Fréttablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 2
Veður Áfram er útlit fyrir vætusama tíð á suðausturhorninu og við suður- ströndina en rignir einnig norð- austanlands. Þá gengur í snarpa vestanátt síðdegis með skúrum um landið vestanvert og jafnvel slydduéljum til fjalla en léttir til um austanvert landið undir kvöld. SJÁ SÍÐU 26 Garðtraktorar fyrir þá kröfuhörðu Gerir sláttinn auðveldari ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Framúrskarandi ungur Íslendingur Ingileif Friðriksdóttir hlaut í gær nafnbótina Framúrskarandi ungur Íslendingur 2018 sem veitt voru af JCI á Íslandi í Borgarleikhúsinu. „Þetta kom mér töluvert mikið á óvart, ég var innan um svo ótrúlega flott og framúrskarandi fólk,“ segir Ingileif um heiðurinn. Ingileif hefur unnið að verkefn- inu Hinseginleikinn sem byrjaði á Snapchat og er ætlað að vinna á fordómum í garð hinsegin fólks og brjóta niður staðalmyndir tengdar þeim. FÓTBOLTI Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður í fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi. Íslendingar mæta þá Argentínumönnum á Otkritie- vellinum í Moskvu 16. júní. Niðurtalning hefst 23 dögum fyrir fyrsta leik en 23 leikmenn eru í íslenska HM-hópnum. Á hverjum degi fram að fyrsta leik birtist mynd af íslenskum landsliðsmanni sem Halldór Baldursson teiknar á for- síðu Fréttablaðsins. Á sportsíðu má svo finna frekari upplýsingar um viðkomandi leik- mann. Fólk er hvatt til að klippa myndirnar af leikmönnunum út og safna þeim. – iþs Talið niður í fyrsta leik á HM TRÚMÁL „Þetta var mín fyrsta en ekki síðasta ferð í mótorhjólamessu í Digraneskirkju,“ segir séra Bára Friðriksdóttir, ánægð með mótor- hjólamessu á annan í hvítasunnu í kirkjunni. Bára segir að margvíslegt góð- gerðarstarf hafi tengst mótorhjóla- messunni sem nú var haldin í tólfta sinn. „Í samstarfi Digranes- kirkju, Grillhússins og Sniglanna voru þennan dag seldir sérlagaðir hamborgarar með nafninu Krafta- klerkurinn og rennur ágóðinn til Grensásdeildar. Sniglarnir tvöföld- uðu upphæðina og komu inn ríflega 400 þúsund krónur,“ segir Bára. Þá hafi félagið Bikers Against Child Abuse á Íslandi annast vöfflu- sölu og safnað 160 þúsund krónum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Auk þess hafi samtökin Toy Run Iceland hrint af stað söfnun í mess- unni fyrir Pieta samtökin sem vinna að forvörnum fyrir fólk sem beitir sig sjálfsskaða eða er í sjálfsvígs- hættu. „Verndari söfnunarinnar er séra Gunnar Sigurjónsson en hann er sjálfur vélhjólamaður og stýrði messunni af töffaraskap. Hann keypti fyrsta barmmerkið en Toy Run Iceland mun selja það í sumar á bæjarhátíðum kringum landið,“ segir Bára. Alls hafi 116 þúsund krónur safnast fyrsta söludaginn. Tæplega 400 manns sóttu messuna og við kirkjuna voru talin 194 hjól af öllum gerðum. Meðal þátttakenda voru félagar úr bæði Outlaws og Hells Angels sem ekki eru kunnir að því að hittast undir sama þaki. „Það var allt gert í friði, sam- kennd og virðingu þar sem ólíkir mótorhjólahópar komu saman og voru sem heild. Þetta er þakkar- og gleðiefni og vert að því sé lyft upp,“ segir Bára og kveður mótorhjóla- menn hafa lesið úr ritningunni og aðstoðað við útdeilingu. Tónlist hafi verið flutt. „Það var rokkað stuð og fílingur yfir í blíðar ballöður.“ gar@frettabladid.is Stórfé í góðgerðarstarf eftir mótorhjólamessu Ánægja með samkennd í mótorhjólamessu í Digraneskirkju. Séra Bára Friðriks- dóttir segir nær 700.000 krónur hafa safnast til góðgerðarmála. Félagar úr fjand- vinaklúbbunum Hells Angels og Outlaws meðal þeirra sem mættu til kirkju. Um fjögur hundruð sóttu mótorhjóla- messu allra mótorhjóla- manna höfuð- borgarsvæðins í Digraneskirkju á annan í hvíta- sunnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Það var rokkað stuð og fílingur yfir í blíðar ballöður. Séra Bára Friðriksdóttir Gylfi Þór Sigurðs- son KÓPAVOGUR Þjóðskrá hefur úrskurð- að að lögheimilisflutningur Einars Birkis Einarssonar, óháðs bæjar- fulltrúa í Hafnarfirði, hafi verið ólögmætur. Kjörgengi Einars hefur verið töluvert til umræðu í stjórn bæjarins en hann mun hafa flutt í Kópavog á miðju kjörtímabili en skráð lögheimili sitt hjá ættingjum í Hafnarfirði. Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, staðfesti það í samtali við Fréttablaðið og sagði Einar Birki hafa tilkynnt bæjarstjórn úrskurð- inn í upphafi fundar í gær. Einar Birkir úr bæjarstjórn Einar Birkir Einarsson, óháður bæjarfulltrúi í Hafnarfirði „Þetta fer að verða eins og í ein- hverri slæmri sænskri bíómynd, svona melódrama,“ sagði Margrét þegar blaðamaður náði tali af henni á fundinum. Hún segir að búið sé að kalla inn varabæjarfulltrúa fyrir Einar og Borghildur Sturludóttir sat fundinn í hans stað. Ekki hafi verið unnt að setja fundinn fyrr en varabæjarfull- trúi var kallaður til. „Það er ekki til þess að auka veg og virðingu bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar ef bæjarfulltrúar eru í raun að hagræða lögheimilisskráningu sinni til að geta setið í bæjarstjórn,“ sagði Margrét Gauja í samtali við Fréttablaðið í apríl. Meirihlutinn í bænum hefur hangið á bláþræði undanfarið eftir deilur um kjörgengi Einars. Hann sagði sig úr Bjartri framtíð ásamt Guðlaugu Kristjánsdóttur í byrjun apríl. – dfb 2 4 . M A Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E 3 -3 1 2 0 1 F E 3 -2 F E 4 1 F E 3 -2 E A 8 1 F E 3 -2 D 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.