Feykir


Feykir - 28.11.2013, Page 39

Feykir - 28.11.2013, Page 39
3 92 01 3 Ragnar Jónasson með nýja bók í Norðurlandssyrpunni Á ættir að rekja í Blöndudal og til Siglufjarðar Bækurnar í syrpunni gerast allar fyrir norðan, sú fyrsta á Siglufirði, sú næsta í Skagafirði og á Siglufirði og sú þriðja einkum í Héðinsfirði. Sögusviðið að þessu sinni er Kálfshamarsvík og Kálfs- hamarsnes, rétt norðan við Skagaströnd, en þar stóð áður þorp sem nú er farið í eyði, (eins og fjallað var um í 43. tbl. Feykis). Á nesinu stendur einn af þekktustu vitum landsins, en Ragnar bætir við einu húsi á nesið fyrir söguna og er það miðpunktur fléttunnar. En hvers vegna varð Norð- urland fyrir valinu sem sögu- svið bókanna, og nú Kálfs- hamarsvík? -Faðir minn ólst upp á Siglu- firði og afi minn og amma bjuggu þar, Þ. Ragnar Jónasson fræðimaður og bæjargjaldkeri og Guðrún Reykdal, en síð- asta bók (Rof) var einmitt tileinkuð minningu þeirra. Ég hef komið oftar til Siglufjarðar en ég hef tölu á, að jafnaði oft á ári frá því áður en ég man eftir mér og því lá nokkuð beint við að velja Siglufjörð sem sögusvið, enda hefur hann auk þess margt til að bera sem hentar vettvangi spennusögu; bærinn er nokkuð einangr- aður að vetri til, umhverfið er eftirminnilegt, há fjöll sem vernda bæinn, auk þess sem hann á sér mikla og merkilega sögu sem miðstöð síldar- ævintýrisins, segir Ragnar. -Fyrsta bókin mín sem VIÐTAL Kristín S. Einarsdóttir Í október kom út hjá bókaforlaginu Veröld fjórða glæpasagan í Norðurlandssyrpu Ragnars Jónassonar um lögreglumanninn Ara Þór Arason. Bókin hefur fengið titilinn Andköf og er sjálfstætt framhald af fyrri bókum, Snjóblindu, Myrknætti og Rofi, en eins og greint hefur verið frá eru Saga Film og Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari nú að vinna að þróun sjónvarpsþáttasyrpu eftir bókunum. Feykir setti sig í samband við rithöfundinn sem rekur ættir sínar á Siglufjörð og í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu. gerðist á Siglufirði kom út árið 2010, Snjóblinda, og hef ég haldið áfram að skrifa um Norðurland. Það eru hins vegar takmörk fyrir því hversu marga glæpi hægt er að "fremja" í bókum í svona litlum bæ, og af þeim sökum hef ég nýtt mér aðra staði á Norðurlandi líka, m.a. Skagafjörð, Akureyri og Dalvík. Í nýju bókinni valdi ég Kálfshamarsvík á Skaga sem sögusvið, þar sem sá staður hefur afskaplega merkilega sögu auk þess sem umhverfið þar er myndrænt og dramatískt. Þess má einnig geta að ég á ættir að rekja í Húnavatnssýslurnar, en langafi minn, Jónas Guðmundsson, bjó þar - í Blöndudal - og nýti ég mér dagbækur hans aðeins í nýju sögunni. Jólamorðgáta Nokkrum dögum fyrir jól finnst ung kona látin undir klettum í Kálfshamarsvík og Ari Þór fær það hlutverk að rannsaka málið. Hann kemst að því að bæði móðir og barnung systir hinnar látnu hröpuðu fram af þessum sömu klettum aldarfjórðungi áður. Þeir fáu sem enn búa á staðnum virðast allir hafa eitthvað að fela. Og áður en jólahátíðin gengur í garð dynur ógæfan aftur yfir. Segja má að sagan sé eins konar jólamorðgáta, en rannsóknin hefst á Þorláks- messu og henni lýkur rétt eftir klukkan sex á aðfanga- dagskvöld. "Bókin gerist um jól, og þótt umfjöllunarefnið sé ekkert sérstaklega jólalegt komst ég í rífandi hátíðarskap við að lesa þessa bók. Hún fær því þrjú blóðug jólasokkapör af fjórum mögulegum," sagði Gísli Marteinn Baldursson á dögunum um Andköf. Ragnar Jónasson er fæddur árið 1976 og hefur skrifað fimm skáldsögur auk þess sem hann hefur fengist við þýðingar á sakamálasögum. Tvær bóka hans, Snjóblinda og Myrknætti, hafa komið út hjá þýska útgáfurisanum Fischer Verlage. Ragnar Jónasson sendi nýverið frá sér fjórðu bókina í Norðurlandssyrpunni um lögreglumanninn Ara Þór Arason.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.