Feykir


Feykir - 28.11.2013, Page 23

Feykir - 28.11.2013, Page 23
2 32 01 3 Stór hluti Kammerkórs Skagafjarðar samankominn í Áshúsi eftir vel heppnaða tónleika á Degi íslenskrar tungu. Anna Þóra Slóvensk gerbrauðs rúlluterta Hráefni: 2 dl volg mjólk 140 gr brætt smjör 4 eggjarauður 30 gr þurrger 600 gr hveiti 140 gr sykur 1 tsk vanillusykur 2 msk rifinn sítrónubörkur (þarf ekki) Aðferð: Allt hnoðað saman og flatt út. Mauk: 400 gr valhnetur 200 gr sykur 2 dl sýrður rjómi 3 msk romm 1 dl rúsinur 4 eggjahvítur Aðferð: Rúsínurnar bleyttar í romminu og allt síðan hrært saman og sett inn í deigið og rúllað upp. Bakað í 2-3 jólakökuformum. Í Slóveníu er vaninn að láta þetta lyfta sér í 6 klst. en mér hafa alveg dugað tveir. Bakað við 180°C í 40-60 mín. Tekið úr forminu sem smurt var með olíu áður. Látið kólna og stráið svo flórsykri yfir. Gunnar Sandholt Hólableikja að hætti Gizurar í mysukerinu (Vel má vera að fleira hafi verið í kerinu en skrokkurinn af Gizuri og sláturkeppir) Hráefni: Hólableikjuflök að vild (með eða án roðs). Flökunum raðað á álbakka eða umslag úr álpappír. Aðferð: Á hvert flak fer tæpur hornspónn mysa, nokkrir sítrónudropar, pipar og salt og smá dass af uppáhalds kryddi hvers og eins. Ég notaði sérstakt grænt fiskikrydd sem ég keypti í grárri dós, hef líka notað það sem heitir Svensk skjärgårdssalt og eru malaðar, grænar fjörujurtir undan sænskum sóldýrkendum en þá sleppir maður saltinu sem Svíinn hefur sett í blönduna. Síðan er sáldrað yfir flökin púðursykri þannig að vel sjáist að sykrað hafi verið, en þó ekki þakið. Í stað púðursykurs má nota fljótandi hunang eða fíflasíróp sem stundum fæst í Maddömukoti á Króknum. Grillið hitað sem mest má og bakkanum skellt á og grillinu lokað. Grilltíminn á að vera stuttur, eða bara þar til að sykurinn er bráðnaður og allt kraumar, hámark 7 mínútur. Auðvitað má baka þetta í ofni með sömu aðferð. Báða þessa fiskrétti má bera fram með góðu hvítvíni, t.d. Riesling frá Alsace eða Nýja Sjálandi, eða jafnvel Poully Fume eða Sancerre víni. þeir þann 11. desember, kl. 20:30. Á þeim tónleikum verður brugðið á það nýmæli að syngja með Kirkjukór Hóladómkirkju, segir Gígja Sigurðardóttir söngkona. Kórinn æfir einu sinni í viku, á miðvikudagskvöldum yfir vetrartímann og nýráðinn kórstjóri er Helga Rós Indriðadóttir. Judith Kryddkaka Hráefni: 3-4 msk (20 gr) brúnkökukrydd 350 gr púðusykur 1 msk vanillusykur 1 msk kanill 3 msk kakó 200 gr hveiti 100 gr heilhveiti 3 tsk lyftiduft 150 gr möndlumjöl Aðferð: Hitið 250 ml mjólk (má ekki sjóða) og bræðið 150 gr smjör í mjólkinni. Hrærið þetta saman með hveitiblöndunni og bætið 5 msk hunangi og 4 eggjum í deigið. Fletjið svo deiginu út á bökunarplötu með bökunarpappír. Látið bakast í u.þ.b. 15 mín.við 200°C. Skerið í ferninga þegar kakan er búin að kólna og skreytið með möndlum og sykurskrift eða bætið súkkulaðikremi ofan á. Guðrúr og Boggi Hólmfríðarkökur Hráefni: 200 gr smjör eða smjörlíki 2 dl sykur 2 dl púðursykur 2 egg 1 tsk vanilludropar 4 dl hveiti 4 dl kornflex 2 dl kókosmjöl 4 dl haframjöl Aðferð: Smjör sykur egg og vanilludropar hrært vel saman og svo restinni af þurrefnunum blandað saman við. Sett á plötu með skeið eða búnar til litlar kúlur og þrýst ofaná þær með gaffli. Bakist við 180-200°C í u.þ.b. 10 mín. eða þar til að þær eru ljósbrúnar. Gott að dýfa kökunum í bráðið súkkulaði, þannig að súkkulaðið þeki hálfa kökuna. Nonni & Gígja Jólasælgæti Hráefni: 1 dl rjómi 50 gr smjör 300 gr súkkulaði, gróft saxað 2 msk dökkt romm ½ tsk chili-duft 1 dl kakó Aðferð: Rjómi og smjör soðið saman. Tekið af hitanum og súkkulaðinu bætt út í. Hrært vel saman og rommi og chili bætt við. Sett í kæli í a.m.k. 2 klst. Mótið kúlur og veltið þeim upp úr kakóinu. Geymist í kæli. Gunni Sig Marengskossar Hráefni: 4 eggjahvítur 1 tsk vanilludropar Pínulítið salt 1 1/3 bolli sykur Aðferð: Þetta er þeytt mjög vel saman. 1 ½ bolli kókosmjöl 1 ½ bolli saxað súkkulaði Aðferð: Sett út í eggja- þeytinginn og blandað varlega samanvið. Sett á bökunarplötu með teskeið og bakað í 20 mín við 150°- 175°C. Gott að bera súkkulaði á botninn líka þegar kökurnar hafa kólnað.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.