Fréttablaðið - 24.05.2018, Side 56

Fréttablaðið - 24.05.2018, Side 56
24. MAÍ 2018 Tónlist Hvað? Salsakommúnan Hvenær? 20.00 Hvar? Iðnó Fyrsta breiðskífa Salsakommún- unnar, Rok í Reykjvík, lítur dagsins ljós fimmtudaginn 24. maí. Af því tilefni blæs hljómsveitin til útgáfu- tónleika í Iðnó þann sama dag. Áður en hljómsveitin stígur á svið verður boðið upp á salsadans- kennslu frá Salsa Iceland og er það kjörið tækifæri til þess að mýkja mjaðmirnar og læra grunnsporin. Ekki missa af þessum stökkpalli inn í sumarið! Salsakommúnan er hljómsveit sem leikur kröftuga, dansvæna tónlist undir áhrifum frá tónlistarhefðum Suður-Amer- íku. Allir textar sveitarinnar eru frumsamdir og á íslensku sem færir tónlist af þessu tagi nær íslenskum áheyrendum. Um leið eru textasmíðarnar undir áhrifum töfraraunsæisins, sem einkennir bókmenntir Suður-Ameríku, í bland við íslenskan veruleika og er með þessu móti leitast við að etja saman þessum ólíku menningar- heimum á nýstárlegan hátt. Hvað? Dúndurfréttir í Bæjarbíói- Hjarta Hafnarfjarðar Hvenær? 20.30 Hvar? Bæjarbíó, Hafnarfirði Eftir uppselda tónleika í Bæjarbíói sl. haust er loks komið að því að Dúndurfréttir mæti aftur. Spiluð verða brot af því besta úr klassíska rokkinu. Hvað? JÆJA. útgáfutónleikar Bag- dad brothers á Húrra Hvenær? 20.00 Hvar? Húrra, Tryggvagötu Í dag gefa Bagdad brothers út aðra stuttskífu sína, „Jæja.“, í samstarfi við post-dreifingu. Verkefnið er unnið undir óvenjumikilli tíma- pressu og er afurð raða skyndi- ákvarðana. Útgáfutónleikar verða haldnir á Húrra að kvöldi fimmtu- dagsins 24. og þar munu koma fram, auk Bagdad brothers; k.óla, GRÓA og Hot Sauce Committe. Frítt verður inn á tónleikana. Viðburðir Hvað? Fréttir frá Palestínu: Opinn fundur Hvenær? 08.30 Hvar? Oddi, Háskóla Íslands Morgunverðarfundur um fjöl- miðlaumhverfið í Palestínu og þá erfiðleika sem fréttamenn standa frammi fyrir í störfum sínum á þessu stríðshrjáða svæði. Þá verða áhrif samfélagsmiðla á fréttaflutn- ing Palestínumanna af hernámi Ísrael gerð sérstök skil. Hvað? Mystery Boy á Stóra sviði Þjóðleikhússins Hvenær? 19.30 Hvar? Þjóðleikhúsið Í umsögn dómnefndar Þjóðleik- hússins um sýninguna segir: Sýn- ing Leikfélags Keflavíkur á Mystery Boy eftir Smára Guðmundsson, í leikstjórn Jóels Sæmunds- sonar fjallar á óvenjulegan hátt um mikilvæg málefni. Verkið er byggt á reynslu höfundar af því að fara í áfengismeðferð. Fantasíukennd nálgun höfundar við efnið er til þess fallin að gera efnið aðgengi- legt og skemmtilegt og um leið er fjallað um sígild viðfangsefni eins og ástina, frelsisþrána, óttann, átök um völd, baráttu góðs og ills, mannleg samskipti og það að upp- lifa sig á einhvern hátt utangarðs. Hvað? Útgáfuhátíð Kvæðamanna- félagsins Iðunnar og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Hvenær? 17.00 Hvar? Safnahúsinu við Hverfis- götu Hvað? Menningarbasar Hvenær? 17.00 Hvar? Veröld – Hús Vigdísar Gestum og gangandi er boðið á lifandi menningarbasar á Alþjóða- degi menningarlegrar fjölbreytni. Kíkið við og fáið ykkur kaffibolla, kynnið ykkur fjölbreytt starf stofnana, samtaka og einstaklinga á sviði lista, tungumála og fjöl- menningar, og hlýðið svo á Múltí- kúltíkórinn undir stjórn Mar- grétar Pálsdóttur sem mun opna basarinn með lögum á mörgum tungumálum. Hvað? Vínsmökkun á Jörgensen Hvenær? 18.00 Hvar? Jörgensen, Laugavegur Sérlegur sérfræðingur í víni mun kíkja í heimsókn til okkar á Jörg- ensen Kitchen & Bar í dag og mun deila visku sinni um vínheiminn ásamt því að bjóða upp á smakk á mismunandi víntegundum. Verð á þátttöku er aðeins 3.900 kr. á mann. Hvað? Útgáfuhóf: Hljóð bók Hvenær? 17.00 Hvar? Kex hostel, Skúlagötu Verið velkomin á útgáfuhóf Hljóð bókar! Upplestur á bókinni hefst stundvíslega kl. 17.15. Dagskrá til- kynnt síðar. Léttar veitingar verða í boði á meðan birgðir endast, en vitanlega er Kex-barinn opinn og gleðistund þar. Bókin verður til sölu á staðnum. Hvað? Hvenær? Hvar? Fimmtudagur Hvar@frettabladid.is Salsakommúnan stendur fyrir útgáfutónleikum og dansleik í Iðnó í kvöld. Í kvöld fer fram vínsmökkun á Jörgensen. Berry.En næringargel 15% afsláttur Öflug virkni aukin lífsgæði. YUMI fyrir ónæmiskerfið, meltingarfærin og gegn bólgu- virkni. PULZ fyrir blóðrásina, bætir stinningu. AKTIV fyrir brjósk, liði og liðleika. Nýtt 30 x 25g 8.413 kr. Áður: 9.898 kr. Gildir út maí mánuð Fæst einnig í netverslun 2 4 . M A Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R36 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F E 3 -6 C 6 0 1 F E 3 -6 B 2 4 1 F E 3 -6 9 E 8 1 F E 3 -6 8 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.