Feykir


Feykir - 27.11.2014, Side 11

Feykir - 27.11.2014, Side 11
1 12 01 4 Fram kemur í spjallinu við Hjalta að mikið af því efni sem safnað hefur verið saman vegna útgáfunnar hefði auðveldlega getað orðið glatkistum að bráð. Hann nefnir sem dæmi langan kafla í þessari nýjustu bók um Bæ á Höfðaströnd. „Þarna voru tveir þéttbýlisstaðir og mikil útgerð. Á Bæjarklettum voru gerðir út fyrstu þilfarsbátarnir í Skagafirði, voru jafnvel smíðaðir þarna. Það eru litlar minjar eftir um þetta í dag.“ Hjalti segist hafa náð í eldri menn sem gátu sagt honum hluta úr þessari sögu, en flestir þeirra séu látnir síðan og það hefði því ekki mátt tæpara standa að skrásetja þessa merku sögu. Ljóðalaut og Rommpyttur Mikið af starfi Hjalta, og þeirra sem koma að ritun bókarinnar, fer fram á vettvangi. Hann segist leggja sig fram um að skrásetja sögu eyðijarða, skoða sig um og leita að fornum mannabústöðum og mannvistarleifum. Áhuginn leynir sér ekki þegar Hjalti útskýrir fyrir blaðamanni að sig hafi „langað að finna kirkju“ á bænum Bjarnarstöðum í Unadal. Það tókst þó ekki að staðfesta að þessu sinni, enda segir hann að hver rannsókn sem ber árangur kveiki jafnan Upp á toppinn með ostinn Mjólkursamlag KS Skagfirðingabraut 51 550 Sauðárkróki & 455 4600 Fax 455 4601 www.ks.is RIFOSTUR Ostablanda, sérstaklega ætluð fyrir pizzur. Milt bragð, góðir bræðslueigin- leikar og teygjanleiki eins og fagmenn kjósa helst. Pizzaostur er blanda af Mozzarella og Maribó osti. MOZZARELLA Íslenski Mozzarella osturinn er framleiddur úr kúamjólk og hefur verið leitast við að ná hinum sönnu Ítölsku bragðgæðum. Mozzarella er ferskur ostur geymdur í saltlegi og er ýmist notaður eins og hann kemur fyrir eða í matargerð, t.d. á pizzur. SVEITABITI Skagfirskur Sveitabiti er einstaklega mjúkur ostur og mun mýkri en sambærilegir fastir brauðostar sem eru á markaðnum í dag. GOTTI Gotti er mjög bragðmildur og mjúkur ostur en auðskeranlegur. Osturinn er góður fyrir börn og þykir þeim hann mesta lostæti. Þessi ostur hentar afar vel á grill og í heita rétti því hann bráðnar vel og fallega. N Ý PR EN T eh f. nýjar spurningar. Hann nefndir dæmi um forvitnileg örnefni eins og Ljóðalaut og Rommpytt, sem hann telur að sér hafi tekist að staðsetja en enginn viti lengur af hverju þau nöfn eru til komin. Hjalti vill ítreka að svo viðamikið verk sem byggða- sagan er sé ekki eins manns verk. Frá upphafi hafa alltaf unnið tveir starfsmenn við ritun bókanna, auk fleiri sem koma að verkinu á einn eða annan hátt. Egill Bjarnason, fyrrum ráðunautur, var aðstoðarmaður Hjalta við fyrri bækurnar en frá 2007 hefur Kári Gunnarsson frá Flatatungu verið honum til aðstoðar. Þá hefur hann átt í miklu samstarfi við Guðnýju Zoëga og fleiri starfsmenn Byggðasafns Skagfirðinga. Óli Arnar Brynjarsson hjá Nýprenti á Sauðárkróki hefur annast umbrot síðustu þriggja bóka og segir Hjalti það muna miklu að sú vinna geti farið fram hér heima. „Það gefur mér kost á að vera með í umbrotinu, fylla upp í og fella úr eða auka í eftir þörfum. Fyrir vikið verður verkið þéttara, auk þess sem Óli er mjög fær á sínu sviði og samvinnan með ágætum.