúll- unum nýtt líf! Hefta endann á þeim, stinga gotteríi, blaði með skilaboðum/verkefni eða hvorutveggja inní, hefta svo hinn endann líka. Skreyta svo með afgangsborðum frá seinustu jólum ef endurnýting er hjartans mál, eða skunda út í búð og fjárfesta í fallegum borðum og skrauti! Tómar klósettrúllur er eitthvað sem venjulega er hent en eitt af því sem er ákaflega auðvelt að föndra eitthvað skemmtilegt úr. Nú er heldur betur ástæða til að grátbiðja nágranna, vini og vandamenn að hamstra tómu klósettrúllurnar í smá tíma og búa svo til þetta sniðuga dagatal. Þarna sameinast það að nýta eitthvað sem annars væri hent og nýting á efnisafgöngum sem eru komnir hættulega nálægt ruslafötunni! Hérna hefur fjölnota muffinsform fyrir 24 kökur fengið nýtt hlutverk! Einfalt og fljótlegt, klippa karton í nógu stóra hringi til að hylja muffinsgatið, stinga glaðningnum í gatið og loka því svo! Skreyta að vild. Þetta er hugvit og einfaldleiki sem Fröken Fabjúlöss dáist að! KÍKTU í krukku KÆRLEIKUR Í KLÓSETTRÚLLUM KRÚTTLEGU KLÓSETTRÚLLUrnar muffinsformið fær nýtt líf

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.