Fréttablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 36
Það er mikið hlaupið í fótbolta.
Knattspyrnumenn hlaupa hraðar og meira þegar þeir vinna leik en þegar þeir tapa.
Þegar þeir vinna leikinn hlaupa
þeir 8.850 metra en 8.200 metra ef
þeir tapa. Þetta er að minnsta kosti
niðurstaða rannsóknar sem ungur
háskólastúdent og fótboltaþjálfari
gerði fyrir Viking, knattspyrnu-
félag í Stavanger í Noregi. Það er
vefmiðillinn forskning.no sem
greindi frá niðurstöðunni.
Unnið var úr 28 knattspyrnu-
leikjum á árinu 2016. Fylgst var
með hversu langt og hratt hver
leikmaður hljóp í hverjum leik.
Leikvöllur Viking er 105 metra
langur. Hver leikmaður hleypur
völlinn um það bil sex sinnum
í leik. Leikmenn eru oft í miklu
spretthlaupi og geta farið fimm og
hálfan metra á sekúndu. Í ljós kom
að leikmenn voru sprettharðari
í sigurleikjum. Leikmenn sjálfir
höfðu afar mikinn áhuga á rann-
sókninni.
Tekið er fram að niðurstöðurnar
segja ekki að leikmenn sem sigra
séu í raun betri hlauparar en áhugi
er fyrir því að rannsókninni verði
haldið áfram.
Góðir hlauparar
Eflaust ætla margir að taka fram hlaupaskóna og nýta sumarið til að hlaupa. Hlaup
hafa þann stóra kost að hægt er
að hlaupa hvar og hvenær sem
er, hvort sem er innan lands eða
utan. Hlaupin auka framleiðslu á
hamingjuhormóninu serótóníni
og auka þannig vellíðan og minnka
streitueinkenni. Eitt af því mikil-
vægasta við hlaup er að hita vel
upp áður en lagt er af stað. Þannig
er hægt að koma í veg fyrir meiðsli,
auk þess sem hlaupið sjálft verður
auðveldara. Ágætt er að nota 10-15
mínútur í upphitun, t.d. með því
að ganga rösklega og skokka inni á
milli. Að loknu hlaupi er nauðsyn-
legt að teygja vel á til að minnka
líkur á harðsperrum. Ekki ætti að
gera þau mistök að hlaupa of hratt
og mikilvægt er að klæða sig eftir
veðri. Loks má ekki gleyma að bera
á sig sólarvörn og hafa með sér
vatn í brúsa til að drekka á meðan
hlaupið er.
Upphitun og teygjur lykilatriði
Mikilvægt er að hita vel upp fyrir hlaup. NORDICPHOTOS/GETTY
Bananahýði er ekki síður hollt en
bananinn sjálfur.
Mörgum dettur fyrst í hug slys þegar minnst er á hlaup og bananahýði í
sömu andrá. En bananahýði er
ekki síður næringarríkt en inni-
haldið og lítið mál að bæta því í
morgunþeytinginn.
l Bananahýði inniheldur mikið af
A-vítamíni sem er gott fyrir augun
og ónæmiskerfið.
l Hýði af þroskuðum banana er
troðfullt af skapléttandi efnum
eins og tryptophani og seró-
tóníni.
l Bananahýði inniheldur fullt af
kalíum sem leiðir af sér hvítari
tennur svo hlauparinn sést betur
í myrkri.
l Bananahýði inniheldur mikið af
andoxunarefnum sem geta til
dæmis unnið á krabbameini í
myndun.
l Bananahýði eru troðfull af
trefjum sem hafa góð áhrif á
meltinguna og lækka kólesteról.
l Bananahýði er tvö ár að verða
að jarðvegi, ferli sem þú getur
hraðað umtalsvert með því að
borða og brenna. Það er því um-
hverfisvænt að borða banana-
hýði auk þess sem það minnkar
hættuna á því að hlaupari stígi á
það og detti.
Bananahýði í
morgunmat
Bæjarlind 4 - 201 Kópavogur - Sími: 55 77 100
www.gongugreining.is
Hypersphere - Nær djúpt í vöðva
og erfið svæði
Venom bakbelti - Hiti og víbringur
Raptor - Kramesta og tæknilegasta
nuddtækið á markaðnum
Hypervolt - Lé og kramikið nuddtæki
Vyper - Öflugasta nuddrúllan á
markaðnum
Víbrandi snilld!
8 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . M A í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R úT AÐ HLAuPA
2
4
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
E
3
-4
E
C
0
1
F
E
3
-4
D
8
4
1
F
E
3
-4
C
4
8
1
F
E
3
-4
B
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
6
4
s
_
2
3
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K