Feykir


Feykir - 25.11.2010, Side 10

Feykir - 25.11.2010, Side 10
20101 0 Kjartans, Ingimar Eydal og fleiri perlur að ógleymdum Móskógalögunum. –Það er þannig að fjölskyldan á athvarf í Fljótunum og þegar við hittumst þar er gjarnan mikið sungið og haft gaman. Það fór síðan að þróast þannig að bróðir minn og mágkona og Guðmundur fóru að semja lög og á hverju sumri varð til Móskógalag. Það kom síðan til að það varð ákveðin vöntun á texta við lögin hans Guðmundar sem varð til þess að ég fór að prufa mig áfram við að semja. Eins höfum við Guðmundur stundum samið saman texta þegar við erum að keyra eitthvað lengra. En þetta átti aldrei að vera nema til heimabrúks og ég er mjög feimin við að opinbera textana mína, útskýrir Herdís. Þá höfum við stundum samið jóla- og áramótalög og hafa þau þá verið tekin upp fyrir jól í heimastúdíói í eigu Helga Sæmundar sonar okkar og eru þá meðlimir stórfjölskyldunnar kallaðir til og syngja inn á diskinn sem síðan hefur verið gjöf innan fjölskyldunnar. Nú fyrir jól mun koma út geisladiskur frá hljómsveit Guðmundar; Manstu gamla daga, en diskurinn mun bera nafnið SMS sem er heitið á eina laginu á disknum þar sem Guðmundur á bæði lag og texta, en textann samdi hann í samvinnu við Gunnar Sandholt. –Þegar lagið lá fyrir var ég að vandræðast með textann en gerði vinnutexa um litla stúlku sem varð fyrir því óláni að fá ekkert í skóinn. Hún ákvað því að senda jólasveininum sms til að minna á sig. Upphaflega átti þetta lag ekki að vera á diskinum en þegar til kom var ákveðið að nota lagið og þar sem Herdís hafði ekki tíma til þess að hjálpa mér að klára textann fékk ég stórskáldið Gunnar Sandholt í verkið, segir Guðmundur. Guðmundur á eins og áður sagði fjögur lög á disknum, Aðalsteinn Ísfjörð á eitt og Stefán Jökull Jónsson eitt. Um söng sjá síðan Dagbjört Jóhannesdóttir og Stefán Jökull, en þau munu líklega koma verulega á óvart sem hörkusöngvarar þegar disk- urinn kemur út sem verður nú um mánaðarmótin og verður hægt að versla hann í Skagfirðingabúð. -Jólin okkar er mjög hefð- bundin, svarar Herdís og hlær þegar blaðamaður opnar við talið með spurningu um hvernig jólin þeirra séu. –Við erum að allan desembermánuð svona að undirbúa jólin og þar skipa hefðirnar sinn fasta sess í tilverunni. Dóttir okkar er fædd 1. janúar og er mikið jólabarn og vill halda í allar gömlu hefðirnar og við höfum reynt að fylgja því. Undirbúningurinn hefst alltaf í byrjun desember eða um mánaðarmótin nóvember- desember með því að við bökum Siggakökur. Deigið geri ég að kvöldi og það er hefð fyrir því að ákveðin rýrnun hefur átt sér stað í ísskápnum þar sem það er geymt yfir nótt, en börnin mín hafa alltaf svarið það af sér að eiga nokkurn þátt í þeirri rýrnun, bætir hún við. –Síðan er laufabrauðið líka steikt í lok nóvember og þá kemur stórfjölskyldan sterkt inn. Stjórnstöð laufabrauðsgerðar er hjá Margréti systur og Árna manni hennar. Við höfum reynt að sækja okkur tré út í skóg þegar það hefur verið hægt. Ætli sé því ekki óhætt að segja að við tökum allan pakkann á þetta, bætir Guðmundur við. Þegar kemur að jólunum sjálfum og mat eru hlutirnir eins frá ári til árs og ekki mikið rúm fyrir breytingar. Hamborgarhryggur á aðfanga- dag og jólaís í eftirmat og er þá sama uppskriftin notuð ár eftir ár. –Í hádeginu á aðfangadag erum við með möndlugraut og hef ég stundum verið sökuð um að hagræða því hvar mandlan lendir, ef það hefur verið farið að halla á einhvern í fjölskyldunni hvað þetta varðar, en er það ekki bara eitthvað sem allar mömmur gera þó það sé óþarfi að hafa hlutina svo augljósa að þeir komist upp, útskýrir Herdís og brosir. Á jóladag hittist stórfjöl- skyldan hjá móður Herdísar í árlegri hangikjötsveislu, síðan er gjarnan hist á milli hátíða og loks á gamlárskvöld í purusteik heima hjá Herdísi og Guðmundi en sú veisla er um leið afmælisveisla Ásu Maríu dóttur þeirra. –Þá koma gjarnan eitthvað af systkinum mínum að sunnan og það er því oft mikið fjör í fjölmennri veislu hér en þröngt mega sáttir sitja ekki satt? Að lokinni brennu söfnumst við svo öll saman heima hjá Margréti systur og þá er gítarinn og söngheftið með í för. Tengdasyninum þótti þetta svolítið skrítið til að byrja með allar þessar fjölskylduveislur en ég held að hann sé alveg farinn að kunna að meta þær núna, segir Herdís. Í fjölskylduveislunum er gjarnan sungið og er á hverju ári útbúið fjölskyldusönghefti sem inniheldur m.a. þessi gömlu góðu, Vestmanna- eyjarlögin þar sem móðir Herdísar er úr Eyjum, Magga Hjónin Guðmundur Ragnarsson og Herdís Sæmundardóttir eiga saman lög á nýjum geisladiski hljómsveitarinnar Manstu gamla daga, en diskurinn sem er með sex nýjum jólalögum Skagfirðinga, kemur út núna í byrjun desember. Guðmundur á fjögur laganna á disknum og á Herdís texta við þrjú þeirra. Jólablaðið kíkti í heimsókn til þeirra hjóna og forvitnaðist um jólahald, tónlist og matarhefðir fjölskyldunnar. Fimm stórir laukar í sneiðum Tæpur bolli af balsamedik 1 bolli púðursykur 1 stór matskeið af smjöri Soðið saman í einn og hálfan til tvo tíma og síðan sett í krukku og notað með kjöti, snarli, paté, ofan á smörrebröd og í raun með öllu sem manni dettur í hug. Lauksósa Herdísar ( UPPSKRIFTIR ) Piparmyntunammi Fyrir jól sest Herdís ávallt niður með systursyni sínum, honum Sigurði Jóhanni og saman búa þau til piparmyntu sem er ómissandi í jólahaldi stórfjölskyldunnar og á þar jafn sjálfsagðan sess og Nóa konfekt og annað góðgæti. Flórsykur, eggjahvíta, fullt af piparmyntudropum og vatn. Hnoðað saman og skorið í litla dropa. Sett á plötu og síðan hjúpað með bræddu súkkulaði. Hjónin Guðmundur Ragnarsson og Herdís Sæmundardóttir eru músíkalskt par Hann semur lögin og hún textana jólin Við útskrift Helga Sæmundar og Ásu Maríu. Í syngjandi sveiflu.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.