Feykir


Feykir - 28.11.2013, Síða 6

Feykir - 28.11.2013, Síða 6
2 01 36 Halldór hefur búið að Molastöðum í 16 ár, ásamt eiginkonu sinni Maríu Þórunni Númadóttur og eiga þau sex börn. Halldór er Reykvíkingur en María uppalin í Fljótum og kynntust þau í Bændaskólanum á Hvanneyri. Í dag búa þau með um 450 kindur og þrjár geitur. Til að sinna rollunum eru níu fullorðins hrútar og sjö lambhrútar. „Ég setti sjálfur fimm lambhrúta á en nágrannar mínir vildu endilega gefa mér tvo til viðbótar,“ segir Halldór. Aðspurður segir Halldór best að láta náttúruna hafa sinn gang þegar kemur að fengitímanum, það sé einkum forvarnarstarf sem þurfi að vinna til að hrútarnir haldi sig innan marka. „Í sjálfu sér er best að láta hrútana sjá um þetta sjálfa, en fram að því þarf að rýja féð, gefa því ormalyf og sortera eftir aldri og jafnvel lit. Síðan þarf að smíða öflugar milligerðir, því hrútarnir eiga það til að mölva spil og vilja heimsækja næsta hrút á meðan á fengitíma stend- ur, og þá fer ætternisókhaldið út í vindinn. Síðan þarf að skipta um hrút á öðru gangmáli eins og sagt er, en það kemur fyrir að þeir ná einhverra hluta vegna ekki að lemba ærnar. Ég hef sem betur fer ekki lent í því enn,“ útskýrir Halldór. En skyldi þetta vera besti tími ársins hjá hrútunum, þó þeir séu ekki endi- lega meðvitaðir um að það séu jól? „Ég reikna með því, en þeir eru ekkert að eyða orku í þetta brölt nema á fengitímanum, það er nú annað en við mannfólkið. Hrútarnir eru oft ósáttir Jólin eru hátíð hrútanna VIÐTAL Kristín S. Einarsdóttir Fengitíminn í fjárhúsunum Aðventan og jólin eru sannarlega mikil hátíð fyrir hrúta þessa lands, því þá hefst hinn svokallaði fengitími, en fyrir þá sem ekki vita hvað í því felst þá er það sá tími sem ástarlíf sauðfjár er í blóma. Hver hrútur þarf að þjónusta fjölmargar kindur og æskilegt er að þær festi allar fang á þessum umrædda fengitíma. Feyki lék forvitni á að vita hvernig fengitíminn gengi fyrir sig og brá sér því í heimsókn til Halldórs bónda Hálfdánarsonar á Molastöðum í Fljótum. við fóstra sinn þegar hann tekur þá úr kvennabúrinu, en þetta eru samt spakar skepnur. Eftir fengitíma fer drjúgur tími hjá þeim í að ná aftur fyrri holdum, en eðlilega grennast þeir frekar mikið á meðan á fengitíma stendur, enda afgreiðir góður hrútur allt að 50-60 ær á hverjum fengitíma. Hrútunum er síðan sleppt á vorin eins og öðru fé og halda þeir gjarnan hópinn allt sumarið.“ Halldór segir það stundum henda Halldór Hálfdánarson með forystuhrútinn Helga frá Snartarstöðum í Öxarfirði.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.