Fréttablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 34
Hugmyndin að November Project kviknaði upphaf-lega í Boston í nóvember fyrir sex árum. Tvo félaga í háskól- anum vantaði eitthvað að gera og mönuðu hvor annan til þess að hittast einu sinni í viku í mánuð við Harvard Stadium og hlaupa allar tröppurnar í hvaða veðri sem var. Vinahópurinn fylgdist með og fór svo að taka þátt. Þegar nóvember lauk héldu þau áfram og svo vatt þetta upp á sig. Nú er November Project komið af stað í 45 borgum. Verkefnið náði meira að segja hingað til Reykjavíkur eftir að Rakel Eva Sævarsdóttir kynntist því í Boston og setti í gang hér,“ útskýrir Ketill Helgason en hann stýrir eldsprækum morgunæfingum November Project í Reykjavík ásamt Rakel Evu. Æfingarnar fara fram klukkan 6.28 tvisvar í viku og hittist hópurinn við Háskóla Íslands á miðvikudögum og við Perluna á föstudögum. Ekkert kostar að vera með og allir eru vel- komnir. Ketill segir á bilinu 20 til 30 manns mæta, fjöldinn rokki aðeins til en margir hafi mætt allan tímann. Hópurinn heldur úti Facebook-síðu þar sem fylgjast má með æfinga- plani. „Við Rakel sjáum um æfingarnar og látum fólk hreyfa sig. Í grunninn eru þetta hlaup, sprettir, brekkur og styrktaræfingar. Við förum í alls konar leiki og látum veðrið aldrei stoppa okkur. Í vetur hefur oft verið svo hvasst að við höfum varla geta hreyft okkur úr stað og þá vinnum við bara með það,“ segir Ketill. Faðmlög og súper stuð Spurður hvort hann langi ekki oft til þess að slökkva á vekjaraklukkunni og snúa sér á hina, til dæmis þegar úti geisar stormur og hríð, segir hann hreint ekki. „Það kemur aldrei fyrir. En þegar ég kynntist þessu fyrst, fyrir rúmu ári, fannst mér þetta reyndar algjör bilun,“ segir hann og hlær. Samstarfskonur hans hafi dregið hann á fyrstu æfinguna. „Þær voru alltaf að drífa sig eld- snemma út að hreyfa sig og ég bara skildi það ekki, hlaupa úti í skíta- veðri! Svo spurðu þær mig hvort ég vildi ekki kíkja með þeim og jú, ég sló til. Hitti þennan klikkaða hóp sem öskrar „góðan daginn!“ og fagnar því að vera mættur svona snemma, súper stuð og allir að faðmast! Svo tóku æfingarnar við og ég sem taldi mig tiltölulega öflugan og fitt gaur var gersamlega búinn. Maður verður nefnilega svo peppaður í svona hópi,“ segir Ketill. Eftir fyrstu æfinguna hafi hann kolfallið fyrir „klikkaða“ hópnum. Það jafnist ekkert á við að æfa svona eldsnemma í borginni. „Fólk sem fer alltaf á æfingar seinnipartinn er að missa af miklu. Þegar maður vaknar svona snemma er Reykjavík fersk og engin umferð. Seinnipartinn er mengun, hávaði og ryk. Það er líka svo frábært að vera búinn með líkamsræktina en eiga ekki eftir að fara í ræktina eftir langan vinnudag,“ segir Ketill. Á Youtube má skoða myndbönd af November Project í ýmsum borgum, meðal annars frá Rakel Evu í Reykjavík. Þá segir Ketill stórsnið- ugt að leita uppi November Project í öðrum borgum ef fólk er statt ein- hvers staðar á ferðalagi erlendis og vill taka góða æfingu að morgni. „Síðan er bara að mæta á æfingu, ekkert að skrá sig eða láta vita. Bara mæta!“ Klikkað lið sem öskrar góðan daginn Eldsnemma miðvikudags- og föstudagsmorgna hittist hópur fólks í öllum veðrum og hreyfir sig undir merkjum November Project. Ketill Helgason og Rakel Eva Sævarsdóttir stýra æfingunum. Ketill segir sér hafa fundist galið að mæta svona snemma. Eftir fyrstu æfingu varð ekki aftur snúið. Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is Ketill Helgason og Rakel Eva Sævarsdóttir stýra eldsprækum morgunæfingum November Project í Reykjavík. Rakel kynntist verkefninu í Boston og flutti það til landsins. MYND/NOVEMBER PROJECT Hópurinn hittist við Háskóla Íslands á miðvikudagsmorgnum. Kuldi og trekkur stoppa ekki þennan öfluga hóp. Éljagangur er hressandi í morgunsárið. MAGNESÍUM VÖKVI FRÁ FLORADIX Magnesíum er nauðsynlegt líkamanum. Magnesíum hjálpar til við vöðva og taugaslökun. Bragðgóð steinefnabland sem inniheldur magnesíum úr lífrænum jurtum. Fæst í apotekum, heilsuvörubúðum og heilsuhillum verslana 6 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . M A Í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RÚT AÐ HLAUPA 2 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F E 3 -3 B 0 0 1 F E 3 -3 9 C 4 1 F E 3 -3 8 8 8 1 F E 3 -3 7 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.