Feykir


Feykir - 28.11.2013, Side 27

Feykir - 28.11.2013, Side 27
2 72 01 3 Pétur Örn Björnsson er fæddur á Sauðárkróki árið 1955. Að afloknu stúdentsprófi frá MT árið 1975 nam hann Almenna bókmenntafræði við HÍ og lauk BA prófi þaðan árið 1980 með lokaritgerð sinni um list og veruleika í Flateyjar- Frey, ljóðfórnum Guðbergs Bergssonar. Eftir það lærði hann arkitektúr við Arkitektskolen i Aarhus, lauk þaðan Cand. Arch. prófi árið 1986 og hefur síðan starfað samfellt sem arkitekt. Pétur Örn gekk ávallt undir nafninu Össi er hann bjó á Króknum sonur Björns Daníelssonar skólastjóra og konu hans Margrétar Ólafs- dóttur. Feykir sendi Össa nokkrar spurningar í tilefni útgáfu bókarinnar og byrjaði á að forvitnast um það hvernig það var að alast upp á Króknum. -Í reynd á ég engar minn- ingar aðrar en góðar frá þeim tíma sem ég var að alast upp á Króknum. Við krakkarnir bjuggum almennt séð við mikið frelsi og heimur okkar þar var sem töfraheimur sem spannaði allt frá gömlu fjörunni og um nafir og móa og alla leið til uppruna lækjarspræna í efstu hlíðum, gömlum og mislitum snjóalögum og til útsýnis af hlíðartoppi þaðan sem okkur virtist sem töfraheimur Skagafjarðar væri óendanlegur og okkur sífellt rannsóknarefni. Þó var það ekki þannig að við gengum alveg sjálfala því bærinn taldi þá einungis um 1100 bæjarbúa og allir þekktu alla og þegar við komumst í ógöngur þá virtist alltaf einhver fullorðinn hafa vitað af ferðum okkar og af umhyggjusemi látið foreldra okkar vita ef ástæða þótti til. Þannig man ég t.d. eftir því að þegar okkur nokkra polla tók að reka á haf út á hriplekum pramma sem við höfðum neglt saman að það varð uppi fótur og fit og þó héldum við að enginn vissi af Í BIFRÖST HEYRÐIST BANG Af gömlu og þvældu bréfsnifsi einu saman birtist okkur nú bíóið (sem það var í einhverju ævintýri fyrir löngu) í löngu gleymdum (en geymdum) hlæjandi kátum leirburði okkar krakkanna í Bifröst: Bang! Við hrökkvum í kút lítinn labbakút. Loksins kom að því. Bang! Pang! Bang! Þrír káf-bojar í bíó dauðir og við eins og sauðir og bíóið búið. Ó, Rómeó! Ó, Júlía! Tarsan og Jane eða Roy og Trigger að hneggja. Og nú heyrum við enn og aftur Bang! En nú er það bara hann Ole apótekari Bang að birtast okkur af ljúfmennsku sinni úr jóreyk tímans að handan og mér virðist hann segja að hann langi til að taka einn hátíðarhring sem hvítur Falcon og svífa yfir götum bæjarins sem værum við öll í draumi – og öll orðin – vængjuð. Af kynjum og víddum …og loftbólum andans VIÐTAL Páll Friðriksson Fyrsta ljóðabók Péturs Arnar Björnssonar Í ljóðabókinni Af kynjum og víddum … og loftbólum andans flæða yrkisefnin milli himins og jarðar, frá fortíð til nútíðar. Allt frá unglingsárum hefur Pétur Örn fengist við ljóðaskrif og samhliða námi í menntaskóla og síðar bókmenntafræði skrifaði hann mikið af ljóðum og birtust nokkur þeirra í blöðum og tímaritum. Ljóðaskrifin urðu strjálli með árunum en í kjölfar hrunsins haustið 2008 hófust þau aftur af fullum krafti. Nú, fimm árum síðar, fannst Pétri mál til komið að taka fyrsta þversnið í þann mikla ljóðahaug sem safnast hefur upp í gegnum árin og setja saman í bókarform. að reyna með öllum ráðum að bjarga mér á eigin spýtur og enda þótt mörgum finnist það skrýtið að byrja þá að skrifa aftur ljóð af fullum krafti þá finnst mér það jafn skrýtið að menn reyni ekki að nýta hæfileika sína á þeim sviðum sem þeir telja sig hafa eitthvað að gefa öðrum af