Feykir


Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 9

Feykir - 27.11.2014, Blaðsíða 9
92 01 4 hvarf hans af heimili ömmu. En hann tók gleði sína á ný þegar hann fékk að vita að hesturinn myndi skila sér fljótt aftur,“ segir Emilía og brosir. Emilía segist leggja mikið upp úr því að fjölskyldufólk geti komið og notið staðar og stundar í rólegheitum og að rugguhestarnir hafi vakið mikla lukku hjá ungum jafnt sem öldnum. Börnin geta jafnframt sest niður og litað myndir af rugguhestum, á meðan geta þeir fullorðnu fengið sér kaffi og rugguhestapiparkökur, spjallað og virt fyrir sér sýninguna. Hún segir engan fastan opnunartíma vera á Sögusetrinu um þessar mundir en þeir sem hafa áhuga á að koma og skoða geti hringt í hana í síma 895- 9366 svo hægt sé að finna tíma sem hentar. Þá stendur einnig til að hafa opið sunnudaginn 14. desember. „Þá ætlum við í kvenfélaginu hérna á Hólum að standa fyrir aðventuhátíð frá kl. 13-17. Á hátíðinni verður hægt að sækja sér jólatré í Hólaskóg, prófa rugguhestana, skoða Hóla- dómkirkju, kíkja á Bjórsetrið og fá sér vöfflur og kakó í Hólaskóla, Undir Byrðunni. Í Nýjabæ, fallega torfbænum okkar, verður líf og fjör allan daginn, jólabasar og matarkynn- ingar, það verður lesið fyrir börnin og sungin jólalög auk þess sem einhverjir jólasveinar verða á ferli. Það er alltaf mjög hátíðlegt að koma heim að Hólum á þessum árstíma og allir sem koma ættu að vera komnir í jólaskap eftir svona dag.“ „Stúlkan með lambið“ Gullmolar barnanna á leikskólanum Barnaborg á Skagaströnd Á leikskólanum Barnabóli á Skagaströnd eru um 30 börn. Nýlega tók leikskólinn að starfa undir Hjallastefnunni og má sjá áhrif þess í gullmolunum sem starfsfólk leikskólans tók saman fyrir Feyki nú skömmu fyrir aðventuna. Það var von á góðum gesti á Barnaból og ein stúlkan fór uppnumin að segja pabba sínum frá. „Það er að koma mjög merkileg kona í heimsókn til okkar." „Nú,“ segir pabbinn „og hver er það?“ Stúlkan er ekki lengi að upplýsa hann um það: „Það er hún María Bóla.“ En það er rétt að geta þess að Margrét Pála Hjallastefnukona var væntanleg í hús! Ungur drengur var að fara í hvíld. „Það er slökkt á mér" sagði hann um leið og hann lokaði augunum. Tvö þriggja ára börn klifruðu upp á klifurhús og voru einstaklega stolt þegar toppnum var náð og horfðu brosandi á hvort annað. Drengurinn segir: „Við erum uppi.“ Stúlkan brosir og kinkar kolli. Drengurinn segir: „Eigum við að bora?“ Stúlkan er alveg til í það og taka við að bora af krafti. Þá horfir drengurinn á stúlkuna og segir: „Ert þú með bleiku borvélina þína?“ Margrét Pála kom í hús og börnin komum fagnandi á móti henni. Eitt barnið heilsar og segir svo: „Þú ert stúlk- an með lambið,“ en það hafði séð mynd af henni í blaði þar sem Magga Pála heldur á lambi. Möggu þótti vænt um þessi orð. Á Barnabóli hafa börnin verið að æfa sig í hegðun og þegar einhver ruglast þá getum við ávallt bætt okkur. Einn drengur var aðeins að aðstoða mömmu sína: „Mamma, varstu að ruglast?“ Og mamma svarar: „Já, fyrirgefðu.“ Þá svarar hann brattur: „Það er allt í lagi mamma mín, það gerist á bestu bæjum, gengur bara betur næst.“

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.