Feykir


Feykir - 28.11.2013, Blaðsíða 28

Feykir - 28.11.2013, Blaðsíða 28
2 01 32 8 Ég skal ekki segja hvernig sú hugmynd þróaðist að skrifa þessa bók. Mig langaði að skrifa um eigið líf út frá þekkingu minni á sögu og á jafnréttismálum. Skoða sjálfa mig sem fyrirbæri í sögunni. Um leið og ég gæti þannig sagt frá eigin lífi þá myndi ég fjalla um ættarsöguna sem hefur frá unga aldri verið áhugamál mitt. Og komið frá mér þekkingu um sögu og málefni kynjanna sem ég hef viðað að mér í háskólanámi og lestri undangenginna ára. Þessa þætti langaði mig að vefa saman í einn þráð. Þegar ég fór að vinna með Silju Aðalsteinsdóttur hjá Máli og menningu varð áherslan smám saman þyngri á persónusöguna. Sigríður segir að hvatinn að skrifunum hafi líklega verið sá að afkomendur hennar gætu fræðst um hana, um ættir hennar og þeirra og kannski að rétta svolítið hlut sumra kvenna í ættarsögunni, eða að koma þeim á blað yfirleitt. -Mig langaði alls ekki að skrifa hefðbundna ævisögu þar sem ég tryði lesendum fyrir lífi mínu í blíðu og stríðu. „Enginn er eyland“ og um leið og fólk segir frá t.d. erfiðum atvikum í lífinu þá upplýsir það þætti sem snerta líka annað fólk. Mér finnst spurning hvort ég get leyft mér slíkt. Vissulega fjalla ég um erfiða atburði í eigin lífi í þessari bók, en ég reyni að gera það á þann hátt að það særi engan. Stundum nafngreini ég ekki fólk því áherslan er á atvikið sjálft, ekki persónuna sem lék á móti mér. Þannig lít ég líka á þessa sögu sem eigin þroskasögu sem ég flétta saman við söguna í víðara samhengi. Að sögn Sigríðar er sagan Alla mína stelpuspilatíð talsvert skagfirsk. Um eða upp úr miðri 19. öld settust að á Mælifelli sr. Jón Sveinsson, sonur Sveins Pálssonar landlæknis, og Hólmfríður Jónsdóttir úr Reykjahlíð, dóttir sr. Jóns Þorsteinssonar, ættföður Reykjahlíðarættarinnar. -Jón var prestur á Mælifelli til dauðadags ef ég man rétt. Þessi ágætu hjón voru langa-langafi og –amma mín. Valgerður dóttir þeirra giftist Alla mína stelpuspilatíð VIÐTAL Páll Friðriksson Sigríður K. Þorgrímsdóttir tekur þátt í jólabókaflóðinu Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir frá Garði í Mývatnssveit, nú búsett á Króknum, tekur þátt í bókaflóðinu ógurlega með sögu sem hún nefnir Alla mína stelpuspilatíð. Sigríður á ekki langt að sækja rithæfileika sína en foreldrar hennar voru þau Jakobína Sigurðardóttir rithöf- undur og Þorgrímur Starri Björgvinsson, landsþekktur hagyrðingur og bóndi í Garði. Feykir hafði samband við Sigríði og forvitnaðist um bókina og tengsl hennar við Skagafjörðinn. Alltaf stutt í húmorinn hjá Sigríði. Mynd: Jóhann Páll Valdimarsson. Þorgrími Bjarnasyni á Starrastöðum og Þorgrímur Starri faðir minn hét í höfuðið á bænum, þótt mamma hans væri ekki uppalin þar. Stefanía föðuramma hafði mætur á skagfirsku rótunum sínum. Ég á sem sagt ættingja í Lýtingsstaðahreppi og ver mitt ágæta frændfólk með kjafti og klóm ef á þarf að halda, segir Sigríður sem fannst vel við hæfi að dóttir hennar, fædd á Króknum, fengi nafnið Valgerður, þar