Feykir


Feykir - 25.11.2010, Page 36

Feykir - 25.11.2010, Page 36
20103 6 Bókafréttir - kynning Það reddast! Bókaútgáfan Hólar gefur út margar bækur fyrir jólin líkt og áður. Þar má fyrst nefna bókina Það reddast sem er ævisaga Sveins Sigurbjarnarsonar jöklafara og ævintýramanns á Eskifirði. Hann fer sjaldnast troðnar slóðir – ef þá nokkurn tímann; hefur þvælst um fjöll og firn- indi, láglendi og hálendi og hjarn- breiður jöklanna með þúsundir ferðamanna og ævintýrin í þessum ferðum eru mörg og sum býsna skuggaleg. Kappinn lætur sér þó fátt um finnast, enda sagður áræðinn, jafnvel bíræfinn og ennfremur svalur í þess orðs dýpstu merkingu. Í bók þessari lítur Svenni um öxl og rifjar upp minningarbrot frá liðinni ævi með aðstoð nokkurra samferðamanna. Það er Inga Rósa Þórðardóttir sem skráir ævisögu Sveins. Í bókinni Í ríki óttans rekur hjúkrunarkonan Þorbjörg Jónsdóttir Schweizer örlagasögu sína. Sem ung stúlka kynntist hún vistarbandi, en síðar giftist hún Þjóðverjanum Bruno Schweizer og flutti með honum til Þýskalands skömmu áður en seinni heimsstyrjöldin skall á. Styrjöldin kom nokkuð við fjölskyldu hennar, einkum þó eiginmann- inn, sem varað hafði við nasism- anum og var því ekki í náðinni hjá nasistum. Eftir stríðið töldu margir hann hins vegar tilheyra nasistum og því var vandlifað fyrir þennan rólyndismann. Saga Þorbjargar, skráð af Magnúsi Bjarnfreðssyni, snertir strengi í brjóstum okkar allra. Ævisaga Margrét Guðjónsdóttir í Dalsmynni í Eyjahreppi ber heitið Með létt skap og liðugan talanda. Hún ákvað níu ára gömul að giftast aldrei. Sextán ára hitti hún manninn í lífi sínu og eignaðist ellefu börn. Þess utan höfðu þau hjónin fjölmörg börn í fóstri um skemmri eða lengri tíma svo það var sjaldnast lognmolla á heimili þeirra. Mörg af þessum börnum segja hér frá ævintýralegri vist sinni í Dalsmynni. Margrét segist ekki hafa verið penasta pían í sveitinni, en það hélt þó ekki aftur af henni, því hún er þekkt fyrir að hafa skoðanir á öllu og sumt af því hefur hún fellt í ljóðstafi, enda hagyrðingur góður. Það er Anna Kristine Magnúsdóttir sem skráir lífssögu Margrétar. Í bókinni Læknir í blíðu og stríðu segir Páll Gíslason læknir, skátahöfðingi og borgarfulltrúi frá viðburðaríkri ævi sinni. Hann var brautryðjandi í æðaskurðlækningum og hóf slíkar aðgerðir fyrstur lækna á Íslandi við sjúkrahúsið á Akranesi og byggði síðan upp æðaskurðdeild á Landspítalanum. Þá hefur hann verið skáti frá 12 ára aldri og unnið mikið og óeigingjarnt starf í þeirra þágu. Þeir sem hafa gaman af græskulausum sögum ættu alls ekki að láta þessa bók framhjá sér fara. Hér fljóta mörg gullkornin með og þess utan eru dregnir fram í sviðsljósið menn á orð við Albert Guðmundsson, sem ekki var hátt skrifaður hjá Páli, og Davíð Oddsson. Hávar Sigurjónsson skráði ævisögu Páls. D-dagur – orrustan um Normandí, eftir Antony Beevor, er eitthvert vin- sælasta sagnfræðiritið í veröldinni um þessar mundir. Flugmönnum, hermönnum og sjóliðum Bandamanna sem tóku þátt í orrustunni um Normandí leið 6. júní 1944 aldrei úr minni. Í dag- renningu var stærsti innrásar- floti allra tíma, mörg þúsund fley af öllum stærðum og gerð- um, kominn að ströndum Frakklands. Á ströndum Normandí var þýskt herlið sem fékk síðbúna viðvörun um það sem í vænd- um var. Lokahnykkur síðari heims- styrjaldarinnar var framundan. Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku gerir það ekki endasleppt í bókaskrifum. Hann er vafalítið elstur þeirra sem taka þátt í jólabókaflóðinu, orðinn 96 ára gamall, en hann sendir nú frá sér bókina Feimnismál. Í þessari tuttugustu bók sinni gæðir hann fortíðina glettni hins góða sagnaþular; gluggar í gömul bréf, skoðar kynjamyndir Austfjarða- þokunnar, segir frá ferðum sínum með strandferðaskipum og kynnum af fjölmörgu fólki, m.a. listamönnum og stjórnmálamönnum, þ.á.m. Ólafi Thors sem talaði eins vel um framsóknar- dindlana og hann þorði. Og hvernig fór svo með hvolpinn sem Vilhjálmur neitaði að flytja suður? Primakryddin klikka ekki -góð á jólum prófaðu bara! Fást í næstu búð Húnagull inniheldur húðað salt þannig að það dregur ekki safann úr kjötinu og því gott að láta kryddið liggja á nokkra stund fyrir eldun. Húnagull gefur gott bragð, blandað pipar, hvítlauk og papriku. Poppsalt er einstaklega lúffengt á poppkorn sem er poppað á gamla mátann og einnig til að bragðbæta örbylgjupopp. Best er að strá poppsalti yfir nýpoppað poppkorn. -

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.