Feykir - 25.11.2010, Page 27
2010 2 7
Krakkarnir í Fjölmiðlavali Árskóla tóku
nokkra kennara við skólann tali og spurðu út í
mismunandi jól á mismunandi heimilum
Hvað finnst þér best við jólin? -Jólamaturinn,
jólaljósin og fjölskyldan saman.
Hvað er uppáhalds jólamaturinn þinn? Rjúpur
með tilheyrandi meðlæti.
Hvernig voru jólin þegar þú varst barn? Þau
voru mjög lík þeim jólum sem ég held í dag.
Hvað langar þig í jólagjöf? Ekkert sérstakt.
Hvað er aðallega bakað hjá þér um jólin?
Við bökum smákökur, t.d. lakkrískurlkökur,
súkkulaðibitakökur og kryddkökur.
Hver eru þín eftirminnilegustu jól? Þegar ég
var lítil fékk ég nýjan skíðagalla í jólagjöf, fór út
á jóladag með vinkonu minni og reif buxurnar
á gaddavír.
Hlakkar þú til jólanna? Já.
Dagur Bjarki Sigurðsson
Ég tók viðtal við Aðalheiði Stefánsdóttur um jólin sem eru í vændum.
Rjúpur og kryddkökur
Hvernig eru jólin hjá þér? Þau eru hátíðleg
fjölskyldusamvera.
Trúir þú á Grýlu og hennar fjölskyldu, og hver
er þá þinn uppáhalds jólasveinn? Nei.
Finnst þér vera jól án snjós? Já, en
skemmtilegra að hafa dálítið föl.
Ertu mikið jólabarn? Nei, ekki mjög. Ekki
lengur. Ætli það sé ekki aldurinn.
Hvernig voru jólin hjá þér á yngri árum?
Þau voru skemmtileg i minningunni. Ég las
mjög mikið um jólin og svo voru náttúrulega
tilhleypingar í algleymingi.
Hvort líst þér betur á jólin eða sumrin? Jólin
eru mjög notalegur tími. Sumrin eru enn betri
því þau eru lengri en jólin.
Í hvað langar þig í jólagjöf? Fyrst og fremst
í notalegheit með fjölskyldunni. Góð bók væri
ágæt með.
Bakar þú mikið þú mikið um jólin? Ég sjálfur?
Ekki neitt.
Dansar þú um kringum jólatréð? Ekki heima.
Bara á litlu jólunum í skólanum.
Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin þín? Það
er engin ein jólagjöf, ég hef fengið svo margar
góðar í gegnum tíðina.
Hver er uppáhalds jólamaturinn þinn?
Lambalæri eins og Nína matreiðir það.
Þorbjörg Jónína Þorfinnsdóttir
Gísla Rúnari Konráðssyni kennara í Árskóla finnast jólin vera notalegur tími
Góð bók væri ágæt með
Hvernig eru jólin hjá þér? Mjög hátíðleg og
mikilvæg að því leyti að börnin sem hafa búið
mjög dreift hafa yfirleitt komið heim á jólum.
Hvernig voru jólin hjá þér þegar þú varst á yngri
árum? Svona í minningunni mjög ánægjuleg, ég
man meira segja eftir því að jólaeplin hafi verið
mjög mikilvæg, enda sjaldgæfari þá.
Ertu mikið jólabarn? Ekki í seinni tíð.
Hver er besta minning þín á jólunum? Það er
nú tengt því að mamma heitin átti afmæli á
aðfangadag og á stórafmælum hennar var þetta
tvöföld ánægja.
Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin þín ? Ég
man vel eftir bátnum sem ég fékk í jólagjöf frá
frændsystkinum mínum frá Vestmanneyjum.
Hann var merkilegur fyrir landkrabba eins og
mig.
Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Gátta-
þefur, ég man svo vel eftir Ómari Ragnarssyni í
hans hlutverki.
Hver er uppáhalds jólamaturinn þinn? Í seinni
tíð rjúpan, enda hún sjaldan á borðum.
Bakar þú fyrir jólin? Baka ekki en geri oft
kornfleks kökur sem ekki þarf að baka.
Finnst þér vera jól án snjós? Nei, þá vantar
mikið á stemninguna, en svona innandyra eru
þau í fullu gildi þótt rauð séu.
Guðrún Ósk Jónsdóttir
Hjá Sigurði Jónssyni smíðakennara í Árskóla eru jólin mjög hátíðleg og ekki
þykir honum verra að fá börnin sem búa orðið mjög dreift heim yfir hátíðarnar.
Geri oft kornflakes kökur
Hvernig heldur þú upp á jólin? Reyni að hafa
heimilið fallegt og legg mikið upp úr því að
ná góðri jólastemningu með kertaljósum og
fallegu jólatré.
Hvernig voru jólin hjá þér þegar þú varst
barn? Ég var alltaf jafn spennt þegar jólin
nálguðust. Aðfangadagsmorgnarnir voru
alltaf jafn ánægjulegir. Spenningurinn að sjá
hvað Kertasníkir setti í skóinn og geta horft á
barnaefni í sjónvarpinu nánast allan daginn
meðan beðið var eftir jólunum.
Bakar þú eitthvað fyrir jólin? -Já svakalega
mikið og eingöngu góðar smákökur.
Hvað myndir þú vilja í jólagjöf? -Eitthvað
fallegt eða gott.
Hlakkar þú til jólanna? -Já ég hlakka alltaf
til jólanna.
Hvað er það besta við jólin? -Samveran með
fjölskyldu og vinum.
Hver er þinn uppáhalds jólasveinn?
-Stekkjastaur.
Ferð þú í kirkju á sunnudögum fyrir jól?
-Nei það geri ég ekki því þá er ég að baka.
Planar þú út jólin? -Nei ég reyni að
skipuleggja sem minnst.
Ert þú mikið jólabarn? -Já svakalega mikið.
Elska jólin.
Kolfinna Karen Andersen Óðinsdóttir
Þorbjörg Elenóra Jónsdóttir kennari í Árskóla leggur mikið upp úr því
að ná góðri jólastemningu á heimili sínu
Elska jólin
Trúir þú á jólasveina? Nei, eiginlega ekki.
Hvernig eru jólin hjá þér? Mér líður alltaf mjög
vel í faðmi fjölskyldunnar, við höldum alltaf
fjölskyldujól.
Hvernig voru jólin þegar þú varst krakki? Ég á
bara góðar minningar frá mömmu, pabba, ömmu
og afa. Við systkinin erum 5 svo að það var alltaf
líf og fjör á jólunum.
Hver er uppáhalds jólamaturinn þinn? Rjúpur.
Hvað langar þig í jólagjöf? Góða heilsu og að allir
séu glaðir og kátir.
Hver þrífur og skreytir heima hjá ykkur? Ég og
maðurinn minn. Við erum bara tvö á heimilinu.
Ertu hrædd við jólaköttinn? Nei, en ég passa mig
alltaf á því að allir í fjölskyldunni fái föt svo þau
lendi ekki í honum.“
Áttu þér uppáhalds jólalag? Heims um ból.
Hefur þú einhverjar hefðir hjá fjölskyldunni
þinni um jólin? Já á aðfangadegi þá keyrum
við út jólakort og heimsækjum vini og ættingja í
leiðinni.
Hver er uppáhalds jólakökusortin þín? Vanillu-
hringir.
Benjamín Baldursson
Ólöf Hartmannsdóttir, kennari í Árskóla;
er ekki smeyk við jólaköttinn, en passar alla ættingja og vini fyrir honum
Ekki hrædd við jólaköttinn
skólajól