Fréttablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 22
www.apotekarinn.is
- lægra verð
REYKLAUS
VERTU
Í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL MEÐ
Nicotinell
Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín.
Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf
á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
15%
afslátt
ur*
* 2MG og 4MG 204 stk
pakkningum. Gildir af öllum
bragðtegundum.
Nicotinell reyklaus 5x10 apotekarinn copy.pdf 1 30/04/2018 10:43
Breiðablik - Víkingur 0-0
Stjarnan - Fylkir 3-0
1-0 Guðjón Baldvinsson (13.), Hilmar Árni
Halldórsson (21.), 3-0 Baldur Sigurðsson
(82.)
Grindavík - Valur 2-1
1-0 Aron Jóhannsson (13.), 1-1 Patrick
Pedersen (víti) (44.), 2-1 Jose Sito (87.)
Nýjast
Pepsi-deild karla
Þór/KA - KR 2-0
1-0 Sjálfsmark (53.), 2-0 Sandra Stephany
Mayor (86.)
Selfoss - FH 3-1
1-0 Eva Lind Elíasdóttir (9.), Eva Lind Elías-
dóttir (37.), Sophie Maierhofer (70.), 3-1
Guðný Árnadóttir (87.)
Valur - HK/Víkingur 2-0
1-0 Elín Metta Jensen (36.), Crystal Thomas
(53.)
Pepsi-deild kvenna
Emery næsti
stjóri Arsenal
FÓTBOLTI Unai Emery verður eftir-
maður Arsenes Wenger hjá Arsenal.
Spánverjinn skrifaði undir tveggja
ára samning við Skytturnar sem
enduðu í 6. sæti ensku úrvalsdeildar-
innar á síðasta tímabili.
Emery var síðast við stjórnvölinn
hjá Paris Saint-Germain en hann
gerði liðið að frönskum meisturum í
vetur. Hann stýrði Sevilla á árunum
2013-16 og gerði liðið þrisvar að
Evrópudeildarmeisturum. Emery,
sem er 46 ára, hefur einnig þjálfað
Lorca Deportiva, Almería, Valencia
og Spartak Moskvu.
Wenger kvaddi Arsenal í vor eftir
22 ára starf. Ekki liggur fyrir hvað
tekur við hjá Frakkanum. – iþs
Ari Freyr
Skúlason
Aldur:
31 árs
Staða:
Vinstri
bakvörður
Félag:
Lokeren
Landsleikir:
54
23
FÓTBOLTI Sara Björk Gunnarsdóttir,
landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, og
liðsfélagar hennar hjá Wolfsburg
munu í dag mæta Lyon í úrslita-
leik Meistaradeildar Evrópu, en
leikurinn fer fram í Kiev í Úkraínu.
Wolfsburg getur fullkomnað þrenn-
una með sigri í þessum leik, en liðið
hefur nú þegar tryggt sér þýska
meistaratitilinn og um síðustu helgi
varð liðið bikarmeistari eftir sigur
gegn Bayern München í bikarúr-
slitaleik þar sem vítaspyrnukeppni
þurfti til þess að útkljá úrslitin.
Sara Björk sem verður að öllum
líkindum fyrsti íslenski leikmað-
urinn til þess að spila í úrslitaleik
Meistaradeildar Evrópu í knatt-
spyrnu hefur svo sannarlega lagt
sín lóð á vogarskálina til þess að
koma liðinu í úrslitaleikinn. Hún
hefur skorað sex mörk fyrir Wolfs-
burg til þessa í keppninni og þykir
það býsna gott í ljósi þess að hún
spilar alla jafna í hlutverki djúps
miðjumanns.
„Ég finn vel fyrir því hversu stór
leikur þetta og það er mikill fiðr-
ingur í mér fyrir þessum leik. Þetta
er klárlega stærsti leikurinn á ferli
mínum og mig hefur dreymt um að
spila þennan leik síðan ég var lítil
stúlka. Það er hálf óraunverulegt að
það sé að koma að þessu, en þegar
út á völlinn er komið er þetta bara
fótbolti og ég má ekki gleyma því að
njóta þessarar stóru stundar,“ segir
Sara Björk í samtali við Fréttablaðið.
