Fréttablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 4
UMBOÐSAÐILI FIAT · ÞVERHOLT 6 · 270 MOSFELLSBÆR · S. 534 4433
WWW.FIAT.IS · WWW.ISBAND.IS · ISBAND@ISBAND.IS · OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 · LAUGARDAGA 12-16
ÁRA5ÁBYRGÐ
SUMARTILBOÐ Á
FIAT TIPO
TAKMARKAÐ MAGN BÍLA Í BOÐI.
STAÐALBÚNAÐUR: 120 HÖ, LOFTKÆLING, BAKKMYNDAVÉL,
BLUETOOTH, SNERTISKJÁR, HITI Í SÆTUM OG SPEGLUM,
16” ÁLFELGUR, AKSTURSTÖLVA O.FL.
FIAT TIPO HATCHBACK
TILBOÐSVERÐ FRÁ 2.390.000 KR.
LISTAVERÐ FRÁ 3.090.000 KR.
FIAT TIPO STATION WAGON
TILBOÐSVERÐ FRÁ 2.490.000 KR.
LISTAVERÐ FRÁ 3.290.000 KR.
fiat.is
BANDARÍKIN Skólaskotárásin í
Parkland í Flórída, þar sem sautján
nemendur voru myrtir, hafði engin
varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkja-
manna gagnvart skotvopnaeign.
Reuters greinir frá og vísar í nýja
könnun. Samkvæmt henni hefur
stuðningur við að herða löggjöf um
skotvopn þokast upp á við undan-
farin ár. Venjulega, þegar skólaskot-
árás er gerð, tekur stuðningur kipp
áður en hann fer aftur niður í það
hlutfall sem var fyrir árásina.
Könnunin sýnir 69 prósenta
stuðning við að herða löggjöfina.
– þea
Skotárásin í
Parkland virðist
litlu hafa breytt
DÓMSMÁL Lögreglustjórinn í Vest-
mannaeyjum hefur ákært mann
fyrir hatursorðræðu vegna ummæla
sem birt voru í kommentakerfi DV í
nafni eiginkonu hans. Aðalmeðferð
fer fram í dag.
Ummælin voru rituð í júlí 2016
við frétt sem bar yfirskriftina „Sema
Erla sökuð um herferð gegn Útvarpi
Sögu: Birtir hatursfull skilaboð“ og
undir fréttinni var skrifað: „Vona
að Sema Erla Serðir farist í næstu
hryðjuverkaárás skítmenna af
hennar tagi (múslimaskítmenna).“
Í ákæru eru þessi orð talin fela í sér
sér ógnun, háð, rógburð og smánun
á opinberum vettvangi í garð ótil-
tekins hóps manna hér á landi vegna
trúarbragða þeirra.
Ummælin birtust undir nafni og
starfsheiti eiginkonu hins ákærða,
en hún er leikskólakennari í Eyjum.
Ummælin komu eiginkonunni
sjálfri í opna skjöldu þegar hún varð
þeirra vör, en skjáskot af þeim fóru
eins og eldur í sinu um samfélags-
miðla og furðuðu sig margir á því
að leikskólakennari gæti viðhaft
svo hatursfull ummæli opinberlega.
Í samtali við DV eftir að ummælin
féllu sagðist hún enga hugmynd hafa
um hver gæti hafa skrifað athuga-
semdina, sem var rituð í gegnum
Facebook-aðgang konunnar á
komm entakerfi miðilsins.
Þá lýsir konan því að henni sé
þetta ekki eingöngu þungbært
hennar vegna heldur einnig vegna
þess hve margir hafi farið að rakka
Eyjar niður með orðum um að þetta
yrði þaggað niður því þannig væru
Eyjar. Þvert á þá spádóma virðist
lögreglan í Eyjum hafa tekið frum-
kvæði í málinu, því ummælin
voru aldrei formlega kærð.
„Það er verið að setja fólki
mörk og ákveða hversu
langt má ganga í garð ann-
ars fólks og tiltekinna
hópa á internetinu og
það skiptir máli að
fá skýrar línur um
það,“ segir Sema Erla Serdar aðspurð
um væntingar sínar til niðurstöðu
málsins. Hún ber vitni við aðal-
meðferðina í dag, en nokkur sam-
skipti munu hafa átt sér stað
milli hennar og hjónanna eftir
að ummælin komust í hámæli
á samfélagsmiðlum. Aðspurð
segist Sema ekki hafa gert
upp við sig hvort hún muni
sjálf leita réttar síns vegna
ummælanna. „Sjáum fyrst
hver niðurstaðan í þessu
máli verður.“ – aá
Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar
Sema Erla Serdar,
stjórnmála- og
Evrópufræðingur.
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu hefur sektað 113
ökumenn fyrir að nota farsíma við
akstur frá 1. maí. Reglugerð um sektir
og umferðarlagabrot breyttist 1. maí
og hækkaði sektin fyrir að tala í far-
síma án handfrjáls búnaðar úr fimm
þúsund krónum í 40 þúsund.
