Feykir


Feykir - 27.11.2014, Síða 34

Feykir - 27.11.2014, Síða 34
2 01 43 4 Það var búið að snjóa og snjóa í meira en viku. Já, bærinn var fullur af snjó og einn daginn í vikunni var meira að segja frí í skólanum. Mamma hafði sagt að það mætti enginn fara í skólann því það væri vitlaust veður. Fannar hafði spurt hana hvernig veðrið gæti verið vit- laust en því gat hún ekki svarað. Fannar og Hugi vinur hans voru búnir að leika sér í snjónum í hvert sinn sem færi gafst. Meira að segja spjald- tölvurnar fengu vel þegna hvíld. Þeir höfðu horft á gröfurnar ýta og moka snjónum í heljarins hóla og fjöll. Þeir höfðu mokað göng í snjófjöllin og rennt sér á rassinum niður hlíðarnar. Einn skaflinn náði meira að segja upp á þak á einu húsinu svo þeir náðu að ganga þangað upp og hoppa niður í garð. Þetta gerðu þeir aftur og aftur, þangað til konan í húsinu kom alveg brjáluð út. „Nú hringi ég á lögguna!“ hrópaði hún á þá og hélt á símanum í hendinni. Fannar og Hugi hlupu eins og fætur toguðu heim. Svo var meira að segja gaman að stinga sér með hausinn í snjóskaflana. Eða alveg þangað til Fannar lenti með hausinn á einhverju hörðu. Það var þá hjólið hans sem hann hafði skilið eftir liggjandi í garðinum. Fannar fékk stóra kúlu á hausinn. „Var ég ekki búinn að segja þér að setja hjólið inn í skúr áður en það færi að snjóa, Fannar?“ Jú, alveg rétt, pabbi hafði beðið hann um það. Það er stundum alveg óþolandi hvað pabbi hefur oft rétt fyrir sér. Já, Fannar var sko þreyttur eftir öll ævintýrin í snjónum. En loksins drattað- ist hann þó á fætur og þá voru allir farnir að hafa sig til. Nema að vísu Biggi, litli bróðir Fannars, sem sat og sullaði seríósinu sínu um eldhúsborðið. Mik- ið væri gaman að vera bara tveggja ára en ekki alveg sjö ára eins og ég, hugsaði Fannar. Pabbi var kominn í þykku peysuna sína. Hvað er eiginlega í gangi, það er laugardagur, hugsaði Fannar og spurði svo: „Pabbi, er ekki leikur í dag?“ Pabbi leit brosandi á hann og sagði: „Jú, Fannar minn, en í dag sleppum við leiknum og förum í bæinn.“ Þau byrjuðu á að fara í íþróttahúsið og það voru örugglega milljón bílar þar fyrir utan. Aftur spurði Fannar: „Pabbi, er leikur í dag?“ Pabbi hló og sagði: „Nehei, nú ertu boðinn í veislu, Rótarýklúbburinn er með jólahlaðborð.“ Váá, hugsaði Fannar, það hljómar eins og rosalega stórt borð. Þegar hann kom inn í íþróttahúsið varð hann ekki svikinn. Það voru að vísu engir pakkar á jólahlaðborðinu heldur fullt af mat sem ilmaði eins og jólin. Og Fannar mátti borða eins og hann langaði til. Hangikjöt og hamborgarhrygg, sósur og laufabrauð og alls kyns fínerí. Fannari fannst samt skrítið að það voru bara einhverjir kallar sem voru með matinn og þeir voru allir með rauðar svuntur. Þarna þekkti hann lækninn sem hafði saumað fimm spor í hausinn á honum fyrir þremur árum, bakarinn var þarna og kallinn sem hrópar Stóll-inn Stóll-inn þegar leikirnir eru búnir í körfuboltanum. Þetta var nú fína veislan. Svo kom allt í einu einhver maður og fór að segja sögur og fullorðna fólkið hló og hló. Sumir hlógu svo mikið að þeim svelgdist á gosinu sínu. Einhverjir hlógu reynd- ar ekki neitt og hristu bara Fannar lætur ljósin skína HÖFUNDUR Óli Arnar Brynjarsson Ævintýri á aðventunni Fannar vaknaði seint á laugardagsmorgni. Bára systir vakti hann og sagði: „Á fætur með þig svefnpurrkan þín!