sem nú var afkomandi Valgerðar á Starrastöðum kominn aftur á svæðið. Húmor er vanmetin auðlind -Og úr því ég er að ræða tengingar við Skagafjörð þá má ekki gleyma því að þessi bók er skrifuð hér. Ég hef auðvitað aðeins frítíma minn til slíkrar iðju, annars er ég í fullu starfi á Byggðastofnun og það útheimtir miklar fjarvistir. En í frístundum skrifaði ég og þegar ég þurfti að hugsa fór ég í fjöruna. Við Króksarar eigum þessa ótrúlegu náttúruperlu, fjöruna og ólgandi hafið með útsýn á eyjarnar fögru. Enginn staður er jafn vel fallinn til íhugunar. Þar má æða um og tala upphátt við sjálfan sig við undirspil brimsins. Hönnuður kápunnar heitir Jón Ásgeir Hreinsson og er snillingur að mati Sigríðar og segir hún að kápan sé einstaklega falleg og margir hafi nefnt það við sig. -Umhverfið sem er bakvið myndina er reyndar sótt í mína heimasveit, Mývatnssveitina. En þegar ég fékk útlitstillöguna senda í tölvupósti og sá hana í símanum mínum var ég á leið í fjallgöngu á Glóðafeyki. Svo mér dettur gjarnan Glóðafeykir í hug þegar ég horfi á þessa kápumynd. Þannig tengjast mínar tvær heimabyggðir, eins og ég tengist þeim margföldum böndum. Sigríður segist hafa verið sískrifandi lengst af, starfað sem blaðamaður, skrifað í gegnum framhaldsskóla og háskóla. Hún segir að þótt þetta sé e.t.v. hennar fyrsta bók sem vekur athygli, þá hefur hún skrifað fleiri bækur og bókarhluta. Fyrsta bókin fjallaði um sögu garðyrkjunnar á Íslandi og sögu Félags garðyrkjumanna. Sú bók var gefin út í litlu upplagi og ekki seld í bókabúðum. Þá gaf Nýja bókafélagið út eftir hana kennslukver um upplýsingaöldina, þ.e. þá átjándu. -Loks má nefna að ég átti hálft bindi af Sögu Stjórnarráðsins og það er mikið rit svo þetta er ekki lítið. Þess utan hef ég skrifað margar blaða- og tímaritsgreinar, ritstýrt bókum og ekki má gleyma öllum skýrslunum sem ég hef skrifað á mínum 10 ára starfsferli á Byggðastofnun. Kannski er sumt af þessu lesefni til að sofna yfir, en ég reyni þó að vera aldrei leiðinlegur penni, segir Sigríður og bæti við að húmor sé reyndar vanmetin auðlind. Hún beitir honum óspart í þessari nýútkomnu bók en lætur gamanið samt aldrei yfirskyggja efnið. -Pabbi minn var þekktur hagyrðingur og húmoristi og skemmti oft á samkomum. Ég hef stundum fengið að vera fyndin á samkomum í góðum hópi í heimabyggð á Króknum og veit fátt skemmtilegra. Því fer þó fjarri að ég fari með eintóm gamanmál í bókinni minni enda fylgir öllu gamni nokkur alvara. Rauður þráður er samt sá að konan sem bókin fjallar um, þ.e. ég, sé ekki að líta um öxl í reiði eða biturleika, heldur með skilningi og umburðarlyndi. Líka með gleði og húmor. Bókinni hefur verið tekið feykilega vel og hafa móttökurnar komið Sigríði ánægjulega á óvart og gagnrýnin hefur verið jákvæð enda segir Sigríður að fjölmargir hafi sett sig í samband við sig og viljað ræða efni bókarinnar. -Sumir segjast hafa hlegið og grátið til skiptis. Er hægt að biðja um meira?, spyr Sigríður að lokum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.