Lögreglan fór í átak og hefur verið
dugleg að sekta ökumenn á mun
hærri taxta en áður. Miðað við þann
fjölda sem tekinn hefur verið við að
gjamma í og glápa á farsímann sinn
á þessum þremur vikum hefur lög-
reglan sótt rúmar 4,5 milljónir króna
úr vösum þeirra í formi sekta. – smj
4,5 milljónir í
símasektir
Sektir fyrir að tala í síma undir stýri
hækkuðu 1. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
DÓMSMÁL Stefán Þór Guðgeirsson
hefur verið dæmdur í fjögurra ára
fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun.
Dómurinn var birtur í gær. Brotaþoli
dró kæru sína til baka en rannsókn
og saksókn náði samt fram að ganga.
Nauðgunin átti sér stað í desember
2016 en þá voru Stefán og konan í
sambandi. Eftir nauðgunina leitaði
brotaþoli á neyðarmóttöku. Inga
Lillý Brynjólfsdóttir var skipaður
réttargæslumaður konunnar. Síðar
óskaði brotaþoli eftir því að skipun
hennar og kæran yrði dregin til baka
og að Sveinn Andri Sveinsson yrði
skipaður réttargæslumaður hennar.
Rannsókn lögreglu á íbúð Stefáns
leiddi í ljós að blóð var að finna á
baðherberginu og að hár væri á víð
og dreif um íbúðina. Kom það heim
og saman við lýsingar brotaþola á
neyðarmóttöku um að hún hefði
verið beitt miklu ofbeldi.
Tveimur dögum síðar kom brota-
þoli á lögreglustöð. Vildi hún þá ekki
að málið færi lengra og sagði að ef sér
yrði gert að tala frekar um það myndi
hún segja að frásögn sín hefði öll
verið lygi. Það væri „best fyrir hana
og hennar fjölskyldu“.
Degi síðar ritaði hún undir umboð
til Sveins Andra til að vera réttar-
gæslumaður sinn í málinu. Þá ritaði
hún undir yfirlýsingu þar sem fram
kom ósk hennar um að rannsókn
yrði látin niður falla.
„Ég vil taka það skýrt fram að [Stef-
án] braut á engan hátt gegn kynfrelsi
mínu, né beitti hann mig ofbeldi. Ég
var reið út í [Stefán] og undir áhrifum
MDMA þegar ég gaf skýrsluna hjá
lögreglu, þannig að atburðir nætur-
innar ýktust upp í huga mínum, auk
þess sem ég miklaði þá fyrir mér og
ýkti,“ segir í yfirlýsingunni.
Þremur dögum síðar aflaði lög-
regla dómsúrskurðar til að hlera
síma brotaþola. Meðal gagna voru
upptökur af símtölum.
„Veistu það sko þarna textinn sem
þeir sömdu sem að ég átti að skrifa
undir, þetta er bara það mest niður-
lægjandi sem að ég hef á ævi minni
þurft að skrifa undir í lífinu,“ sagði
brotaþoli í símtali við systur sína
þann 16. desember. Síðar sagði hún
við systur sína að henni hefði verið
boðin milljón ef hún héldi kjafti.
Fyrir dómi neitaði Stefán sök og
sagði að um „röff“ kynlíf hefði verið
að ræða með samþykki beggja. Fram-
burður brotaþola var eins. Í málinu lá
fyrir að brotaþoli var undir áhrifum
MDMA. Fyrir dóminn kom lyfja-
fræðingur sem sagði lyfið geta valdið
ranghugmyndum.
„Upphaflegur framburður brota-
þola á neyðarmóttöku, bæði fyrir
heilbrigðis starfsmönnum og lög-
reglu, fær verulega stoð í gögnum
og skýrslum læknisins og hjúkr-
unarfræðingsins fyrir dómi. Á hinn
bóginn þykir síðari framburður
brotaþola um ranghugmyndir sem
hún hafi verið haldin frá því atvik
málsins urðu heima hjá ákærða og
fram á nótt á neyðarmóttöku, ekki
sennilegur. Þykir mjög ósennilegt
að brotaþoli hafi samþykkt og jafn-
vel óskað eftir endaþarmsmökum
og öðrum mökum, sem hafi skilið
hana eftir með alla þá áverka sem
sannað er að hún var með við skoðun
á neyðarmóttöku,“ segir í dómnum.
Stefán var sakfelldur fyrir nauðgun
og dæmdur til að greiða sakarkostn-
að, um tíu milljónir. joli@frettabladid.is
Dæmdur í fjögurra ára fangelsi
fyrir hrottafengna nauðgun
Hleruð símtöl úr símtæki brotaþola voru meðal sönnunargagna í nauðgunarmáli. Konan hafði þó óskað
eftir því að falla frá kæru um nauðgun. Í dómi segir að upprunalegur framburður konunnar hafi fengið
„verulega stoð“ í gögnum málsins. Þetta er í annað skipti sem maðurinn hlýtur dóm fyrir nauðgun.
Fyrir dómi neitaði Stefán sök og sagði að um „röff“ kynlíf hefði verið að ræða með samþykki beggja. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
2 4 . M A Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
4
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
E
3
-4
4
E
0
1
F
E
3
-4
3
A
4
1
F
E
3
-4
2
6
8
1
F
E
3
-4
1
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
2
3
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K