Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017
Netverð á mann frá kr. 139.995 m.v. 2 fullorðna í
íbúð m/2 svefnherbergjum.
Las Brisas
Apartments
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
r
ge
ur
re
yst
án
fyr
irv
ar
a.
22. október í 23 nætur
GRAN CANARIA
Eldri borgarar til
Frá kr.
139.955
m/ekkert fæði
Frá kr.
194.995
m/allt innifalið Fleiri
gistivalkostir
í boði
Sértilboð
afsláttur allt að
30.000 kr.
á mann
Listar flokkanna taka á sig mynd
Flestir listar Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar liggja fyrir Frétta að
vænta í þessari viku og næstu hjá öllum
flokkum Frestur rennur út 13. október
Morgunblaðið/Kristinn
Kosningar Nú styttist óðum í að fólk skundi á kjörstað. Listar stjórnmálaflokkanna taka senn á sig mynd.
Listar Bjartrar framtíðar eru í
vinnslu og að sögn Óttars Proppé,
formanns flokksins, verða í það
minnsta einhverjir þeirra, ef ekki
allir, lagðir fyrir stjórn flokksins í
kvöld til samþykktar. Viðreisn
stillir upp á lista í öllum kjör-
dæmum og er búist við að fram-
boðslistar flokksins muni liggja
fyrir í lok vikunnar. Framsókn-
arflokkurinn hefur ekki staðfest
neina lista enn sem komið er en að
sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar,
formanns flokksins, er uppröðun á
lista í fullum gangi. Miðflokkurinn,
nýtt framboð Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar, hefur að svo
stöddu ekki heldur staðfest neinn
framboðslista. Ætla má að fram-
boðslistar verði kynntir einn af
öðrum í þessari viku og þeirri
næstu en framboðsfrestur rennur
út 13. október.
Elín Margrét Böðvarsdóttir
elinm@mbl.is
Framboðslistar stjórnmálaflokk-
anna fyrir alþingiskosningarnar
28. október tínast nú inn einn af
öðrum. Vinstri grænir, sem nú
mælast með hvað mest fylgi, hafa
staðfest einn framboðslista. Allir
listar nema einn liggja fyrir hjá
Sjálfstæðisflokknum sem mælist
næststærstur flokka en síðasta
listans er að vænta í dag. Nið-
urstöður prófkjöra í öllum kjör-
dæmum liggja fyrir hjá Pírötum
með fyrirvara um breytingar og þá
liggja fyrir framboðslistar Sam-
fylkingarinnar í fjórum kjördæm-
um. Oddvitar Flokks fólksins í öll-
um kjördæmum hafa verið kynntir
en flokkurinn myndi samkvæmt
nýjustu könnunum ná fimm mönn-
um inn á þing.
Niðurstöður úr prófkjörum Pírata
voru kynntar um helgina en þau
Helgi Hrafn Gunnarsson og Þórhild-
ur Sunna Ævarsdóttir leiða listana í
Reykjavík. Ekki liggur þó ljóst fyrir
að svo stöddu hvort þeirra mun leiða
í Reykjavík norður og hvort í
Reykjavík suður. Niðurstöður próf-
kjöranna hafa verið birtar með þeim
fyrirvara að fólk geti ákveðið að
taka ekki sæti eða kosið að taka sæti
neðar á lista. Aðrir sem mest fylgi
hlutu í sameiginlegu prófkjöri Pí-
rata í Reykjavík voru Björn Leví
Gunnarsson, Halldóra Mogensen,
Gunnar Hrafn Jónsson, Olga Mar-
grét Cilia, Snæbjörn Brynjarsson,
Sara Oskarsson, Einar Stein-
grímsson og Katla Hólm Vilbergs-
Þórhildardóttir en enn á eftir að
skýrast í hvoru kjördæminu þau
taka sæti. Í SV-kjördæmi mun Jón
Þór Ólafsson leiða framboð flokks-
ins en næst á eftir honum í prófkjör-
inu voru Oktavía Hrund Jónsdóttir,
Ásta Guðrún Helgadóttir, Dóra
Björt Guðjónsdóttir og Andri Þór
Sturluson. Ásta Guðrún greindi hins
vegar frá því í gærkvöldi að hún ætli
ekki að taka sæti á lista. Smári
McCarthy leiðir lista Pírata í S-
kjördæmi og næst á eftir honum í
prófkjörinu voru Álfheiður Eymars-
dóttir, Fanný Þórsdóttir, Albert
Svan og Kristinn Ágúst Eggertsson.
Þórólfur Júlían Dagsson, sem sóttist
eftir 1.-2. sæti en hafnaði í því þriðja,
hyggst ekki taka sæti á listanum. Þá
hafnaði Eva Pandora Baldursdóttir í
fyrsta sæti í prófkjöri Pírata í NV-
kjördæmi og næstu sæti á lista í
prófkjörinu hlutu Gunnar Ingiberg
Guðmundsson, Rannveig Ernudótt-
ir, Ragnheiður Steina Ólafsdóttir og
Sunna Einarsdóttir. Í NA-kjördæmi
leiðir Einar Brynjólfsson en næst á
lista miðað við niðurstöðu prófkjörs-
ins eru Guðrún Ágústa Þórdísar-
dóttir, Urður Snædal, Hrafndís Bára
Einarsdóttir og Sævar Þór Hall-
dórsson. Endanlegir listar munu að
öllum líkindum liggja fyrir í dag, að
sögn Erlu Hlynsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Pírata.
