Fréttablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 10
Tækni Valdir notendur Facebook
í Bandaríkjunum, Kanada, Bret-
landi og Ástralíu fá nú að taka þátt
í tilraunaverkefni samfélagsmið-
ilsins þar sem þeim býðst að senda
Facebook nektarmyndir af sjálfum
sér áður en myndin er síðan er send
öðrum. Ýmsar öryggisstofnanir í
löndunum fjórum taka þátt í verk-
efninu með Facebook.
Frá þessu greindi Antigone
Davis, yfirmaður öryggismála hjá
Facebook, en um er að ræða nýtt
skref í baráttu Facebook gegn staf-
rænu kynferðisofbeldi og framhald
á tilraun sem gerð var í Ástralíu í
nóvember síðastliðnum.
Notendur, sem óttast að nektar-
mynd af þeim verði deilt án sam-
þykkis, geta nú haft samband við
eina af þeim stofnunum sem vinna
með Facebook að verkefninu og fyllt
út eyðublað. Þá fær viðkomandi ein-
nota hlekk til að hlaða upp nektar-
myndinni. Sérþjálfaður starfsmaður
Facebook fer svo yfir beiðnina og
býr til sérstakan einkenniskóða (e.
hash) fyrir hana.
Samkvæmt Davis mun mynd-
inni svo verða eytt úr tölvukerfi
Facebook innan sjö daga. Kóðinn
er hins vegar geymdur svo hægt sé
að loka á að myndinni sé hlaðið inn
á Facebook eða Instagram.
„Það er niðurlægjandi og hrika-
legt þegar nektarmyndum er deilt
án samþykkis. Við viljum gera allt
sem í okkar valdi stendur til að
hjálpa þolendum stafræns kyn-
ferðisofbeldis,“ sagði Davis í til-
kynningunni. – þea
Facebook vill
nektarmyndir
fyrirfram
Bandaríkin Toppar bandarískra
eftirlits- og löggæslustofnana munu
funda með leiðtogum Repúblikana
á þinginu í dag. Þar munu topparnir
deila með leiðtogunum leyniskjölum
sem tengjast uppljóstrara FBI sem
ræddi við starfsmenn forsetafram-
boðs Donalds Trump á árdögum
rannsóknar alríkislögreglu á meintu
samráði framboðsins við rússnesk
yfirvöld og afskiptum Rússa af kosn-
ingunum.
Uppljóstraramálið er forseta hug-
leikið. Ákvað hann meðal annars
um helgina að krefjast þess að dóms-
málaráðuneyti hans rannsakaði
þessar „njósnir“ alríkislögreglunnar
og spurði hvort Barack Obama, fyrr-
verandi forseti, hefði fyrirskipað
aðgerðirnar. Þá hefur Trump fullyrt
að uppljóstrarinn hafi komið sér inn í
framboðsteymið áður en hin svokall-
aða Rússarannsókn hófst, aðgerðin
hafi sem sagt verið í pólitískum til-
gangi, en samkvæmt The New York
Times er sú fullyrðing röng.
„Sjáið bara hvernig þetta hefur
snúist í höndunum á hinu glæp-
samlega djúpríki. Það reynir að elta
falsað samráð við Rússa, uppskáldað
svindl, og er síðan gripið glóðvolgt
í risavöxnu NJÓSNAhneyksli af
stærðargráðu sem þetta land hefur
jafnvel aldrei séð áður,“ tísti Trump
og hélt áfram: „SPYGATE gæti orðið
eitt stærsta pólitíska hneykslismál
allra tíma.“
Forseti og stuðningsmenn hans
hafa haldið fram að rannsókn
Roberts Mueller, sérstaks saksókn-
ara, á meintu samráði sé hluti af
samsæri hins svokallaða djúpríkis
(e. deep state) gegn sér. Djúpríkið á
að vera samsett af áhrifamönnum
innan ríkisstofnana, leyniþjónustu-
og löggæslustofnana og hersins. Eru
ásakanir Trumps nú áþekkar þeim
sem hann setti fram á fyrstu dögum
forsetatíðar sinnar, þegar hann sagði
Obama hafa látið hlera Trump-turn-
inn. Dómsmálaráðuneytið hrakti
síðar þær fullyrðingar.
Til fundardagsins var boðað eftir
að forseti kallaði Christopher Wray
alríkislögreglustjóra og Rod Rosen-
stein varadómsmálaráðherra á sinn
fund til að krefjast rannsóknar á mál-
inu sem forseti kallar Spygate.
Þá er fundurinn einnig haldinn í
tengslum við stefnu þingmannsins
Devins Nunes. Sá krafðist þess að
öll skjöl um uppljóstrarann, banda-
rískan fræðimann, yrðu afhent upp-
lýsingamálanefnd neðri deildar
þingsins. Þeirri beiðni var í upphafi
hafnað en vegna þrýstings Trumps
er ljóst að Repúblikanar fá allavega
hluta skjalanna í hendurnar.
Demókratar hafa ítrekað gagnrýnt
Nunes fyrir að reyna að grafa undan
rannsókn Muellers með kröfum
sínum og fullyrðingum um samsæri
gegn forsetanum. Hafa meðal annars
sagt Nunes misnota stöðu sína sem
formaður upplýsingamálanefndar-
innar. Þá hafa Demókratar lýst yfir
óánægju með að vera skildir út undan
á fundi dagsins. thorgnyr@frettabladid.is
Funda um uppljóstrara með
leiðtogum Repúblikana í dag
Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara al-
ríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi,
áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng.
Trump hefur oft sagt alríkislögregluna hafa njósnað um sig. NordicphoTos/AFp
SPYGATE gæti orðið
eitt stærsta pólitíska
hneykslismál allra tíma.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.gebilar.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
Nýr Dacia Sandero
Dacia bílar hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt með framúrskarandi endingu og hagstæðu verði.
Nýr Dacia Sandero er rúmgóður millistærðarbíll á verði smábíls. Verið velkomin í reynsluakstur!
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
8
0
8
1
D
a
c
ia
S
a
n
d
e
ro
5
x
2
0
m
a
í
Stór bíll,
lágt verð!
1.990.000 kr.
www.dacia.is
2 4 . m a í 2 0 1 8 F i m m T U d a G U r10 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð
2
4
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
E
3
-6
7
7
0
1
F
E
3
-6
6
3
4
1
F
E
3
-6
4
F
8
1
F
E
3
-6
3
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
6
4
s
_
2
3
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K