Feykir


Feykir - 27.11.2014, Qupperneq 21

Feykir - 27.11.2014, Qupperneq 21
2 12 01 4 Harpa með dætur sínar árið 2010. Að neðan eru nýlegar myndir úr safni fjölskyldunnar. Foreldrar Matthildar eru þau Harpa Þorvaldsdóttir frá Hvammstanga, fædd árið 1980 og Haraldur Guðmundsson (Halli), frá Blönduósi, fæddur árið 1977. Aðspurð segjast þau hafa hist sem unglingar en byrjað að vera saman árið 2001. Þau giftu sig 2006 og fluttust til Salzburg í Austurríki sama ár, ásamt eldri dóttur sinni, Halldóru Björgu, sem er fædd 15. desember 2003. Matthildur fæddist í Salzburg, þann 7. desember 2009. „Meðgangan gekk eðlilega fyrir sig, ekkert óvenjulegt kom í ljós. En sex klukkustundum eftir fæðingu blánaði hún og átti erfitt með andardrátt. Hún var því tekin til nánari skoðunar af hjartalækni sem lagði hana strax inn á gjörgæsludeild í Salzburg. Eftir ítarlegar rannsóknir komu í ljós alvarlegir hjarta- og æðagallar, ásamt öðrum minni einkennum,“ útskýra þau Harpa og Halli. Eftir greininguna var ljóst að Matthildur þyrfti að gangast undir þrjár stórar og flóknar aðgerðir til að eiga möguleika á venjulegu lífi. „Á fjórða degi var hún flutt með þyrlu til Munchen í Þýskalandi í sína fyrstu opnu hjartaaðgerð. Sú aðgerð er oft talin sú erfiðasta fyrir einstaklinga að komast í gegnum og eru allt að 50% sjúklinga sem komast ekki í gegnum hana.“ Aðgerðin sem um ræðir gekk mjög nærri Matthildi og var hún tvo mánuði á gjörgæslu. Önnur aðgerðin var framkvæmd við fjögurra mánaða aldur og þá var Matthildur aftur tvo mánuði á spítalanum og mestan hluta þess tíma á gjörgæslu. Þriðja stóra aðgerðin var einnig framkvæmd í Munchen og var Matthildur þá orðin tveggja og hálfs árs gömul. „Sú aðgerð gekk einnig mjög nærri henni og var henni um tíma vart hugað líf. Það var ekki fyrr en ári síðar og eftir nánari rannsókn og eftirfylgni, að læknar staðfestu að fyrri aðgerðir hefðu heppnast eftir vonum og allt liti vel út og engin ástæða til að áætla frekari aðgerðir.“ Þau Harpa og Halli segja að þrátt fyrir erfiðleika í aðgerðaferlinu inni á spítalanum, hafi Matthildur alltaf náð undraverðum bata á milli aðgerða. Henni leið vel heima og þar lifði hún fullkomlega eðlilegu lífi eins og hvert annað lítið barn. Matthildur er í dag ákaflega lífsglöð og fjörug stúlka, sem hefur að sögn foreldranna náð ótrúlegum bata miðað við hvaða vonir þeim og henni voru gefnar í upphafi. „Þetta tók mikið á, en styrkur Matthildar var það sem kom okkur að mestu leyti í gegnum erfiðustu dagana. Strax frá byrjun sýndi hún okkur öllum hversu sterk og ákveðin lítil stúlka hún er. Og við, þó að stundum hafi útlitið verið dökkt, misstum aldrei trúna á henni, og vor- um alltaf samstíga í því að hún sjálft ætti að leiða baráttuna.“ Þau Harpa og Halli segja útilokað að kenna neinum að komast í gegnum aðstæður eins og þau voru í meðan dóttir þeir var sem veikust. „Við reyndum að halda henni frá því þegar við vorum vonlítil eða vansæl og settum okkur það markmið að gráta ekki yfir rúminu hennar, heldur fara út af stofunni ef við þyrftum þess. Einnig að ræða ekki aðgerðarplön, líkur og vandamál yfir henni. Við vildum að hún fyndi alltaf á okkur, í orðum og gjörðum, að hún kæmist í gegnum þetta með okkur,“ segja þau. Jafnframt segja þau það hafa verið mikilvægt að geta staðið saman við hlið hennar á spítalanum og stutt hvort annað þess á milli. „Við erum einnig mjög meðvituð um það að við erum einstaklega heppin að vera í þeirri stöðu að Matthildur sé svona frísk og fjörug stelpa í dag, en á því voru afar litlar líkur í upphafi. Heppnin var með okkur.