Wolfsburg fær tækifæri til þess
að vinna keppnina í þriðja skipti
í sögu félagsins, en liðið bar sigur
úr býtum í keppninni árin 2013
og 2014. Wolfsburg á harma að
hefna gegn Lyon, en síðustu tvö ár
hefur franska liðið haft betur gegn
Wolfsburg á mismunandi stigum
keppninnar. Lyon hafði betur eftir
vítaspyrnukeppni í úrslitaleik fyrir
tveimur árum og sló svo þýska liðið
út í átta liða úrslitum keppninnar
síðasta vor.
„Ég tel að við séum með sterkara
lið en á síðasta tímabili og séum
betur í stakk búnar til þess að hafa
betur en Lyon að þessu sinni. Leikir
liðanna undanfarin ár hafa verið
jafnir og ég held að það verði sama
uppi á ten ngnum að þessu sinni.
Það eru fjölmargir góðir leikmenn
í báðum liðum og ég held að það
verði hátt tempó í leiknum og hann
verði mjög skemmtilegur. Vonandi
fer hann á þann hátt sem við óskum
okkur,“ segir Sara Björk aðspurð að
því hvernig hún búist við því að
leikurinn þróist.
Wolfsburg mun líklega leggja
áherslu á að koma þýsku lands-
liðskonunni Alexöndru Popp og
dönsku landsliðskonunni Pernille
Harder eins mikið inn í leikinn og
mögulegt er. Pernille hefur skorað
sjö mörk í jafn mörgum leikjum í
keppninni og þar að auki lagt upp
sex mörk fyrir samherja sína. Alex-
andra hefur átt jafn margar stoð-
sendingar og Pernille og skorað
fjögur mörk sjálf.
Wolfsburg mun að öllum líkind-
um leggja ríka áherslu á það á liðs-
fundi sínum hvernig mögulegt er að
Ada Hegerberg og Carmille Abily
komist í takt við leikinn. Þá þarf
Wolfsburg að finna leiðir til þess
að komast framhjá Wendie Renard,
hinum sterka varnarmanni Lyon.
„Ég finn vel fyrir því hversu mik-
ill áhugi er heima fyrir leiknum og
vinir mínir og fjölskylda munu vera
límd við skjárinn síðdegis í dag. Það
kemur svo nokkuð stór hópur frá
Wolfsburg til þess að styðja okkur
á leiknum. Spennan mun magnast
eftir því sem nær dregur að leiknum
og það verður mjög gaman að taka
þátt í þessum leik og ég er stolt að
því að vera fulltrúi Íslands á þessu
stóra sviði. Það er mikilvægt fyrir
unga leikmenn að sjá að þetta sé
hægt,“ segir Sara Björk um stemm-
inguna í kringum leikinn.
Hann hefst klukkan 16.00 og það
er vonandi að um sexleytið verði
Sara Björk fyrsta íslenska konan til
að lyfta Meistaradeildarbikarnum.
hjorvaro@frettabladid.is
Stóra stundin rennur upp
Sara Björk Gunnarsdóttir röltir í dag inn á Valeriy Lobanovskyi-völlinn með liði sínu, Wolfsburg, sem mætir
Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hún getur orðið fyrsta íslenska konan til þess að vinna keppnina.
Sara Björk Gunnarsdóttir hefur skorað sex mörk fyrir Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu í vetur. NORDICPHOTOS/GETTY
Það er hálf óraun-
verulegt að það sé
að koma að þessu, en þegar
út á völlinn er komið er þetta
bara fótbolti og ég má ekki
gleyma því að njóta þessarar
stóru stundar.
Sara Björk Gunnarsdóttir
22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 . M A Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R
SPORT
2
4
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
E
3
-6
2
8
0
1
F
E
3
-6
1
4
4
1
F
E
3
-6
0
0
8
1
F
E
3
-5
E
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
2
3
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K