“ Byggðasagan hefur fengið ákaflega góðar viðtökur, heima í héraði og meðal brottfluttra og annarra áhugasamra um skagfirska sögu. Hjalti segir hana til á ansi mörgum heim- ilum í Skagafirði en lítið sé orðið eftir af upplagi fyrstu bókanna. Eins og nærri má geta er útgáfan tímafrek og útgáfukostnaður hvers bindis hleypur á milljónum. „Þetta skilar ekki peningalegum arði,“ segir Hjalti, „en vonandi menn- ingarlegum.“ Aðspurður segir Hjalti að söguáhuginn hafi alltaf loðað við sig. Eftir að barnaskóla lauk starfaði hann tvo vetur að búi foreldra sinna „við að gera eitthvað nytsamlegt.“ Síðar lærði hann sagnfræði og tók BA próf í þeirri grein. Hann hóf störf á Héraðsbókasafni Skagfirðinga 1976 en þegar Kristmundur Bjarnason lét af störfum við Héraðsskjalasafnið árið 1990 færði Hjalti sig þangað og starfaði til ársins 2000. Síðan hefur hann alfarið helgað sig ritun byggðasögunnar. Blaða- maður getur ekki stillt sig um að spyrja hvað taki við þegar því verki lýkur, þó að ljóst sé að það muni taka nokkur ár til viðbótar. „Ætli ég fari ekki á elliheimilið,“ svarar Hjalti að bragði og bætir því við að þegar þar að kemur verði hann kominn nokkuð á áttræðisaldur. Upplýsingin syðra er svín Eftirfarandi frásögn er rituð eftir Páli Hjálmarssyni frá Kambi. Segir hann frá gamalli tíð þegar förumenn fóru milli bæja og þáðu mat og gistingu fyrir ýmis viðvik. Það var alltaf nógur matur til á Kambi, enda var þar stöðugur straumur af fólki og öllum vel tekið. Til dæmis komu þar oft Símon Dalaskáld, sem orti vísur um allt heimilisfólkið, Jóhann beri, Myllu-Kobbi og fleiri förumenn. Það var þó einn förumaður, sem var sérstaklega velkominn. Það var Sölvi Helgason og dvaldi hann oft um lengri eða skemmri tíma. Til að borga eitthvað fyrir sig gaf hann húsráðendum tvö forláta blómamálverk. Þau lentu síðar hjá Steinþóri Ásgeirssyni frá Kambi. Einnig kenndi Sölvi þeim Hjálmari og Páli að lesa, skrifa og reikna. Hann var mjög vel að sér í þessum fögum og skrifaði listavel. Eitt sinn þegar hann kom að Kambi lá illa á honum. Hafði hann þá sótt um listamannastyrk til Reykjavíkur en ekki fengið. Þegar hann gaf strákunum forskrift um kvöldið var það ein setning og urðu þeir að skrifa hana allt kvöldið: Upplýsingin syðra er svín. Bjarni Friðriksson á Sunnuhvoli var einu sinni á leiðinni út á Krók ásamt Sigurði, bróður sínum. Þegar komið var að Halldórsstöðum spurði Siggi: „Heyrðu, hafa orðið ábúendaskipti hér á Halldórsstöðum?“ Bjarni, sem var nú jafnan fámáll, svaraði engu og áfram óku bræðurnir út á Krók. Þar luku þeir erindum sínum og héldu heim á leið. Þegar komið var aftur að Halldórsstöðum sagði Bjarni allt í einu: „Nú, ég veit það ekki!“ * Þeir voru saman í kjörnefndinni í Fellshreppi, höfðingjarnir Tryggvi í Lónkoti og Gestur á Arnarstöðum. Fyrir einar kosningar kom eldri kona á kjörstað, sem bað um aðstoð við að kjósa. Kjörnefndin varð að verða við því og sagði þá Tryggvi: „Það er best að ég fari með henni.“ Síðan leiddi Tryggvi konuna inn í kjörklefann og þaðan heyrðist í honum eftir smástund: „Svo er það XD.“ Glettur Úr Skagfirskum skemmtisögum 4

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.