Fréttablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 22
www.apotekarinn.is - lægra verð REYKLAUS VERTU Í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL MEÐ Nicotinell Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. 15% afslátt ur* * 2MG og 4MG 204 stk pakkningum. Gildir af öllum bragðtegundum. Nicotinell reyklaus 5x10 apotekarinn copy.pdf 1 30/04/2018 10:43 Breiðablik - Víkingur 0-0 Stjarnan - Fylkir 3-0 1-0 Guðjón Baldvinsson (13.), Hilmar Árni Halldórsson (21.), 3-0 Baldur Sigurðsson (82.) Grindavík - Valur 2-1 1-0 Aron Jóhannsson (13.), 1-1 Patrick Pedersen (víti) (44.), 2-1 Jose Sito (87.) Nýjast Pepsi-deild karla Þór/KA - KR 2-0 1-0 Sjálfsmark (53.), 2-0 Sandra Stephany Mayor (86.) Selfoss - FH 3-1 1-0 Eva Lind Elíasdóttir (9.), Eva Lind Elías- dóttir (37.), Sophie Maierhofer (70.), 3-1 Guðný Árnadóttir (87.) Valur - HK/Víkingur 2-0 1-0 Elín Metta Jensen (36.), Crystal Thomas (53.) Pepsi-deild kvenna Emery næsti stjóri Arsenal FÓTBOLTI Unai Emery verður eftir- maður Arsenes Wenger hjá Arsenal. Spánverjinn skrifaði undir tveggja ára samning við Skytturnar sem enduðu í 6. sæti ensku úrvalsdeildar- innar á síðasta tímabili. Emery var síðast við stjórnvölinn hjá Paris Saint-Germain en hann gerði liðið að frönskum meisturum í vetur. Hann stýrði Sevilla á árunum 2013-16 og gerði liðið þrisvar að Evrópudeildarmeisturum. Emery, sem er 46 ára, hefur einnig þjálfað Lorca Deportiva, Almería, Valencia og Spartak Moskvu. Wenger kvaddi Arsenal í vor eftir 22 ára starf. Ekki liggur fyrir hvað tekur við hjá Frakkanum. – iþs Ari Freyr Skúlason Aldur: 31 árs Staða: Vinstri bakvörður Félag: Lokeren Landsleikir: 54 23 FÓTBOLTI Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, og liðsfélagar hennar hjá Wolfsburg munu í dag mæta Lyon í úrslita- leik Meistaradeildar Evrópu, en leikurinn fer fram í Kiev í Úkraínu. Wolfsburg getur fullkomnað þrenn- una með sigri í þessum leik, en liðið hefur nú þegar tryggt sér þýska meistaratitilinn og um síðustu helgi varð liðið bikarmeistari eftir sigur gegn Bayern München í bikarúr- slitaleik þar sem vítaspyrnukeppni þurfti til þess að útkljá úrslitin. Sara Björk sem verður að öllum líkindum fyrsti íslenski leikmað- urinn til þess að spila í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu hefur svo sannarlega lagt sín lóð á vogarskálina til þess að koma liðinu í úrslitaleikinn. Hún hefur skorað sex mörk fyrir Wolfs- burg til þessa í keppninni og þykir það býsna gott í ljósi þess að hún spilar alla jafna í hlutverki djúps miðjumanns. „Ég finn vel fyrir því hversu stór leikur þetta og það er mikill fiðr- ingur í mér fyrir þessum leik. Þetta er klárlega stærsti leikurinn á ferli mínum og mig hefur dreymt um að spila þennan leik síðan ég var lítil stúlka. Það er hálf óraunverulegt að það sé að koma að þessu, en þegar út á völlinn er komið er þetta bara fótbolti og ég má ekki gleyma því að njóta þessarar stóru stundar,“ segir Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. Wolfsburg fær tækifæri til þess að vinna keppnina í þriðja skipti í sögu félagsins, en liðið bar sigur úr býtum í keppninni árin 2013 og 2014. Wolfsburg á harma að hefna gegn Lyon, en síðustu tvö ár hefur franska liðið haft betur gegn Wolfsburg á mismunandi stigum keppninnar. Lyon hafði betur eftir vítaspyrnukeppni í úrslitaleik fyrir tveimur árum og sló svo þýska liðið út í átta liða úrslitum keppninnar síðasta vor. „Ég tel að við séum með sterkara lið en á síðasta tímabili og séum betur í stakk búnar til þess að hafa betur en Lyon að þessu sinni. Leikir liðanna undanfarin ár hafa verið jafnir og ég held að það verði sama uppi á ten ngnum að þessu sinni. Það eru fjölmargir góðir leikmenn í báðum liðum og ég held að það verði hátt tempó í leiknum og hann verði mjög skemmtilegur. Vonandi fer hann á þann hátt sem við óskum okkur,“ segir Sara Björk aðspurð að því hvernig hún búist við því að leikurinn þróist. Wolfsburg mun líklega leggja áherslu á að koma þýsku lands- liðskonunni Alexöndru Popp og dönsku landsliðskonunni Pernille Harder eins mikið inn í leikinn og mögulegt er. Pernille hefur skorað sjö mörk í jafn mörgum leikjum í keppninni og þar að auki lagt upp sex mörk fyrir samherja sína. Alex- andra hefur átt jafn margar stoð- sendingar og Pernille og skorað fjögur mörk sjálf. Wolfsburg mun að öllum líkind- um leggja ríka áherslu á það á liðs- fundi sínum hvernig mögulegt er að Ada Hegerberg og Carmille Abily komist í takt við leikinn. Þá þarf Wolfsburg að finna leiðir til þess að komast framhjá Wendie Renard, hinum sterka varnarmanni Lyon. „Ég finn vel fyrir því hversu mik- ill áhugi er heima fyrir leiknum og vinir mínir og fjölskylda munu vera límd við skjárinn síðdegis í dag. Það kemur svo nokkuð stór hópur frá Wolfsburg til þess að styðja okkur á leiknum. Spennan mun magnast eftir því sem nær dregur að leiknum og það verður mjög gaman að taka þátt í þessum leik og ég er stolt að því að vera fulltrúi Íslands á þessu stóra sviði. Það er mikilvægt fyrir unga leikmenn að sjá að þetta sé hægt,“ segir Sara Björk um stemm- inguna í kringum leikinn. Hann hefst klukkan 16.00 og það er vonandi að um sexleytið verði Sara Björk fyrsta íslenska konan til að lyfta Meistaradeildarbikarnum. hjorvaro@frettabladid.is Stóra stundin rennur upp Sara Björk Gunnarsdóttir röltir í dag inn á Valeriy Lobanovskyi-völlinn með liði sínu, Wolfsburg, sem mætir Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hún getur orðið fyrsta íslenska konan til þess að vinna keppnina. Sara Björk Gunnarsdóttir hefur skorað sex mörk fyrir Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu í vetur. NORDICPHOTOS/GETTY Það er hálf óraun- verulegt að það sé að koma að þessu, en þegar út á völlinn er komið er þetta bara fótbolti og ég má ekki gleyma því að njóta þessarar stóru stundar. Sara Björk Gunnarsdóttir 22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 . M A Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R SPORT 2 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E 3 -6 2 8 0 1 F E 3 -6 1 4 4 1 F E 3 -6 0 0 8 1 F E 3 -5 E C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.