sjálfum sér til andans og vitsins ... vonandi. Ég er ekki hættur sem arkitekt en mín von er sú að ég geti samhliða gefið ljóðrænunni aukið vægi í lífi mínu. Karl Ólafsson læknir, Kalli á spítalanum, styrkti útgáfu minnar fyrstu bókar og fyrir það er ég honum mjög þakklátur. Mér hefði ekki tekist að koma bókinni út án tilstyrks hans. Enda ættu allir að geta ímyndað sér það að maður sem hefur skrifað nú nær samfellt í fimm ár, án nokkurra styrkja eða launa, eigi varla fyrir bótinni á buxurnar hvað þá að leggja út fyrir öðrum kostnaði. Hvað gerðir þú í tilefni útgáfu bókarinnar? -Kalli blés til hófs að Hannesarholti og ég las upp úr bókinni fyrir um fimmtíu manns sem þangað mættu. Það var mér mjög gefandi að finna hvað margir hugsuðu þar hlýtt til mín. Nokkrir gamlir eðal- Króksarar og aðrir góðir vinir, frændfólk og velunnarar. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? -Gamli Krókurinn mun alltaf verða geirnegldur í hjarta mitt og minni. Vegurinn að heiman er vegurinn heim. Pétur Örn. Frá æskuárum. F.v. Jóhann Friðriksson, Ingimundur Guðjónsson og Pétur Örn en í sófan- um situr Margeir Friðriksson á milli tvíburanna Ingibjargar og Sigurðar Guðjónsbarna. þeirri miklu sjóferð okkar. Þó er eitt sem enginn fullorðinn vissi um og það er þegar við Bjarni Egils, Muggur, Hannes Malla og Gústi klifum Tindastól lóðbeint upp frá Skarði um hávetur, að mig minnir 12 ára gamlir, og við vissum að það væri best að enginn fullorðinn skyldi nokkru sinni vita af þeirri svaðilför okkar því svo nærri komumst við þar dauðanum á flughálum efsta stallinum, bæði á uppleiðinni og niðurleiðinni, að við vissum að þar höfðum við storkað örlögunum einum of og algjör óþarfi að gera meira mál úr því. Nú skrifaði pabbi þinn sögur og ég man eftir barnabók eftir hann þar sem Össi, Bassi og Villi lentu í ævintýrum. Hvernig þótti ungum manni að vera söguhetja þá? -Þegar pabbi skrifaði litlu bækurnar um Sílaveiðina og Skóladaga þá man ég að ég var ekki alveg sáttur við að nöfnin sem hann gaf söguhetjunum því mínir vinir voru þá mestir og bestir, Jóhann Friðriks. og Bjarni Egils. Hann sagði mér hins vegar að ég yrði að fyrirgefa honum það að Össi, Bassi og Villi hljómaði betur í sögunni en Össi, Bjarni og Jóhann. Ég játti því enda vorum við pabbi afskaplega nánir og ég sætti mig við þetta sem og önnur skáldaleyfi hans og pabba er tileinkuð mín fyrsta bók: Af kynjum og víddum ... og loftbólum andans. Varstu ungur farinn að semja ljóð? -Eiginlega var ég sem krakki alltaf að skrifa eitthvað á litla miða sem týndust mér svo. Maður var strax sem barn alæta á stórt bókasafn pabba og las þar flest spjaldanna á milli. En svo snerist hugurinn jafnvel enn meira til myndlistar og jafnvel til þess að blása í allra gerða blokkflautur og gamlan saxafón sem ég fann uppi á háalofti heima á Hólavegi 8 og sem annar hvor eldri bræðra minna hafði keypt vel notaðan af þeim mikla listamanni Hauki Þorsteins. Manstu eftir fyrsta ljóðinu eða vísunni? -Fyrsta ljóðið var á miða sem ég týndi fyrir löngu. Það segir í bókarkynningu að í kjölfar hrunsins haustið 2008 hafi ljóða- skrif hafist af fullum krafti. Hvernig stendur á því? -Ég er arkitekt og hafði starfað sem slíkur alveg frá því ég lauk námi snemma árs 1986. Eins og flestir vita þá hefur lítið sem ekkert verið að gera hjá flestum arkitektum eftir hrunið haustið 2008. Ég er einyrki og því vanur

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.