“ Fannar rifaði augun aðeins og snéri sér síðan á hliðina og dró sængina upp fyrir haus. „Fannar! Á fætur strákur,“ hrópaði Bára og reif af honum sængina. „Ég get það ekki, ég er svo rosalega þreyttur,“ sagði Fannar og það var alveg rétt. hausinn. „Hvaða kall er þetta?“ spurði Fannar og benti á manninn. „Þetta er nú bara Framsóknarkall,“ sagði pabbi og hló meira. Rosalega hljóta þessir Framsóknarkallar að vera fyndnir, hugsaði Fannar. Þegar þau voru að ganga út úr íþróttahúsinu sá Fannar að pabbi rétti Báru systir pening sem hún setti svo í einhvern kassa. Fannar stoppaði mömmu sína og hvíslaði að henni: „Mamma, af hverju setti Bára peninginn sem pabbi gaf henni í þennan kassa þarna?“ Mamma klappaði honum á kollinn og sagði: „Heyrðu kallinn, hún Bára systir þín setti peninginn í kassann fyrir okkur öll. Allur peningurinn sem fer í kassann er notaður til styrktar góðu málefni. Við höfum alveg efni á þessu og svo er um að gera að láta gott af sér leiða, það eru að koma jól!“ Þetta var örugglega rétt hjá mömmu þó Fannar skildi ekki öll orðin – en samt, það var stutt í jólin og það átti örugglega eftir að kaupa jólagjafir. „Við hefðum sko alveg getað notað þennan pening,“ muldraði Fannar áhyggjufullur, „og ég er ekki kall,“ bætti hann við pínu móðgaður. „Næst förum við í bæinn því að í dag á að tendra ljósin á jólatrénu,“ sagði mamma á leiðinni í bílinn. „Tendra hvað?“ spurði Fannar. „Fannar! Þú ert svo vitlaus. Það á að kveikja á stóra jólatrénu hjá kirkjunni,“ sagði Bára. „Ég er ekkert vit- laus, ég vissi það alveg,“ svar- aði Fannar fúll. Það var líka allt fullt af snjó í gamla bænum og þar var allt að fyllast af fólki því í dag stóð svo mikið til að það var meira að segja búið að loka gömlu götunni. Þar mátti ekki keyra á bílum, það urðu allir að fara út og ganga. Sem betur fer var veðrið gott og mikið var tréð fallegt á torginu, greinarnar svignuðu undan snjónum. „Brrr, rrrrosalega er kalt,“ sagði pabbi og potaði í magann á Fannari. Svo tók hann Bigga bróðir og setti hann á háhest og fjölskyldan hélt af stað. Allar búðirnar voru opnar og meira að segja var opið þar sem venjulega voru ekki búðir. Þetta var nú meira fjörið. Það var farið inn í nokkrar búðir og alls staðar var fólk. „Eigum við að kíkja í Maddömukot?“ spurði mamma. „Ömmu hvað?“ spurði Fannar hissa en Bára systir var stórhneyksluð og hristi hausinn. „Já ég er til, er ekki hægt að fá kjötsúpu þar?“ spurði pabbi og sá hafði nú aldeilis lyst á súpunni. Fannar grunaði að það ætti eftir að stoppa í bakaríinu og ákvað því að spara magann þangað til. Það var farið að skyggja þegar þau komu út frá prúðbúnum mad- dömunum og það var aðeins farið að maldra. Fannar rak á eftir fjölskyldunni á leiðinni í bakaríið. Þegar þangað var komið var búið að byggja ævintýralegan snjógarð í kringum Bakarísstéttina og þar stóð nú bakarinn og bauð gestum sjóðheitt súkkulaði og smákökur. Jólatónlistin drundi w Mikið væri gaman að vera bara tveggja ára en ekki alveg sjö ára eins og ég, hugsaði Fannar. ... w „Brrr, rrrrosalega er kalt,“ sagði pabbi og potaði í magann á Fannari. Svo tók hann Bjössa bróðir og setti hann á háhest og við héldum af stað. ...

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.