“ Bloggið hjálpaði okkur Meðan á veikindum Matthildar stóð héldu Harpa og Halli út bloggsíðu þar sem þau greindu á opinskáan hátt frá líðan Matthildar og framvindu veikindanna. „Bloggið hjálpaði okkur mikið, bæði að geta miðlað upplýsing- um til þeirra sem fylgdust með okkur, og eins að fara yfir dagana saman – að Matthildur barðist fyrir lífi sínu en hefur náð undraverðum bata „Við vorum heppin“ VIÐTAL Kristín S. Einarsdóttir Fyrir um fimm árum eignuðust ung hjón af Norðurlandi vestra, þá búsett í Salzburg, litla dóttur. Sex klukkustundum eftir fæðinguna kom í ljós að ekki var allt með felldu og Matthildur litla greindist með alvarlega hjarta- og æðagalla. Tveggja og hálfs árs hafði hún gengist undir þrjár stórar aðgerðir og um tíma var henni vart hugað líf. Foreldrarnir sýndu mikið æðruleysi og héldu úti bloggsíðu þar sem vinir og vandamenn gátu fylgst með framvindu mála. Eflaust hafa margir velt fyrir sér hvernig Matthildi hefur reitt af og því hafði Feykir samband við fjölskylduna skömmu fyrir aðventuna til að spyrja frétta af þessari ungu hetju. pakka reynslu hvers dags eða viku í skiljanlegt form, bæði fyrir okkur og þá sem fylgdust með okkur.“ Harpa og Halli segja að það hafi verið mikil lukka að vera búsett erlendis, þar sem Matthildur hafi strax gengið inn í bestu mögulegu aðstæður þegar lýtur að erfiðum, meðfæddum hjartagöllum. Hún var send á eina af virtustu hjarta- stofnunum í heimi, Deutsches Herz Zentrum í Munchen, og fékk þar með bestu mögulegu viðgerð á sínum galla og öll umönnun og eftirfylgni var fyrsta flokks. „Þannig var það lán í óláni að vera erlendis þegar ólukkan dundi yfir. En Ísland kallar á mann að vera nær fjölskyldu og vinum og það er gott að vera komin heim,“ segja þau, en fjölskyldan flutti heim í ágúst í fyrra. Þrátt fyrir fjarlægðina naut fjölskyld- an mikils stuðnings. „Við erum þakklát fyrir stuðning fólksins í kringum okkur, styrk og umhyggju allra sem við þekkjum. Vinir og fjölskylda okkar frá Blönduósi og Hvammstanga, úr Reykjavík, samstarfsaðilar og kunningj- ar frá Ítalíu og Austurríki og sérstaklega vinir okkar í Salzburg. Fólk bað fyrir okkur og studdi okkur fjárhagslega, hélt fyrir okkur styrktartónleika á Íslandi og í Austurríki og gerði okkur þar með kleift að standa í þessu saman. Fyrir það erum við og verðum ævinlega þakklát, það hefði ekkert mátt fara á annan veg en það gerði,“ segja Harpa og Halli. Harpa og Halli segja það verða að viðurkennast að jólaskapið hafi breyst örlítið eftir þetta „ferðalag“. „En þar sem við eigum tvær stelpur fæddar í desember, sem eru einnig mikil jólabörn, þá þýðir ekkert annað en að taka aðventunni og jólunum fagnandi. Svona barátta þroskar mann að sjálfsögðu, en breytir manni einnig og kennir manni að lífið og góð heilsa sé ekki sjálfsögð. Maður ætti að vera þakklátur fyrir hvern hamingjuríkan dag,“ segja þau að lokum. „Svo vill Matthildur koma því á framfæri að hún æfir jólalögin af kappi ásamt öðrum leikskólabörnum á Huldulæk, en þau ætla að syngja fyrir gamla fólkið í Reykjavík. Við fjölskyldan óskum öllum gleðilegra jóla.“

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.