Tvö taka ekki sæti á lista
Helgi Hrafn
Gunnarsson
Píratar
Þórhildur Sunna
Ævarsdóttir
Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins voru sam-
þykktir í öllum kjördæmum nema Suðvestur-
kjördæmi um helgina og eru listarnir að miklu
leyti óbreyttir frá því í síðustu kosningum. Endan-
legur framboðslisti í SV-kjördæmi verður sam-
þykktur í dag en ganga má út frá því að Bjarni
Benediktsson, formaður flokksins, leiði listann.
Þau Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra
og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
munu leiða flokkinn í Reykjavík, Sigríður í suður
og Guðlaugur Þór í norður.
Brynjar Níelsson verður næstur á lista á eftir
Sigríði, þá Hildur Sverrisdóttir í því þriðja, Bessí
Jóhannsdóttir framhaldsskólakennari í því fjórða
og Jóhannes Stefánsson lögfræðingur í því
fimmta.
Í öðru sæti á lista á eftir Guðlaugi Þór í Reykja-
vík norður er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, rit-
ari og sitjandi varaformaður flokksins, þá næst
Birgir Ármannsson í því þriðja, Albert Guðmunds-
son lögfræðinemi í því fjórða og Herdís Anna Þor-
valdsdóttir varaborgarfulltrúi í því fjórða.
Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningar-
málaráðherra, verður í fyrsta sæti Sjálfstæðis-
flokksins í Norðausturkjördæmi. Þá er Njáll
Trausti Friðbertsson í öðru sæti listans, Valgerður
Gunnarsdóttir í því þriðja, Arnbjörg Sveinsdóttir,
bæjarfulltrúi og fyrrverandi alþingismaður, í
Sjálfstæðisflokkurinn
Allir listar liggja fyrir nema
í kjördæmi formannsins
Sigríður Á. Andersen Haraldur Benediktsson
fjórða sæti og Samúel K. Sigurðsson svæðisstjóri í
því fimmta.
Í oddvitasætinu í Norðvesturkjördæmi er Har-
aldur Benediktsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð
Gylfadóttir er í öðru sæti og Teitur Björn Einars-
son í því þriðja líkt og fyrir síðustu alþingis-
kosningar. Þá er Hafdís Gunnarsdóttir í fjórða
sæti listans og Jónína Erna Arnardóttir í því
fimmta.
Loks mun Páll Magnússon áfram verða í fyrsta
sæti framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi en í
öðru sæti er Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur
Árnason í því þriðja, Unnur Brá Konráðsdóttir í
fjórða og Kristín Traustadóttir endurskoðandi í
því fimmta.
KOSNINGAR 2017
Píratar einir flokka völdu á fram-
boðslista sína fyrir komandi alþing-
iskosningar með prófkjöri í öllum
kjördæmum en kosningin fór fram í
gegnum rafrænt kosningakerfi Pí-
rata. Kerfið er þó ekki gallalaust.
Tæknilega séð geta þeir sem aðgang
hafa að kerfinu séð hverjir hafa
greitt atkvæði, hverja þeir kusu og
jafnvel haft áhrif á niðurstöðuna.
Þetta staðfestir Björn Leví
Gunnarsson, þingmaður Pírata og
einn höfunda kosningakerfisins, í
samtali við Morgunblaðið. Hann
segir þó ákveðna varnagla vera til
staðar sem komi í veg fyrir slíkt.
„Þetta er ekkert mikið öðruvísi
heldur en pappírskosning þegar allt
kemur til alls,“ segir Björn Leví.
Strangt til tekið geti þeir sem fullan
kerfisaðgang hafa að tölvum gert
það sem þeim sýnist en ekki sé þó
hlaupið að því. Til dæmis séu tekin
dulkóðuð afrit sem hægt er að bera
saman við raungögnin til að sjá
hvort átt hafi verið við gögnin.
„Þetta er eitthvað sem við vitum
alveg af og pössum þar af leiðandi al-
veg upp á. Þetta snýst allt um að vita
af göllunum til þess að geta fylgst
með því hvort það sé verið að mis-
nota þá,“ segir Björn Leví.
Byggist líka á trausti
Ásta Guðrún Helgadóttir, fráfar-
andi þingmaður Pírata, hafnaði í 3.
sæti prófkjörsins í SV-kjördæmi, en
hún hyggst þó ekki þiggja sæti á
lista. Hún kveðst bera eins mikið
traust til rafræns kosningakerfis Pí-
rata og hægt sé að bera til rafrænna
kosninga yfirleitt. „Rafrænar kosn-
ingar geta aldrei verið fullkomlega
leynilegar,“ segir Ásta Guðrún. „Við
sem pólitísk félagasamtök getum
kannski leyft okkur að vera með
meira svigrúm þegar kemur að svona
löguðu,“ bætir hún við og bendir á að
aðrir flokkar, til að mynda Björt
framtíð og Samfylkingin, notist einn-
ig við rafræn kosningakerfi. „Það er
alltaf undir lokin sú hætta að þessar
kosningar séu ekki 100% leynilegar
og við erum bara eini flokkurinn sem
er tilbúinn að tala um það.“ Kosn-
ingakerfi Pírata sé þó ekki þannig að
þeir sem stjórni kerfinu hafi alræð-
isvald og varnaglar ættu að koma í
veg fyrir misnotkun þess. „Hins veg-
ar er þetta bara byggt á trausti og
það á við um öll kosningakerfi, líka
kosningakerfi Samfylkingarinnar,“
segir Ásta Guðrún.
Kerfið ekki gallalaust
Þeir sem hafa kerfisaðgang að kosningakerfi Pírata geta
átt við kjörgögn Varnaglar ættu að koma í veg fyrir slíkt
Ásta Guðrún
Helgadóttir
Björn Leví
Gunnarsson