Fréttablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 56
24. MAÍ 2018 Tónlist Hvað? Salsakommúnan Hvenær? 20.00 Hvar? Iðnó Fyrsta breiðskífa Salsakommún- unnar, Rok í Reykjvík, lítur dagsins ljós fimmtudaginn 24. maí. Af því tilefni blæs hljómsveitin til útgáfu- tónleika í Iðnó þann sama dag. Áður en hljómsveitin stígur á svið verður boðið upp á salsadans- kennslu frá Salsa Iceland og er það kjörið tækifæri til þess að mýkja mjaðmirnar og læra grunnsporin. Ekki missa af þessum stökkpalli inn í sumarið! Salsakommúnan er hljómsveit sem leikur kröftuga, dansvæna tónlist undir áhrifum frá tónlistarhefðum Suður-Amer- íku. Allir textar sveitarinnar eru frumsamdir og á íslensku sem færir tónlist af þessu tagi nær íslenskum áheyrendum. Um leið eru textasmíðarnar undir áhrifum töfraraunsæisins, sem einkennir bókmenntir Suður-Ameríku, í bland við íslenskan veruleika og er með þessu móti leitast við að etja saman þessum ólíku menningar- heimum á nýstárlegan hátt. Hvað? Dúndurfréttir í Bæjarbíói- Hjarta Hafnarfjarðar Hvenær? 20.30 Hvar? Bæjarbíó, Hafnarfirði Eftir uppselda tónleika í Bæjarbíói sl. haust er loks komið að því að Dúndurfréttir mæti aftur. Spiluð verða brot af því besta úr klassíska rokkinu. Hvað? JÆJA. útgáfutónleikar Bag- dad brothers á Húrra Hvenær? 20.00 Hvar? Húrra, Tryggvagötu Í dag gefa Bagdad brothers út aðra stuttskífu sína, „Jæja.“, í samstarfi við post-dreifingu. Verkefnið er unnið undir óvenjumikilli tíma- pressu og er afurð raða skyndi- ákvarðana. Útgáfutónleikar verða haldnir á Húrra að kvöldi fimmtu- dagsins 24. og þar munu koma fram, auk Bagdad brothers; k.óla, GRÓA og Hot Sauce Committe. Frítt verður inn á tónleikana. Viðburðir Hvað? Fréttir frá Palestínu: Opinn fundur Hvenær? 08.30 Hvar? Oddi, Háskóla Íslands Morgunverðarfundur um fjöl- miðlaumhverfið í Palestínu og þá erfiðleika sem fréttamenn standa frammi fyrir í störfum sínum á þessu stríðshrjáða svæði. Þá verða áhrif samfélagsmiðla á fréttaflutn- ing Palestínumanna af hernámi Ísrael gerð sérstök skil. Hvað? Mystery Boy á Stóra sviði Þjóðleikhússins Hvenær? 19.30 Hvar? Þjóðleikhúsið Í umsögn dómnefndar Þjóðleik- hússins um sýninguna segir: Sýn- ing Leikfélags Keflavíkur á Mystery Boy eftir Smára Guðmundsson, í leikstjórn Jóels Sæmunds- sonar fjallar á óvenjulegan hátt um mikilvæg málefni. Verkið er byggt á reynslu höfundar af því að fara í áfengismeðferð. Fantasíukennd nálgun höfundar við efnið er til þess fallin að gera efnið aðgengi- legt og skemmtilegt og um leið er fjallað um sígild viðfangsefni eins og ástina, frelsisþrána, óttann, átök um völd, baráttu góðs og ills, mannleg samskipti og það að upp- lifa sig á einhvern hátt utangarðs. Hvað? Útgáfuhátíð Kvæðamanna- félagsins Iðunnar og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Hvenær? 17.00 Hvar? Safnahúsinu við Hverfis- götu Hvað? Menningarbasar Hvenær? 17.00 Hvar? Veröld – Hús Vigdísar Gestum og gangandi er boðið á lifandi menningarbasar á Alþjóða- degi menningarlegrar fjölbreytni. Kíkið við og fáið ykkur kaffibolla, kynnið ykkur fjölbreytt starf stofnana, samtaka og einstaklinga á sviði lista, tungumála og fjöl- menningar, og hlýðið svo á Múltí- kúltíkórinn undir stjórn Mar- grétar Pálsdóttur sem mun opna basarinn með lögum á mörgum tungumálum. Hvað? Vínsmökkun á Jörgensen Hvenær? 18.00 Hvar? Jörgensen, Laugavegur Sérlegur sérfræðingur í víni mun kíkja í heimsókn til okkar á Jörg- ensen Kitchen & Bar í dag og mun deila visku sinni um vínheiminn ásamt því að bjóða upp á smakk á mismunandi víntegundum. Verð á þátttöku er aðeins 3.900 kr. á mann. Hvað? Útgáfuhóf: Hljóð bók Hvenær? 17.00 Hvar? Kex hostel, Skúlagötu Verið velkomin á útgáfuhóf Hljóð bókar! Upplestur á bókinni hefst stundvíslega kl. 17.15. Dagskrá til- kynnt síðar. Léttar veitingar verða í boði á meðan birgðir endast, en vitanlega er Kex-barinn opinn og gleðistund þar. Bókin verður til sölu á staðnum. Hvað? Hvenær? Hvar? Fimmtudagur Hvar@frettabladid.is Salsakommúnan stendur fyrir útgáfutónleikum og dansleik í Iðnó í kvöld. Í kvöld fer fram vínsmökkun á Jörgensen. Berry.En næringargel 15% afsláttur Öflug virkni aukin lífsgæði. YUMI fyrir ónæmiskerfið, meltingarfærin og gegn bólgu- virkni. PULZ fyrir blóðrásina, bætir stinningu. AKTIV fyrir brjósk, liði og liðleika. Nýtt 30 x 25g 8.413 kr. Áður: 9.898 kr. Gildir út maí mánuð Fæst einnig í netverslun 2 4 . M A Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R36 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F E 3 -6 C 6 0 1 F E 3 -6 B 2 4 1 F E 3 -6 9 E 8 1 F E 3 -6 8 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.