Feykir


Feykir - 28.11.2013, Side 12

Feykir - 28.11.2013, Side 12
2 01 31 2 Ísabella segir það alltaf hafa verið stóran draum að fara út sem skiptinemi og á öðru ári í framhaldsskóla ákvað hún loks að láta verða af því. „Ég áttaði mig á því að það væri nú eða aldrei, því ég var að verða of gömul fyrir prógramið sem mig langaði að taka þátt í á vegum AFS samtakanna. Svo ég lét drauminn rætast og fór út. Ég valdi að fara til Ameríku, aðallega út af áhuga mínum á körfubolta og mig langaði að fá að spila úti. Einnig til að bæta enskukunnáttu mína. Svo hefur mér alltaf fundist Ameríka svo heillandi.“ Ísabella segir það hafa verið æðislegt að búa í Banda- ríkjunum og hún hafi verið mjög heppin með fjölskyldu. Hún heldur ennþá góðu sam- bandi við hana og lítur á hana sem sína aðra fjölskyldu. Hún segir það hins vegar hafa verið erfitt að venjast Myndi ekki vilja breyta hefðinni hérna heima á nokkurn hátt VIÐTAL Guðrún Sif Gísladóttir Íslendingar í útlöndum á jólunum – Ísabella Guðmundsdóttir Ísabella Guðmundsdóttir er Skagfirðingur í húð og hár, dóttir Ernu Baldursdóttur hárgreiðslukonu og Guðmundar Arnar Guðmundssonar, verksmiðjustjóra í Steinullinni. Ísabella stundar nú nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á félagsfræði/ hagfræðibraut. Haustið 2012 flutti hún til Oakmont í Bandaríkjunum og dvaldi þar sem skiptinemi í tíu mánuði á vegum AFS, skiptinemasamtakanna á Íslandi. Feykir hafði samband við Ísabellu og spurði hana út í jólin í útlöndum. ýmsum hlutum sem eru mjög frábrugðnir því sem er á Íslandi. „Maturinn, skólakerfið og samskipti fólks eru allt önnur heldur en hér á Íslandi. Það var mjög erfitt að venjast því í upphafi hvað fólk úti í Ameríku er rosalega kurteist hvert við annað, mun kurteisara en við Íslendingar erum. En það reyndist mér þó enn erfiðara að koma heim til Íslands aftur, mér fannst allir vera svo dónalegir. Ísabella eyddi síðustu jólum í Bandaríkjunum og segir þau vera mjög frábrugðin jól- unum hérna heima, en þar hefst jólatíminn í kringum þakkargjörðarhátíðina sem haldin er fjórða fimmtudag nóvembermánaðar. „Þakkar- gjörðarhátíðin er svona fyrsta jólahátíðin í Bandaríkjunum, þó svo hún tengist jólunum ekki á neinn hátt. Þá koma allir framhaldsskólanemar heim og eyða helginni með fjölskyldunni. Venjulega er eldaður góður matur, horft á amerískan fótbolta og fylgst með Macy’s skrúðgöngunni í sjónvarpinu. Þar sem ég og fjölskyldan mín vorum í fríi á Costa Rica yfir þakkargjörðarhátíðina, fékk ég ekki alveg að upplifa hana. En þegar við komum heim þá héldum við upp á hátíðina, elduðum svakalegan kalkún og endalaust af meðlæti. Borðuðum svo “pumkin pie” í eftirrétt. Pasta í matinn á annan í jólum Jólahefðirnar eru allt aðrar í Bandaríkjunum en við erum vön hérna heima og segir Ísabella aðventuna ekki hafa jafn mikla þýðingu úti og hún hefur fyrir okkur hérna heima. „Krakkar fá ekki í skóinn þrettán dögum fyrir jól og trúa bara á einn jólasvein sem kemur á aðfangadagskvöld og setur pakka í jólasokkinn sem hangir fyrir ofan arineldinn. Á aðfangadag vorum við bara að versla, eyddum deginum í verslunarmiðstöðinni að kaupa jólagjafir og fleira á meðan mamman var að vinna. Svo þegar við komum heim um kvöldið var ekkert planað, nema það að fjölskyldan mín var svo yndisleg að hún vildi reyna að elda hamborgarahrygg og með því fyrir mig. En áður en við borðuðum fór ég ásamt tveimur bræðrum mínum, litlu systur og mömmu í kirkju. Þegar heim var komið borðuðum við og eyddum kvöldinu bara saman, öll fjölskyldan. Seinna um kvöldið talaði ég svo við fjölskyldu mína hérna heima í gegnum Skype á meðan hún borðaði jólasteikina. Það reyndist ekki svo góð hugmynd, því eftir það eyddi ég kvöldinu mínu hágrátandi. Morguninn eftir var ég vakin af litlu systkinum mínum. Þá voru þau búin að vekja alla nema foreldrana, því það er bannað að vekja þá á jóladagsmorgun. Það á að bíða þar til að þeir vakna og þá má byrja að opna pakka, svoleiðis er hefðin hjá flestum fjölskyldum í Bandaríkjunum. Þegar foreldrarnir svo vöknuðu, byrjuðum við að opna pakka- flóðið og vorum að því sennilega til hádegis. Pabbinn var að baka alls konar góðgæti handa okkur allan morguninn. Eftir að við vorum búin að opna alla pakka, prófa allt nýja dótið og borða á okkur gat, fór fjölskyldan saman í göngutúr um bæinn og kíkti svo í heimsókn til ömmu. Annan í jólum vorum við bara heima, fjölskyldan öll saman að hafa það “kósý”. Um kvöldið fórum við í matarboð til móðursystur minnar. Þar opnuðum við pakka frá þeim og borðuðum PASTA! Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum. Ég ætlaði ekki að trúa því að það væri engin matarhefð í kringum jólin hjá þeim.” Spennt fyrir því að vera heima um jólin núna Aðspurð hvað hafi staðið upp úr í kringum jólin úti, segir Ísabella þá upplifun að geta farið í skóginn að velja jólatré og saga það niður hafa verið einstaka. „Einnig fannst mér rosalega notalegt að eyða jóladagsmorgninum í að opna pakka með fjölskyldunni og pabbinn að baka endalaust gúmmelaði handa okkur til að borða. En þó að það hafi staðið svona mest upp úr, myndi ég ekki vilja breyta hefðinni hérna heima á nokkurn hátt. Jólin eru oft erfiður tími þegar maður er fjarri ástvinum sínum en Ísabella segist þó ekki hafa verið mjög stressuð yfir því. „Ég hef aldrei verið mikið jólabarn og þó mér hafi alltaf þótt jólin skemmtileg og yndislegur tími, þá var ég ekkert svo stressuð yfir því að vera ekki heima. Og þegar ég lít til baka finnst mér það ekki hafa verið mikið mál. En auðvitað var það erfitt og mikið grátið. Svo ég er mjög spennt fyrir því að vera heima núna um jólin og það er langt síðan ég hef verið svona spennt, ég er eins og lítið barn. Að fara svona í burtu fær mann til að átta sig á því hvað maður hefur það gott hérna heima.Systkinin saman á þakkargjörðarhátíðinni úti í Costa Rica.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.