Feykir - 25.11.2010, Side 29
2010 2 9
Allt um...
...súkkulaði
Súkkulaði er matvara unnin
úr kakó. Það er algeng
uppistaða í margs konar
sælgæti, kökum, ís og
ábætisréttum. Súkkulaði er
eitt vinsælasta bragðefni í
heiminum.
Súkkulaði er búið til úr
kakóbaunum sem eru gerjaðar,
ristaðar og malaðar. Baunirnar
vaxa á kakótrénu (fræðiheiti:
Theobroma cacao) og á það
uppruna sinn að rekja til mið
Ameríku og Mexíkó, en er núna
einnig ræktað í hitabeltinu.
Kakótréð hefur verið ræktað
frá dögum Maja og Azteka.
Kakóbaunir eru beiskar og
bragðmiklar. Súkkulaði leysir
endorfín út í líkamann og
sumir segja að tilfinningin sé
lík því að vera ástfangin(n).
Afurðir úr kakóbaunum
eru:
• Kakó, kakóduft: fæst með
því að breyta hreinsuðum,
afhýddum og ristuðum kakó-
baunum í duft.
• Kakósmjör: er fita sem fæst
úr kakóbaunum eða hluta
þeirra.
• Súkkulaði er blanda af kakó-
dufti og kakósmjöri.
Það sem í daglegu máli er kallað
súkkulaði er sykruð blanda af
kakódufti og feiti sem í er bætt
ýmsum öðrum efnum svo sem
mjólkurdufti. Súkkulaði er
oft framleitt í litlum mótum
og tengist neysla þess ýmsum
hátíðum.
Nafnið súkkulaði kemur
líklega úr Nahuatl tungumálinu
sem er mál frumbyggja í miðri
Mexíkó. Ein kenning er að
það komi frá orðinu xocolatl
á Nahuatl máli og það merki
xocolli sem þýðir beiskur og atl
sem þýðir vatn. Málfræðingar
hafa bent á að í mörgum
mállýskum af Nahuatl sé
súkkulaði 'chicolatl' sem er
orð yfir eins konar þeytara
sem notaðir voru til að hræra
í kakódrykkjum.
Fundist hafa fornleifar
sem benda til að Majar hafi
drukkið súkkulaði fyrir 2600
árum. Astekar tengdu súkku-
laði við frjósemisgyðjuna
Xochiquetzal. Í nýja heiminum
var drukkinn beiskur og
kryddaður drykkur úr súkkul-
aði sem nefndist xocoatl.
Í þessum drykk var m.a.
vanilla og chilípipar. Xocoatl
var notaður sem eins konar
orkudrykkur. Súkkulaði var
munaðarvara í Ameríku fyrir
daga Kristófer Kólumbusar og
kakóbaunir voru oft notaðar
sem gjaldmiðill.
Kristófer Kólumbus færði
Ferdinand og Isabellu á Spáni
nokkrar kakóbaunir en það
var svo Hernando Cortes sem
kynnti Evrópumönnum þessa
nýju vöru.
Fyrsta skráða sendingin af
súkkulaði til gamla heimsins
var send með skipi frá Veracruz
til Seville árið 1585. Á þeim
tíma var súkkulaði enn þá neytt
sem drykkjar en Evrópumenn
bættu við sykri og mjólk, létu
chilipiparinn eiga sig en bættu
í vanillu í staðinn. Á 17. öld
var súkkulaðineysla munaður
meðal aðalsmanna í Evrópu.
Súkkulaði
Hér er einföld og fljótleg uppskrift að súkkulaði sem er ekki bara
gott heldur beinlínis hollt :-)
1 bolli kaldpressuð kókosolía
1/2 bolli Agave-síróp
1 bolli lífrænt kakóduft
Heitt vatn er látið renna á kókosolíukrukkuna í smástund, svo
a olían verði fljótandi. Hellið henni síðan í skál. Hellið Agave-
sírópi saman við og hrærið saman. Sigtið síðan kakóduftið út í
og hrærið öllu saman.
Setjið hræruna í lítil klakabox eða önnur mót og stingið þeim
inn í ísskáp eða frysti.
Hægt er að setja út í blönduna vanillu, myntu, hnetur,
rúsínur og hvað annað sem hugurinn girnist til að auka og bæta
bragðið.
Kakóbaunir er stundum kölluð fæða guðanna því þær eru
fullar af heilsusamlegum efnum